Laura Whitmore segir skilið við Love Island Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. ágúst 2022 23:14 Laura Whitmore hyggst snúa sér að öðrum verkefnum í haust. Getty/David M. Benett Laura Whitmore, stjórnandi og kynnir hins gífurvinsæla stefnumótaþáttar Love Island, hefur ákveðið að leita á ný mið og segja skilið við þáttinn. Whitmore hefur verið kynnir þáttarins undanfarin tvö ár. Þetta tilkynnti Whitmore á Instagram en hún skrifar í færslunni að ákveðnir hlutir í framleiðsluferlinu hafi reynst henni mjög erfiðir. Aðeins nokkrar vikur eru síðan síðasta sería þáttanna kláraðist. „Smá fréttir!“ skrifar Whitmore í færslunni. „Ég verð ekki kynnir næstu seríu Love Island. Ákveðnir þættir í framleiðsluferlinu hafa verið mér mjög erfiðir en þeim er ekki hægt að breyta vegna eðlis þáttanna, til dæmis að þurfa að fljúga fram og til baka frá Suður-Afríku samhliða öðrum verkefnum mínum,“ skrifar Whitmore. „Ég vildi að ég gæti haldið áfram en bara svo þið vitið þá eruð þið í öruggum höndum. Ætlun mín var aðeins að koma inn fyrir Caroline í eina seríu sem varð að þremur. Ég vona að ég hafi gert þig stolta Caroline.“ View this post on Instagram A post shared by Laura (@thewhitmore) Whitmore gekk til liðs við þættina tímabundið eftir að Caroline Flack, sem áður var kynnir þeirra, var handtekin ákærð fyrir að beita maka sinn ofbeldi. Eftir að Flack féll fyrir eigin hendi árið 2020 lengdist dvöl Whitmore í þáttunum. Whitmore tilkynnti nýlega að hún muni stíga á leiksviðið í West End í september þegar sýningin 2:22 A Ghost Story verður sett þar upp. ITV2, sjónvarpsstöðin sem framleiðir Love Island, þakkar Whitmore fyrir samveruna í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum og bætir við að framleiðendur virði ákvörðun hennar. Þeir hlakki til að sjá hana í öðrum verkefnum hjá ITV2. Nýjasta sería Love Island var gríðarlega vinsæl og horfðu meira en 3,4 milljónir manna á lokaþáttinn, en fleiri hafa ekki fylgst með þáttunum síðan 2019. ITV greindi þá frá því að horft hafi verið á nýjustu seríuna oftar en 250 milljón sinnum á streymisveitu ITV. Love Island mun snúa aftur á sjónvarpsskjáinn í byrjun næsta árs. Bíó og sjónvarp Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Þetta tilkynnti Whitmore á Instagram en hún skrifar í færslunni að ákveðnir hlutir í framleiðsluferlinu hafi reynst henni mjög erfiðir. Aðeins nokkrar vikur eru síðan síðasta sería þáttanna kláraðist. „Smá fréttir!“ skrifar Whitmore í færslunni. „Ég verð ekki kynnir næstu seríu Love Island. Ákveðnir þættir í framleiðsluferlinu hafa verið mér mjög erfiðir en þeim er ekki hægt að breyta vegna eðlis þáttanna, til dæmis að þurfa að fljúga fram og til baka frá Suður-Afríku samhliða öðrum verkefnum mínum,“ skrifar Whitmore. „Ég vildi að ég gæti haldið áfram en bara svo þið vitið þá eruð þið í öruggum höndum. Ætlun mín var aðeins að koma inn fyrir Caroline í eina seríu sem varð að þremur. Ég vona að ég hafi gert þig stolta Caroline.“ View this post on Instagram A post shared by Laura (@thewhitmore) Whitmore gekk til liðs við þættina tímabundið eftir að Caroline Flack, sem áður var kynnir þeirra, var handtekin ákærð fyrir að beita maka sinn ofbeldi. Eftir að Flack féll fyrir eigin hendi árið 2020 lengdist dvöl Whitmore í þáttunum. Whitmore tilkynnti nýlega að hún muni stíga á leiksviðið í West End í september þegar sýningin 2:22 A Ghost Story verður sett þar upp. ITV2, sjónvarpsstöðin sem framleiðir Love Island, þakkar Whitmore fyrir samveruna í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum og bætir við að framleiðendur virði ákvörðun hennar. Þeir hlakki til að sjá hana í öðrum verkefnum hjá ITV2. Nýjasta sería Love Island var gríðarlega vinsæl og horfðu meira en 3,4 milljónir manna á lokaþáttinn, en fleiri hafa ekki fylgst með þáttunum síðan 2019. ITV greindi þá frá því að horft hafi verið á nýjustu seríuna oftar en 250 milljón sinnum á streymisveitu ITV. Love Island mun snúa aftur á sjónvarpsskjáinn í byrjun næsta árs.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira