Sjáðu mörkin: Langþráður sigur FH, aukaspyrna Tryggva Hrafns og markaveisla í Breiðholti Valur Páll Eiríksson skrifar 23. ágúst 2022 10:30 FH-ingar fagna seinna marki Úlfs Ágústs sem gerði endanlega út um leikinn. Vísir/Diego Fjórtán mörk voru skoruð í þremur leikjum í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld. FH vann þar sinn fyrsta deildarsigur eftir þjálfaraskipti í júní, sjö mörk voru skoruð í Breiðholti og fjögurra marka jafntefli var í Víkinni. FH-ingar unnu loksins deildarsigur undir stjórn þeirra Eiðs Smára Guðjohnsen og Sigurvins Ólafssonar í níundu tilraun er Keflavík kom í heimsókn í Kaplakrika í gærkvöld. FH-ingar nýttu sér liðsmuninn eftir að Kian Williams var rekinn af velli snemma leiks. Ólafur Guðmundsson kom liðinu yfir um miðjan fyrri hálfleik áður en framherjinn ungi Úlfur Ágúst Björnsson tvöfaldaði forystuna á 32. mínútu. Úlfur var svo aftur á ferðinni þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og innsiglaði 3-0 sigurinn. Klippa: Mörkin úr leik FH og Keflavíkur Zean Dalügge, sem kom á láni til Leiknis frá Frey Alexanderssyni og Lyngby fyrr í sumar, var hetja Breiðhyltinga er þeir tóku á móti KR. Daði Bærings Halldórsson kom Leikni þar yfir snemma leiks áður en sitt hvort sjálfsmarkið þýddi að staðan var 2-1 fyrir heimamenn í hléi. Emil Berger kom Leikni í 3-1 á 66. mínútu en mörk frá Kjartani Henry Finnbogassyni og Kristni Jónssyni á þriggja mínútna kafla seint í leiknum jöfnuðu leikinn fyrir KR, 3-3. Fjórum mínútum eftir jöfnunarmark Kristins komst Dalügge hins vegar í gegn og tryggði Leikni 4-3 sigur með laglegri afgreiðslu. Sigurinn er sérstaklega mikilvægur fyrir Leiknismenn í ljósi þess að bæði ÍA og FH unnu sína leiki í umferðinni og baráttan um fall herðist enn. Klippa: Mörkin úr leik Leiknis og KR Breiðablik varð fyrsta liðið til að fagna sigri gegn Fram á nýjum velli þeirra í Úlfarsárdal í gærkvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Sölvi Snær Guðbjargarson liðinu í forystu á 56. mínútu og þá innsiglaði Höskuldur Gunnlaugsson 2-0 sigur liðsins seint í leiknum eftir að Fram hafði misst mann af velli með rautt spjald. Blikar eru þá með sex stiga forskot á toppi deildarinnar, á undan KA sem er í öðru sæti. Klippa: Mörkin úr leik Fram og Breiðabliks Víkingur hefur misst KA fram úr sér þar sem liðið missti niður tveggja marka forystu gegn Val til að gera fjórða jafntefli sitt í deildinni í gær. Helgi Guðjónsson og Kyle McLagan komu Víkingi í 2-0 með mörkum á sjö mínútna kafla um miðjan hálfleikinn. Tryggvi Hrafn Haraldsson minnkaði muninn á 39. mínútu með laglegu aukaspyrnumarki, en hann var að skora úr aukaspyrnu annan deildarleikinn í röð. Sjálfsmark Olivers Ekroth þýddi þá að leiknum lauk 2-2 og er Víkingur nú með 32 stig í þriðja sæti, tíu frá toppliði Blika og fjórum frá KA í öðru sætinu. Valur er með 31 stig sæti neðar. Klippa: Mörkin úr leik Víkings og Vals Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla FH Keflavík ÍF Leiknir Reykjavík KR Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
FH-ingar unnu loksins deildarsigur undir stjórn þeirra Eiðs Smára Guðjohnsen og Sigurvins Ólafssonar í níundu tilraun er Keflavík kom í heimsókn í Kaplakrika í gærkvöld. FH-ingar nýttu sér liðsmuninn eftir að Kian Williams var rekinn af velli snemma leiks. Ólafur Guðmundsson kom liðinu yfir um miðjan fyrri hálfleik áður en framherjinn ungi Úlfur Ágúst Björnsson tvöfaldaði forystuna á 32. mínútu. Úlfur var svo aftur á ferðinni þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og innsiglaði 3-0 sigurinn. Klippa: Mörkin úr leik FH og Keflavíkur Zean Dalügge, sem kom á láni til Leiknis frá Frey Alexanderssyni og Lyngby fyrr í sumar, var hetja Breiðhyltinga er þeir tóku á móti KR. Daði Bærings Halldórsson kom Leikni þar yfir snemma leiks áður en sitt hvort sjálfsmarkið þýddi að staðan var 2-1 fyrir heimamenn í hléi. Emil Berger kom Leikni í 3-1 á 66. mínútu en mörk frá Kjartani Henry Finnbogassyni og Kristni Jónssyni á þriggja mínútna kafla seint í leiknum jöfnuðu leikinn fyrir KR, 3-3. Fjórum mínútum eftir jöfnunarmark Kristins komst Dalügge hins vegar í gegn og tryggði Leikni 4-3 sigur með laglegri afgreiðslu. Sigurinn er sérstaklega mikilvægur fyrir Leiknismenn í ljósi þess að bæði ÍA og FH unnu sína leiki í umferðinni og baráttan um fall herðist enn. Klippa: Mörkin úr leik Leiknis og KR Breiðablik varð fyrsta liðið til að fagna sigri gegn Fram á nýjum velli þeirra í Úlfarsárdal í gærkvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Sölvi Snær Guðbjargarson liðinu í forystu á 56. mínútu og þá innsiglaði Höskuldur Gunnlaugsson 2-0 sigur liðsins seint í leiknum eftir að Fram hafði misst mann af velli með rautt spjald. Blikar eru þá með sex stiga forskot á toppi deildarinnar, á undan KA sem er í öðru sæti. Klippa: Mörkin úr leik Fram og Breiðabliks Víkingur hefur misst KA fram úr sér þar sem liðið missti niður tveggja marka forystu gegn Val til að gera fjórða jafntefli sitt í deildinni í gær. Helgi Guðjónsson og Kyle McLagan komu Víkingi í 2-0 með mörkum á sjö mínútna kafla um miðjan hálfleikinn. Tryggvi Hrafn Haraldsson minnkaði muninn á 39. mínútu með laglegu aukaspyrnumarki, en hann var að skora úr aukaspyrnu annan deildarleikinn í röð. Sjálfsmark Olivers Ekroth þýddi þá að leiknum lauk 2-2 og er Víkingur nú með 32 stig í þriðja sæti, tíu frá toppliði Blika og fjórum frá KA í öðru sætinu. Valur er með 31 stig sæti neðar. Klippa: Mörkin úr leik Víkings og Vals Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla FH Keflavík ÍF Leiknir Reykjavík KR Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira