Alþjóðafimleikasambandið, FIG, staðfesti sæti Valgarðs nú dag, mánudag.
Valgarð sankaði alls að sér 77.098 stigum á Evrópumótinu sem þýddi að hann lauk leik í 42. sæti í fjölþrautarkeppninni. Hann er þar með 12. fjölþrautarkeppandinn sem vinnur sér inn sæti á HM.
Áður höfðu þær Thelma Aðalsteinsdóttir og Hildur Maja Guðmundsdóttir tryggt sér sæti á HM með góðum árangri á EM.