Átta leikmenn sem ættu að skipta um félag: „Þá vantar svona fauta“ Sindri Sverrisson skrifar 23. ágúst 2022 13:37 Tryggvi Garðar Jónsson er á meðal leikmanna sem ættu að skipta um félag að mati Arnars Daða Arnarssonar. VÍSIR/VILHELM Handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson tók saman lista yfir átta leikmenn sem hann taldi að ættu helst að skipta um félag, nú þegar styttist í að Olís-deild karla í handbolta hefjist. Arnar Daði, sem er fyrrverandi þjálfari Gróttu, fjallaði um listann sinn í nýjasta þætti Handkastsins, sem hlusta má á hér að neðan eða á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Arnar taldi upp tvo Framara og tvo HK-inga, og einn leikmann úr Stjörnunni, Selfossi, Val og ÍR. Umræðan hefst eftir 55 mínútur af þættinum hér að neðan. Leikmennirnir á listanum eru þessir: 8. Aron Gauti Óskarsson, Fram „Það er algjör synd að hann sé í raun í Fram U, þriðji í róteringunni hægra megin sem örvhent skytta. Ég veit að hann hefur verið að glíma við meiðsli en þetta er klárlega leikmaður sem á að vera í annarri róteringu. Farðu í ÍR,“ sagði Arnar Daði. 7. Hrannar Eyjólfsson, Stjörnunni „Hergeir [Grímsson úr Selfossi] kemur þar inn svo mínútunum fækkar hjá Hrannari. Farðu bara í Aftureldingu. Aftureldingu vantar miðjumann. Hann gæti líka farið í ÍR. Ég held að ÍR vanti bara alla leikmenn,“ sagði Arnar Daði. 6. Jón Þórarinn Þorsteinsson, Selfossi „Jón Þórarinn er markmaður U20-landsliðsins. Hann var að byrja leiki á stórmótunum í sumar og í Ragnarsmótinu en svo eru Selfyssingar með Rasimas, og að ég held bæði Sölva og Alexander. Jón Þórarinn á bara að fara að spila. Liðið sem ég er með fyrir hann er ÍR. Siggi seðill, Sigurður Ingiberg, er hættur, með slitið krossband. Svo eru það Haukarnir. Aron Rafn verður ekkert með fyrir áramót út af meiðslum. Svo jafnvel Grótta, þar sem Einar Baldvin gæti fengið samkeppni,“ sagði Arnar Daði. 5. Tryggvi Garðar Jónsson, Val „Farðu bara í Aftureldingu, Selfoss, Gróttu eða ÍR. Þetta er skytta sem getur spilað þrist eða bakvörð í vörn. Eina er að maður veit að Valsararnir eru að fara í þessa Evrópukeppni og þar bætast við tíu leikir fyrir þá, svo ég trúi ekki öðru en að Snorri finni mínútur fyrir hann, en Tryggvi á að fara í stærra hlutverk. Hann er orðinn 19 ára og ég held að það myndi bara hjálpa honum að fara í annað umhverfi,“ sagði Arnar Daði og þeir Þorgrímur Smári Ólafsson og Stefán Árni Pálsson tóku undir. Kristján Ottó Hjálmsson er annar tveggja HK-inga á listanum.VÍSIR/VILHELM 4. Kristófer Andri Daðason, Fram „Hann er sonur varaformannsins. Aftureldingu vantar miðjumann. Ég sá Kristófer spila í Ragnarsmótinu og hann er örugglega þriðji í róteringunni,“ sagði Arnar Daði. 3. Pálmi Fannar Sigurðsson, HK „Ég væri til í að hann færi í Fram. Framara vantar varnarmann. Þá vantar svona fauta. Hann er gríðarlega sterkur og algjör synd að hann sé að spila í Grillinu í vetur,“ sagði Arnar Daði. 2. Kristján Ottó Hjálmsson, HK Sérfræðingarnir voru allir sammála um að þessi öflugi línumaður ætti klárlega að spila í efstu deild þrátt fyrir fall HK á síðustu leiktíð. „Það er bara skandall, einhver misskilningur… vantaði klausu hjá honum,“ sagði Þorgrímur Smári um þá staðreynd að Kristján yrði áfram í HK. „Ég veit að Valur hafði samband við hann í sumar og hann fór á fund með Gróttu en liðið sem hann ætti að fara í núna er Haukar. Hann var náttúrulega þar. Afturelding kæmi einnig til greina, nú þegar Þrándur er farinn,“ sagði Arnar Daði. 1. Kristján Orri Jóhannsson, ÍR „Besti leikmaður í Grillinu síðustu tvö ár, með ÍR og Kríunni. Örvhentur og getur spilað í skyttu og horni. Fínasti varnarmaður. Hraðaupphlaupsmaður. Vítaskytta. 29 ára,“ sagði Arnar Daði en svo virðist sem að Kristján Orri vilji halda sig í næstefstu deild og vera laus við álagið sem fylgi því að spila í efstu deild, og muni því ekki spila með ÍR áfram. „Það er algjör katastrófa að Kristján Orri sé að fara að taka sitt þriðja ár án þess að spila í deild þeirra bestu,“ sagði Arnar Daði. Sérfræðingurinn - @arnardadi valdi þrjá topp5 lista í þættinum í gær.- Besti félagaskipti sumarsins- Leikmenn sem ættu að finna sér nýtt lið- Nýliðarhttps://t.co/T6nedZ3QbB #Handkastið— Handkastið (@handkastid) August 23, 2022 Olís-deild karla Handkastið Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Sjá meira
Arnar Daði, sem er fyrrverandi þjálfari Gróttu, fjallaði um listann sinn í nýjasta þætti Handkastsins, sem hlusta má á hér að neðan eða á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Arnar taldi upp tvo Framara og tvo HK-inga, og einn leikmann úr Stjörnunni, Selfossi, Val og ÍR. Umræðan hefst eftir 55 mínútur af þættinum hér að neðan. Leikmennirnir á listanum eru þessir: 8. Aron Gauti Óskarsson, Fram „Það er algjör synd að hann sé í raun í Fram U, þriðji í róteringunni hægra megin sem örvhent skytta. Ég veit að hann hefur verið að glíma við meiðsli en þetta er klárlega leikmaður sem á að vera í annarri róteringu. Farðu í ÍR,“ sagði Arnar Daði. 7. Hrannar Eyjólfsson, Stjörnunni „Hergeir [Grímsson úr Selfossi] kemur þar inn svo mínútunum fækkar hjá Hrannari. Farðu bara í Aftureldingu. Aftureldingu vantar miðjumann. Hann gæti líka farið í ÍR. Ég held að ÍR vanti bara alla leikmenn,“ sagði Arnar Daði. 6. Jón Þórarinn Þorsteinsson, Selfossi „Jón Þórarinn er markmaður U20-landsliðsins. Hann var að byrja leiki á stórmótunum í sumar og í Ragnarsmótinu en svo eru Selfyssingar með Rasimas, og að ég held bæði Sölva og Alexander. Jón Þórarinn á bara að fara að spila. Liðið sem ég er með fyrir hann er ÍR. Siggi seðill, Sigurður Ingiberg, er hættur, með slitið krossband. Svo eru það Haukarnir. Aron Rafn verður ekkert með fyrir áramót út af meiðslum. Svo jafnvel Grótta, þar sem Einar Baldvin gæti fengið samkeppni,“ sagði Arnar Daði. 5. Tryggvi Garðar Jónsson, Val „Farðu bara í Aftureldingu, Selfoss, Gróttu eða ÍR. Þetta er skytta sem getur spilað þrist eða bakvörð í vörn. Eina er að maður veit að Valsararnir eru að fara í þessa Evrópukeppni og þar bætast við tíu leikir fyrir þá, svo ég trúi ekki öðru en að Snorri finni mínútur fyrir hann, en Tryggvi á að fara í stærra hlutverk. Hann er orðinn 19 ára og ég held að það myndi bara hjálpa honum að fara í annað umhverfi,“ sagði Arnar Daði og þeir Þorgrímur Smári Ólafsson og Stefán Árni Pálsson tóku undir. Kristján Ottó Hjálmsson er annar tveggja HK-inga á listanum.VÍSIR/VILHELM 4. Kristófer Andri Daðason, Fram „Hann er sonur varaformannsins. Aftureldingu vantar miðjumann. Ég sá Kristófer spila í Ragnarsmótinu og hann er örugglega þriðji í róteringunni,“ sagði Arnar Daði. 3. Pálmi Fannar Sigurðsson, HK „Ég væri til í að hann færi í Fram. Framara vantar varnarmann. Þá vantar svona fauta. Hann er gríðarlega sterkur og algjör synd að hann sé að spila í Grillinu í vetur,“ sagði Arnar Daði. 2. Kristján Ottó Hjálmsson, HK Sérfræðingarnir voru allir sammála um að þessi öflugi línumaður ætti klárlega að spila í efstu deild þrátt fyrir fall HK á síðustu leiktíð. „Það er bara skandall, einhver misskilningur… vantaði klausu hjá honum,“ sagði Þorgrímur Smári um þá staðreynd að Kristján yrði áfram í HK. „Ég veit að Valur hafði samband við hann í sumar og hann fór á fund með Gróttu en liðið sem hann ætti að fara í núna er Haukar. Hann var náttúrulega þar. Afturelding kæmi einnig til greina, nú þegar Þrándur er farinn,“ sagði Arnar Daði. 1. Kristján Orri Jóhannsson, ÍR „Besti leikmaður í Grillinu síðustu tvö ár, með ÍR og Kríunni. Örvhentur og getur spilað í skyttu og horni. Fínasti varnarmaður. Hraðaupphlaupsmaður. Vítaskytta. 29 ára,“ sagði Arnar Daði en svo virðist sem að Kristján Orri vilji halda sig í næstefstu deild og vera laus við álagið sem fylgi því að spila í efstu deild, og muni því ekki spila með ÍR áfram. „Það er algjör katastrófa að Kristján Orri sé að fara að taka sitt þriðja ár án þess að spila í deild þeirra bestu,“ sagði Arnar Daði. Sérfræðingurinn - @arnardadi valdi þrjá topp5 lista í þættinum í gær.- Besti félagaskipti sumarsins- Leikmenn sem ættu að finna sér nýtt lið- Nýliðarhttps://t.co/T6nedZ3QbB #Handkastið— Handkastið (@handkastid) August 23, 2022
Olís-deild karla Handkastið Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Sjá meira