Besta upphitun fyrir 14. umferð: Mælir með því fyrir alla unga þjálfara að fara út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2022 12:31 Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir er ánægð með lífið á Selfossi. S2 Sport Tveir leikir fara fram í fjórtándu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í kvöld og af því tilefni þá fékk Helena Ólafsdóttir góða gesti til sín í myndver Bestu markanna. Besta upphitunin er nú komin inn á Vísi. Tveir fulltrúar Selfossliðsins, aðstoðarþjálfarinn Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og fyrirliðinn Unnur Dóra Bergsdóttir, voru gestir Helenu í upphitun fyrir fjórtándu umferðina. Í kvöld tekur Þór/KA á móti Þrótti R. og Stjarnan fær Aftureldingu í heimsókn. Á morgun er síðan leikur Keflavíkur og Selfoss. Leikjum Vals og Breiðabliks í umferðinni, sem voru að taka þátt í Evrópukeppni, var frestað fram í september. „Ég fékk liðsmenn frá Selfossi með mér í dag. Það var umferð en þær skiluðu sér,“ sagði Helena Ólafsdóttir. Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir var um tíma einn af spekingum markaþáttar efstu deildar kvenna á Stöð 2 Sport áður en hún elti þjálfaradrauminn sinn til Svíþjóðar. Bára Kristbjörg er nú komin heim eftir að hafa þjálfað hjá Kristianstad í Svíþjóð og hún sagði frá upplifun sinni þaðan. Hjá Kristianstad vann hún mikið með Elísabetu Gunnarsdóttur og Birni Sigurbjörnssyni, núverandi þjálfara Selfoss. Klippa: Besta upphitunin fyrir 14. umferð: Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og Unnur Dóra Bergsdóttir „Mér fannst ég læra ótrúlega mikið. Ég þekkti þau aðeins síðan að ég var kjúklingur í Val sjálf. Allt öðruvísi að vinna með þeim í dag heldur en þá. Þau eru búin að ná sér í ótrúlega mikla reynslu og bæði ótrúlega fær í því sem þau gera,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir. „Það var geggjað að fá að fara út og líka bara önnur fótboltamenning. Að sjá hvernig Svíarnir byggja upp sitt og hvað þeir gera vel. Þetta var ógeðslega mikill skóli. Ég myndi mæla með því fyrir alla unga þjálfara að fara út og sækja sér reynslu. Það gefur þér aðra sýn,“ sagði Bára. Björn Sigurbjörnsson tók við sem þjálfari Selfoss þetta tímabil og Bára verður aðstoðarþjálfari hans. „Ég var með möguleika á því að vera áfram úti og var líka með aðra möguleika hérna heima. Svo þegar það kemur upp úr krafsinu að Bjössi sé að fara á Selfoss þá var ég farin að hugsa um að flytja heim. Þá náðum við að samtvinna þetta þannig að ég gæti farið með honum,“ sagði Bára. „Mér finnst það alveg gott að því leytinu til að við getum haldið áfram því samstarfi sem við áttum úti og byggt ofan á það sem við vorum að gera þar,“ sagði Bára. „Það er ótrúlega fínt að búa á Selfossi og kemur á óvart,“ sagði Bára í léttum tón. „Það er geggjað og ótrúlega svipað og að vera upp á Skaga sem ég þekki mjög vel. Kannski aðeins meira félagslegt. Það er mikil uppbygging í gangi og skemmtilegt bæjarfélag,“ sagði Bára. Það má horfa á allt viðtalið við Báru og Unni hér fyrir ofan sem og vangaveltur þeirra fyrir komandi umferð í Bestu deildinni. Besta deild kvenna UMF Selfoss Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira
Tveir fulltrúar Selfossliðsins, aðstoðarþjálfarinn Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og fyrirliðinn Unnur Dóra Bergsdóttir, voru gestir Helenu í upphitun fyrir fjórtándu umferðina. Í kvöld tekur Þór/KA á móti Þrótti R. og Stjarnan fær Aftureldingu í heimsókn. Á morgun er síðan leikur Keflavíkur og Selfoss. Leikjum Vals og Breiðabliks í umferðinni, sem voru að taka þátt í Evrópukeppni, var frestað fram í september. „Ég fékk liðsmenn frá Selfossi með mér í dag. Það var umferð en þær skiluðu sér,“ sagði Helena Ólafsdóttir. Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir var um tíma einn af spekingum markaþáttar efstu deildar kvenna á Stöð 2 Sport áður en hún elti þjálfaradrauminn sinn til Svíþjóðar. Bára Kristbjörg er nú komin heim eftir að hafa þjálfað hjá Kristianstad í Svíþjóð og hún sagði frá upplifun sinni þaðan. Hjá Kristianstad vann hún mikið með Elísabetu Gunnarsdóttur og Birni Sigurbjörnssyni, núverandi þjálfara Selfoss. Klippa: Besta upphitunin fyrir 14. umferð: Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og Unnur Dóra Bergsdóttir „Mér fannst ég læra ótrúlega mikið. Ég þekkti þau aðeins síðan að ég var kjúklingur í Val sjálf. Allt öðruvísi að vinna með þeim í dag heldur en þá. Þau eru búin að ná sér í ótrúlega mikla reynslu og bæði ótrúlega fær í því sem þau gera,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir. „Það var geggjað að fá að fara út og líka bara önnur fótboltamenning. Að sjá hvernig Svíarnir byggja upp sitt og hvað þeir gera vel. Þetta var ógeðslega mikill skóli. Ég myndi mæla með því fyrir alla unga þjálfara að fara út og sækja sér reynslu. Það gefur þér aðra sýn,“ sagði Bára. Björn Sigurbjörnsson tók við sem þjálfari Selfoss þetta tímabil og Bára verður aðstoðarþjálfari hans. „Ég var með möguleika á því að vera áfram úti og var líka með aðra möguleika hérna heima. Svo þegar það kemur upp úr krafsinu að Bjössi sé að fara á Selfoss þá var ég farin að hugsa um að flytja heim. Þá náðum við að samtvinna þetta þannig að ég gæti farið með honum,“ sagði Bára. „Mér finnst það alveg gott að því leytinu til að við getum haldið áfram því samstarfi sem við áttum úti og byggt ofan á það sem við vorum að gera þar,“ sagði Bára. „Það er ótrúlega fínt að búa á Selfossi og kemur á óvart,“ sagði Bára í léttum tón. „Það er geggjað og ótrúlega svipað og að vera upp á Skaga sem ég þekki mjög vel. Kannski aðeins meira félagslegt. Það er mikil uppbygging í gangi og skemmtilegt bæjarfélag,“ sagði Bára. Það má horfa á allt viðtalið við Báru og Unni hér fyrir ofan sem og vangaveltur þeirra fyrir komandi umferð í Bestu deildinni.
Besta deild kvenna UMF Selfoss Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira