Barcelona þarf að selja leikmenn til að mega skrá Kounde Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. ágúst 2022 22:45 Jules Kounde getur að öllum líkindum ekki tekið þátt í leik Barcelona gegn Real Sociedad á morgun. David S. Bustamante/Soccrates/Getty Images Xavi, knattspyrnustjóri Barcelona, segir að félagið þurfi að selja leikmenn til að geta skráð nýjasta leikmann liðsins, Jules Kounde. Kounde gekk í raðir Barcelona í síðasta mánuði fyrir um það bil 42 milljónir punda. Hann hefur hins vegar ekki enn fengið að spila með liðinu þar sem Börsungar þurfa að rétta úr fjárhagskútnum áður en þeir geta skráð hann í leikmannahópinn. Þrátt fyrir erfiða fjárhagsstöðu tóks Barcelona að eyða himinháum fjárhæðum í leikmenn í sumar. Liðið hefur þó verið í stökustu vandræðum með að koma þessum leikmönnum í liðið, en félagið rétt náði að skrá fjóra leikmenn í leikmannahópinn í tæka tíð fyrir fyrsta leik tímabilsins. „Eins og staðan er núna þá vitum við ekki neitt. Við erum bara í biðstöðu,“ sagði Xavi um málið. „Við erum bara að bíða. Kounde er frábær leiðtogi og frábær leikmaður. Vonandi sýnir hann okkur það bráðum - vonandi á morgun, ef hann má spila,“ bætti Xavi við, en Barcelona mætir Real Sociedad í spænsku úrvalsdeildinni á morgun. „Hann er búinn að æfa vel og ég sé það á honum að honum líður vel. En við verðum að selja leikmenn svo við getum skráð hann.“ Nokkrir leikmenn Barcelona hafa verið orðaðir við brottför frá félaginu og því er ekki ólíklegt að liðið nái að koma Kounde inn í hópinn fyrir mánaðarlok. Pierre-Emerick Aubameyang hefur til að ynda verið orðaður við Chelsea og Memphis Depay hefur einnig verið orðaður við brottför. „Félagsskiptaglugginn lokar 31. ágúst og við vitum ekki hvað mun gerast. Auba og Mamphis eru ennþá hérna þannig að við munum nota þá á morgun. En það er forgangsatriði að ná að skrá Kounde,“ sagði Xavi að lokum. Spænski boltinn Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Fleiri fréttir Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Sjá meira
Kounde gekk í raðir Barcelona í síðasta mánuði fyrir um það bil 42 milljónir punda. Hann hefur hins vegar ekki enn fengið að spila með liðinu þar sem Börsungar þurfa að rétta úr fjárhagskútnum áður en þeir geta skráð hann í leikmannahópinn. Þrátt fyrir erfiða fjárhagsstöðu tóks Barcelona að eyða himinháum fjárhæðum í leikmenn í sumar. Liðið hefur þó verið í stökustu vandræðum með að koma þessum leikmönnum í liðið, en félagið rétt náði að skrá fjóra leikmenn í leikmannahópinn í tæka tíð fyrir fyrsta leik tímabilsins. „Eins og staðan er núna þá vitum við ekki neitt. Við erum bara í biðstöðu,“ sagði Xavi um málið. „Við erum bara að bíða. Kounde er frábær leiðtogi og frábær leikmaður. Vonandi sýnir hann okkur það bráðum - vonandi á morgun, ef hann má spila,“ bætti Xavi við, en Barcelona mætir Real Sociedad í spænsku úrvalsdeildinni á morgun. „Hann er búinn að æfa vel og ég sé það á honum að honum líður vel. En við verðum að selja leikmenn svo við getum skráð hann.“ Nokkrir leikmenn Barcelona hafa verið orðaðir við brottför frá félaginu og því er ekki ólíklegt að liðið nái að koma Kounde inn í hópinn fyrir mánaðarlok. Pierre-Emerick Aubameyang hefur til að ynda verið orðaður við Chelsea og Memphis Depay hefur einnig verið orðaður við brottför. „Félagsskiptaglugginn lokar 31. ágúst og við vitum ekki hvað mun gerast. Auba og Mamphis eru ennþá hérna þannig að við munum nota þá á morgun. En það er forgangsatriði að ná að skrá Kounde,“ sagði Xavi að lokum.
Spænski boltinn Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Fleiri fréttir Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Sjá meira