Sigurlíkur Íslands tvisvar sinnum meiri í ár Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. ágúst 2022 10:14 Dýrið fjallar um sauðfjárbændurnar Maríu (Noomi Rapace) og Ingvar (Hilmir Snær Guðnason) sem búa í fögrum en afskekktum dal. Dýrið Fimm kvikmyndir eru tilnefndar til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2022 sem fagna 20 ára afmæli í ár. Dýrið í leikstjórn Valdimars Jóhannssonar er fulltrúi Íslands í ár og berst meðal annars um nafnbótina við Volaða land, kvikmynd í leikstjórn Hlyns Pálmasonar, sem er fulltrúi Danmerkur. Það er eðli máls samkvæmt ekki á hverju ári sem Ísland á fulltrúa í tveimur kvikmyndum af fimm sem tilnefndar eru til verðlaunanna. Segja má að líkurnar á því að Íslendingar geti fagnað verðlaunum í ár séu einstaklega miklar enda tvær af fimm kvikmyndum í leikstjórn Íslendinga. Hin eftirsóttu verðlaun voru fyrst afhent finnsku kvikmyndinni The Man Without A Past eftir Aki Kaurismäki árið 2002; en verðlaunin voru síðan fest í sessi árið 2005 og hafa síðan verið afhent árlega. Verðlaunin voru afhent Flee eftir Jonas Poher Rasmussen árið 2021. Á meðal verðlaunahafa síðastliðna áratugi eru meðal annars Roy Andersson, Josef Fares, Pernilla August, Lars von Trier, Thomas Vinterberg, Ruben Östlund og Joachim Trier. Íslenskar kvikmyndir sem hlotið hafa hin eftirsóttu verðlaun eru Hross í Oss árið 2014 og Kona fer í Stríð í leikstjórn Benedikts Erlingssonar árið 2018 og Fúsi í leikstjórn Dags Kára árið 2015. Ísland vann verðlaunin í fyrsta skipti árið 2014. Þetta er í þriðja skipti sem kvikmynd í leikstjórn Hlyns Pálmasonar er tilnefnd. Hann hlaut líka tilnefningu árið 2018 fyrir Vetrarbræður og ári síðar fyrir Hvítur, hvítur dagur. Í ár eru eru tilnefndar: Danmörk: Volaða Land / Godland Leikstjóri og handritshöfundur: Hlynur Pálmason Framleiðendur: Eva Jakobsen, Katrin Pors, Mikkel Jersin (Profile Pictures) og Anton Máni Svansson (Join Motion Pictures). Finnland: The Blind Man Who Did Not Want to See Titanic Leikstjóri og handritshöfundur: Teemu Nikki Framleiðandi: Jani Pösö (It’s Alive Films). Ísland: Dýrið / Lamb Leikstjóri: Valdimar Jóhannsson Handritshöfundar: Valdimar Jóhannsson og Sjón Framleiðendur: Hrönn Kristinsdóttir og Sara Nassim (Go to Sheep). Noregur: Versta manneskja í heimi / The Worst Person in the World Leiksstjóri: Joachim Trier Handritshöfundar: Eskil Vogt og Joachim Trier Framleiðendur: Thomas Robsahm og Andrea Berentsen Ottmar (Oslo Pictures). Svíþjóð: Clara Sola Leiksstjóri: Nathalie Álvarez Mesén Handritshöfundur: Maria Camila Arias og Nathalie Álvarez Mesén Framleiðandi: Nima Yousefi (HOBAB). Kvikmyndagerð á Íslandi Norðurlandaráð Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Dýrið með þrettán tilnefningar til Eddunnar Tilnefningar til Edduverðlaunanna 2022 voru tilkynntar í dag. Kvikmyndin Dýrið er tilnefnd til þrettán verðlauna og er því með flestar tilnefningar. 28. apríl 2022 14:46 Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Það er eðli máls samkvæmt ekki á hverju ári sem Ísland á fulltrúa í tveimur kvikmyndum af fimm sem tilnefndar eru til verðlaunanna. Segja má að líkurnar á því að Íslendingar geti fagnað verðlaunum í ár séu einstaklega miklar enda tvær af fimm kvikmyndum í leikstjórn Íslendinga. Hin eftirsóttu verðlaun voru fyrst afhent finnsku kvikmyndinni The Man Without A Past eftir Aki Kaurismäki árið 2002; en verðlaunin voru síðan fest í sessi árið 2005 og hafa síðan verið afhent árlega. Verðlaunin voru afhent Flee eftir Jonas Poher Rasmussen árið 2021. Á meðal verðlaunahafa síðastliðna áratugi eru meðal annars Roy Andersson, Josef Fares, Pernilla August, Lars von Trier, Thomas Vinterberg, Ruben Östlund og Joachim Trier. Íslenskar kvikmyndir sem hlotið hafa hin eftirsóttu verðlaun eru Hross í Oss árið 2014 og Kona fer í Stríð í leikstjórn Benedikts Erlingssonar árið 2018 og Fúsi í leikstjórn Dags Kára árið 2015. Ísland vann verðlaunin í fyrsta skipti árið 2014. Þetta er í þriðja skipti sem kvikmynd í leikstjórn Hlyns Pálmasonar er tilnefnd. Hann hlaut líka tilnefningu árið 2018 fyrir Vetrarbræður og ári síðar fyrir Hvítur, hvítur dagur. Í ár eru eru tilnefndar: Danmörk: Volaða Land / Godland Leikstjóri og handritshöfundur: Hlynur Pálmason Framleiðendur: Eva Jakobsen, Katrin Pors, Mikkel Jersin (Profile Pictures) og Anton Máni Svansson (Join Motion Pictures). Finnland: The Blind Man Who Did Not Want to See Titanic Leikstjóri og handritshöfundur: Teemu Nikki Framleiðandi: Jani Pösö (It’s Alive Films). Ísland: Dýrið / Lamb Leikstjóri: Valdimar Jóhannsson Handritshöfundar: Valdimar Jóhannsson og Sjón Framleiðendur: Hrönn Kristinsdóttir og Sara Nassim (Go to Sheep). Noregur: Versta manneskja í heimi / The Worst Person in the World Leiksstjóri: Joachim Trier Handritshöfundar: Eskil Vogt og Joachim Trier Framleiðendur: Thomas Robsahm og Andrea Berentsen Ottmar (Oslo Pictures). Svíþjóð: Clara Sola Leiksstjóri: Nathalie Álvarez Mesén Handritshöfundur: Maria Camila Arias og Nathalie Álvarez Mesén Framleiðandi: Nima Yousefi (HOBAB).
Kvikmyndagerð á Íslandi Norðurlandaráð Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Dýrið með þrettán tilnefningar til Eddunnar Tilnefningar til Edduverðlaunanna 2022 voru tilkynntar í dag. Kvikmyndin Dýrið er tilnefnd til þrettán verðlauna og er því með flestar tilnefningar. 28. apríl 2022 14:46 Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Dýrið með þrettán tilnefningar til Eddunnar Tilnefningar til Edduverðlaunanna 2022 voru tilkynntar í dag. Kvikmyndin Dýrið er tilnefnd til þrettán verðlauna og er því með flestar tilnefningar. 28. apríl 2022 14:46