Þorpið mitt Ágústa Ragnarsdóttir skrifar 20. ágúst 2022 18:01 Elsku Þorlákshöfnin mín, fallega þorpið mitt þar sem hefur tekist að rækta vin í því sem áður var eyðimörk, skapa vænt umhverfi þar sem í stórum dráttum manneskja og umhverfi hafa átt ágæta samleið, þar sem tekist hefur með samstöðu íbúa að losa sig við t.d. hrikalega lyktarmengandi iðnað sem lengi vel var mikill akkilesarhæll íbúabyggðar bæði hvað varðaði vöxt og vellíðan, staður sem byggðist upp á matvælaframleiðslu og var á þeirri vegferð í stækkandi, fjölbreyttari og nútímalegri mynd … að ég hélt. Þorp er í eðli sínu lítið, það þýðir að hafnar- og iðnaðarsvæði eru í flestum tilfellum í bakgarðinum hjá íbúum þess. Þess vegna er enn þá viðkvæmara en ella að planta niður alls konar ósóma þar (reyndar alltaf slæmt). Ég bý í elsta hluta þorpsins þó ekki næst höfn og iðnaði, samt eru ekki nema 500 metrar í loftlínu yfir í núverandi vikurhauga og það verður ekki nema u.þ.b. kílómetri að fyrirhugaðri uppbyggingu Heidelberg sem spannar svæðið frá Hafnarvegi að golfvelli (suður-norður) og frá Skötubót að tollsvæði Smyriline (austur-vestur). Þetta er ekkert smá flæmi fyrir svona hroða eða 49.000 fermetrar. Upp við og ofan í útivistarperlum… Hér má sjá það svæði sem úthlutað hefur verið til Heidelberg, svæði sem vissulega er ætlaði iðnaði en ég held að flestir hafi nú séð fyrir sér fjölbreyttari iðnað og ekki öll eggin í sömu körfu.Ágústa Ragnarsdóttir Mér verður bókstaflega ómótt af tilhugsuninni einni saman um að þessar þessar hugmyndir verði að veruleika. Þetta er svo firrt í alla staði, bæði á stórum og smáum skala, út frá þorpinu, nærumhverfi þess, landinu, Jörðinni. Út frá manneskju og náttúru, út frá fjölbreytileika mannlífs þorpsins, út frá lífsgæðum, út frá vegakerfi, út frá loftslagsmálum. Og að reyna að klessa „grænum miða“ á svona framkvæmdir er algjört lýðsskrum framkvæmdaaðila, trix sem er velþekkt um allan heim. Þið kæru sveitungar sem sitjið í Skipulags- og umverfisnefnd Ölfuss annars vegar og kvittuðu undir m.a. þetta á fundi þann 21. júlí sl.: Á fyrrgreindum forsendum (sem var útlisting á því hversu frábært nýsköpunarverkefni þetta er á sviði loftlagsmála) sækir fyrirtækið ( Heidelberg Cement Pozzolanic Materials (HPM) ehf.) um lóðirnar Hafnarvegur 3, 5, 7 Austurbakki 1, 2, 3, 4, 6 Hafnarbakki 14, 16, 18 og Bakki 2. Nefndin fagnar þeim stórtæku áformum sem lýst er og samþykkir fyrir sitt leyti að úthluta tilgreindum lóðum á fyrrgreindum forsendum …“ o.s.frv. og í Bæjarráði Ölfuss hins vegar sem á fundi sínum þann 4. ágúst staðfesti þennan gjörning (Bæjarstjórnin hefur ekki fundað síðan 9. júní) – ég vil minna á að það má skipta um skoðun og mikið innilega vona ég að sem flest ykkar gerið það og það sé ekki of seint. Því af hverju að gefa vilyrði fyrir lóðum og festa þær þannig ef hlutirnir eru ekki komnir á ákveðinn stað í ferlinu? Með von um að það verði áfram búandi í þorpinu mínu. Höfundur er íbúi í Þorlákshöfn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ölfus Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Elsku Þorlákshöfnin mín, fallega þorpið mitt þar sem hefur tekist að rækta vin í því sem áður var eyðimörk, skapa vænt umhverfi þar sem í stórum dráttum manneskja og umhverfi hafa átt ágæta samleið, þar sem tekist hefur með samstöðu íbúa að losa sig við t.d. hrikalega lyktarmengandi iðnað sem lengi vel var mikill akkilesarhæll íbúabyggðar bæði hvað varðaði vöxt og vellíðan, staður sem byggðist upp á matvælaframleiðslu og var á þeirri vegferð í stækkandi, fjölbreyttari og nútímalegri mynd … að ég hélt. Þorp er í eðli sínu lítið, það þýðir að hafnar- og iðnaðarsvæði eru í flestum tilfellum í bakgarðinum hjá íbúum þess. Þess vegna er enn þá viðkvæmara en ella að planta niður alls konar ósóma þar (reyndar alltaf slæmt). Ég bý í elsta hluta þorpsins þó ekki næst höfn og iðnaði, samt eru ekki nema 500 metrar í loftlínu yfir í núverandi vikurhauga og það verður ekki nema u.þ.b. kílómetri að fyrirhugaðri uppbyggingu Heidelberg sem spannar svæðið frá Hafnarvegi að golfvelli (suður-norður) og frá Skötubót að tollsvæði Smyriline (austur-vestur). Þetta er ekkert smá flæmi fyrir svona hroða eða 49.000 fermetrar. Upp við og ofan í útivistarperlum… Hér má sjá það svæði sem úthlutað hefur verið til Heidelberg, svæði sem vissulega er ætlaði iðnaði en ég held að flestir hafi nú séð fyrir sér fjölbreyttari iðnað og ekki öll eggin í sömu körfu.Ágústa Ragnarsdóttir Mér verður bókstaflega ómótt af tilhugsuninni einni saman um að þessar þessar hugmyndir verði að veruleika. Þetta er svo firrt í alla staði, bæði á stórum og smáum skala, út frá þorpinu, nærumhverfi þess, landinu, Jörðinni. Út frá manneskju og náttúru, út frá fjölbreytileika mannlífs þorpsins, út frá lífsgæðum, út frá vegakerfi, út frá loftslagsmálum. Og að reyna að klessa „grænum miða“ á svona framkvæmdir er algjört lýðsskrum framkvæmdaaðila, trix sem er velþekkt um allan heim. Þið kæru sveitungar sem sitjið í Skipulags- og umverfisnefnd Ölfuss annars vegar og kvittuðu undir m.a. þetta á fundi þann 21. júlí sl.: Á fyrrgreindum forsendum (sem var útlisting á því hversu frábært nýsköpunarverkefni þetta er á sviði loftlagsmála) sækir fyrirtækið ( Heidelberg Cement Pozzolanic Materials (HPM) ehf.) um lóðirnar Hafnarvegur 3, 5, 7 Austurbakki 1, 2, 3, 4, 6 Hafnarbakki 14, 16, 18 og Bakki 2. Nefndin fagnar þeim stórtæku áformum sem lýst er og samþykkir fyrir sitt leyti að úthluta tilgreindum lóðum á fyrrgreindum forsendum …“ o.s.frv. og í Bæjarráði Ölfuss hins vegar sem á fundi sínum þann 4. ágúst staðfesti þennan gjörning (Bæjarstjórnin hefur ekki fundað síðan 9. júní) – ég vil minna á að það má skipta um skoðun og mikið innilega vona ég að sem flest ykkar gerið það og það sé ekki of seint. Því af hverju að gefa vilyrði fyrir lóðum og festa þær þannig ef hlutirnir eru ekki komnir á ákveðinn stað í ferlinu? Með von um að það verði áfram búandi í þorpinu mínu. Höfundur er íbúi í Þorlákshöfn.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar