Blóðgaði Ólaf en telur „margar ástæður“ fyrir rauða spjaldinu Sindri Sverrisson skrifar 23. ágúst 2022 10:01 Kian Williams kíkir undir takkaskóna eftir að hafa brotið á Ólafi Guðmundssyni sem lá eftir. Ólafur hélt áfram leik en var með höfuðið vafið í sárabindum. Stöð 2 Sport Kian Williams, leikmaður Keflavíkur, var enn harður á því eftir leikinn við FH í Bestu deildinni í gærkvöld að hann hefði ekki átt að fá rautt spjald. Hann gaf í skyn að dómari leiksins hefði haft fleiri ástæður til að lyfta rauða spjaldinu en aðeins þá að fara eftir reglum. Williams fékk rauða spjaldið eftir aðeins nokkurra mínútna leik í gær og eftirleikurinn var auðveldur fyrir FH-inga sem unnu afar kærkominn 3-0 sigur. Hann var rekinn af velli fyrir að fara með sólann á undan sér í andlit Ólafs Guðmundssonar, varnarmanns FH, sem blóðgaðist við það en atvikið má sjá hér að neðan. Klippa: Kian Williams rekinn af velli Eftir leik tók Williams til skrifta en vildi þó greinilega skrifa meira en hann gerði um ákvörðun Péturs Guðmundssonar dómara. „Það eru margar ástæður sem ég tel að geti valdið þessari ákvörðun dómarans en það er best að ég haldi munninum lokuðum,“ skrifaði Williams og því erfitt að segja nánar til um hvað hann var að gefa í skyn. Hér að neðan má sjá skrif hans í heild og lauslega þýðingu blaðamanns. Kian Williams birti eftirfarandi skrif á Twitter eftir tap Keflavíkur gegn FH í gærkvöld.Skjáskot/@kpjwilliams7 „Til að byrja með vil ég biðja Ólaf afsökunar en ég ræddi við hann eftir leik til að ganga úr skugga um að það væri í lagi með hann. Ég ætlaði aldrei að meiða neinn og ég held að allir sjái það skýrt. Ég vil einnig biðja liðsfélaga mína og stuðningsmenn afsökunar á að vera rekinn af velli því þannig skildi ég okkur eftir í brekku og mér líður svo illa yfir því. Að sama skapi er ég mjög svekktur því ég tel ekki að þetta hafi verið rautt spjald… flestir myndu taka undir það. Það eru margar ástæður sem ég tel að geti valdið þessari ákvörðun dómarans en það er best að ég haldi munninum lokuðum. Í staðinn vil ég bara biðja liðsfélaga mína, starfsliðið og stuðningsmenn aftur afsökunar. Næsti leikur. Áfram Keflavík.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir Úlfur: Búinn að vinna Keflavík með bæði FH og Njarðvík FH vann sannfærandi 3-0 sigur á Keflavík. Þetta var fyrsti sigur FH-inga í Bestu deildinni síðan í 6. umferð. Úlfur Ágúst Björnsson, leikmaður FH, skoraði tvö mörk og var í skýjunum eftir leik. 22. ágúst 2022 20:30 Umfjöllun,viðtöl og myndir: FH-Keflavík 3-0| Endurreisn FH hófst á sigri Fyrir leikinn blésu FH-ingar í herlúðra. Boðið var meðal annars frítt á völlinn og var þetta leikurinn sem FH átti að snúa blaðinu við. Keflavík missti mann af velli á 6. mínútu. Einum fleiri skoruðu FH-ingar tvö mörk í fyrri hálfleik.Úlfur Ágúst Björnsson gerði þriðja mark FH í síðari hálfleik og gulltryggði fyrsta sigur Eiðs Smára í Bestu deildinni. 22. ágúst 2022 20:40 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Fleiri fréttir ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Sjá meira
Williams fékk rauða spjaldið eftir aðeins nokkurra mínútna leik í gær og eftirleikurinn var auðveldur fyrir FH-inga sem unnu afar kærkominn 3-0 sigur. Hann var rekinn af velli fyrir að fara með sólann á undan sér í andlit Ólafs Guðmundssonar, varnarmanns FH, sem blóðgaðist við það en atvikið má sjá hér að neðan. Klippa: Kian Williams rekinn af velli Eftir leik tók Williams til skrifta en vildi þó greinilega skrifa meira en hann gerði um ákvörðun Péturs Guðmundssonar dómara. „Það eru margar ástæður sem ég tel að geti valdið þessari ákvörðun dómarans en það er best að ég haldi munninum lokuðum,“ skrifaði Williams og því erfitt að segja nánar til um hvað hann var að gefa í skyn. Hér að neðan má sjá skrif hans í heild og lauslega þýðingu blaðamanns. Kian Williams birti eftirfarandi skrif á Twitter eftir tap Keflavíkur gegn FH í gærkvöld.Skjáskot/@kpjwilliams7 „Til að byrja með vil ég biðja Ólaf afsökunar en ég ræddi við hann eftir leik til að ganga úr skugga um að það væri í lagi með hann. Ég ætlaði aldrei að meiða neinn og ég held að allir sjái það skýrt. Ég vil einnig biðja liðsfélaga mína og stuðningsmenn afsökunar á að vera rekinn af velli því þannig skildi ég okkur eftir í brekku og mér líður svo illa yfir því. Að sama skapi er ég mjög svekktur því ég tel ekki að þetta hafi verið rautt spjald… flestir myndu taka undir það. Það eru margar ástæður sem ég tel að geti valdið þessari ákvörðun dómarans en það er best að ég haldi munninum lokuðum. Í staðinn vil ég bara biðja liðsfélaga mína, starfsliðið og stuðningsmenn aftur afsökunar. Næsti leikur. Áfram Keflavík.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir Úlfur: Búinn að vinna Keflavík með bæði FH og Njarðvík FH vann sannfærandi 3-0 sigur á Keflavík. Þetta var fyrsti sigur FH-inga í Bestu deildinni síðan í 6. umferð. Úlfur Ágúst Björnsson, leikmaður FH, skoraði tvö mörk og var í skýjunum eftir leik. 22. ágúst 2022 20:30 Umfjöllun,viðtöl og myndir: FH-Keflavík 3-0| Endurreisn FH hófst á sigri Fyrir leikinn blésu FH-ingar í herlúðra. Boðið var meðal annars frítt á völlinn og var þetta leikurinn sem FH átti að snúa blaðinu við. Keflavík missti mann af velli á 6. mínútu. Einum fleiri skoruðu FH-ingar tvö mörk í fyrri hálfleik.Úlfur Ágúst Björnsson gerði þriðja mark FH í síðari hálfleik og gulltryggði fyrsta sigur Eiðs Smára í Bestu deildinni. 22. ágúst 2022 20:40 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Fleiri fréttir ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Sjá meira
Úlfur: Búinn að vinna Keflavík með bæði FH og Njarðvík FH vann sannfærandi 3-0 sigur á Keflavík. Þetta var fyrsti sigur FH-inga í Bestu deildinni síðan í 6. umferð. Úlfur Ágúst Björnsson, leikmaður FH, skoraði tvö mörk og var í skýjunum eftir leik. 22. ágúst 2022 20:30
Umfjöllun,viðtöl og myndir: FH-Keflavík 3-0| Endurreisn FH hófst á sigri Fyrir leikinn blésu FH-ingar í herlúðra. Boðið var meðal annars frítt á völlinn og var þetta leikurinn sem FH átti að snúa blaðinu við. Keflavík missti mann af velli á 6. mínútu. Einum fleiri skoruðu FH-ingar tvö mörk í fyrri hálfleik.Úlfur Ágúst Björnsson gerði þriðja mark FH í síðari hálfleik og gulltryggði fyrsta sigur Eiðs Smára í Bestu deildinni. 22. ágúst 2022 20:40