„Þessi blessaða miðja er náttúrulega bara sorp“ Valur Páll Eiríksson skrifar 23. ágúst 2022 15:30 Weston McKennie fékk ekki háa einkunn fyrir sína frammistöðu í gærkvöld. Sportinfoto/DeFodi Images via Getty Images „Juventus bara heilluðu ekkert í öðrum leik tímabilsins,“ segir Árni Þórður Randversson í hlaðvarpinu Punktur og basta. Farið var yfir aðra umferðina ítölsku úrvalsdeildarinnar í þætti dagsins. 2. umferð Seríu A lauk í gær með tveimur leikjum. Roma vann þar 1-0 sigur á Cremonese og þá var Juventus ósannfærandi er það gerði markalaust jafntefli við Sampdoria á útivelli. Sampdoria hafa oft verið betur mannaðir og komu úrslitin því á óvart eftir sannfærandi 3-0 sigur Juventus á Sassuolo í fyrstu umferð, en liðið var þó án Ángel Di María sem fór mikinn í fyrsta leik. Juventus var til umræðu í hlaðvarpinu Punktur og basta sem fjallar um ítalska boltann. Þar var miðja liðsins sérstaklega gagnrýnd fyrir frammistöðuna gegn Sampdoria í gærkvöld. „Þetta er bara sama miðja og í fyrra,“ segir þáttastjórnandinn Þorgeir Logason. „Weston McKennie var þarna fremstur á miðjunni á bakvið Vlahovic og gaf honum engan stuðning,“ „Þessi blessaða miðja er náttúrulega bara sorp, á miðað við að þetta er Juventus, það er bara þannig. Rabiot, Locatelli og McKennie. Eini gæjinn sem gat búið eitthvað til var Kostic en hann er náttúrulega bara að koma sér inn í þetta, þetta var annar leikurinn hans og hann kom bara rétt fyrir fyrsta leikinn,“ segir Árni Þórður. Alltaf byrjar McKennie Eðli málsins samkvæmt gekk illa hjá Juventus að byggja upp sóknir þar sem miðjumenn liðsins voru úr takti. „Það var enginn að tengja einhvern veginn, bæði út frá miðjunni og á köntunum. Þetta var sjokkerandi hjá Juventus,“ segir Þorgeir. Björn Már Ólafsson tók undir og bendir á að Juventus hafi ekkert fundið framherjann Dusan Vlahovic í fyrri hálfleik leiksins. „Já, var ekki talað um að Vlahovic hafi átt þrjár snertingar í fyrri hálfleik? Og þar af var eitt upphafsspark leiksins. Hann var mjög sýnilega ósáttur og var að láta menn heyra það hægri, vinstri,“ segir Björn Már. Það er þá ofar skilningi Björns hvað Bandaríkjamaðurinn Weston McKennie, sem kom til Juventus frá Schalke síðasta sumar, fái marga sénsa í liðinu. „Enn einn leikurinn og enn eitt tímabilið sem Weston McKennie byrjar. Það er einhvern veginn alveg sama hvað þeir selja marga leikmenn eða kaupa, að jafnvel ef þeir selja McKennie myndi hann samt einhvern veginn byrja hjá þeim. Hann byrjar alltaf, en mér finnst þetta ekki alveg nógu solid og þeir virðast vera að bíða eftir þessum eina sóknarmanni í viðbót. Það vantaði ekkert gríðarmikið upp á en það að missa Di María var erfitt fyrir þá,“ segir Björn Már. Fleira kom fram í umræðunni um þá svarthvítu auk þess sem allir leikir umferðarinnar í ítalska boltanum voru krufðir til mergjar. Þáttinn má nálgast í spilaranum að ofan og á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Ítalski boltinn heldur áfram um næstu helgi og að venju verða allir leikirnir í beinni á rásum Stöðvar 2 Sport. Tveir stórleikir verða á dagskrá þar sem Lazio mætir Inter á laugardagskvöld og þá mætast Juventus og Roma á sunnudagseftirmiðdag. Ítalski boltinn Punktur og basta Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Sjá meira
2. umferð Seríu A lauk í gær með tveimur leikjum. Roma vann þar 1-0 sigur á Cremonese og þá var Juventus ósannfærandi er það gerði markalaust jafntefli við Sampdoria á útivelli. Sampdoria hafa oft verið betur mannaðir og komu úrslitin því á óvart eftir sannfærandi 3-0 sigur Juventus á Sassuolo í fyrstu umferð, en liðið var þó án Ángel Di María sem fór mikinn í fyrsta leik. Juventus var til umræðu í hlaðvarpinu Punktur og basta sem fjallar um ítalska boltann. Þar var miðja liðsins sérstaklega gagnrýnd fyrir frammistöðuna gegn Sampdoria í gærkvöld. „Þetta er bara sama miðja og í fyrra,“ segir þáttastjórnandinn Þorgeir Logason. „Weston McKennie var þarna fremstur á miðjunni á bakvið Vlahovic og gaf honum engan stuðning,“ „Þessi blessaða miðja er náttúrulega bara sorp, á miðað við að þetta er Juventus, það er bara þannig. Rabiot, Locatelli og McKennie. Eini gæjinn sem gat búið eitthvað til var Kostic en hann er náttúrulega bara að koma sér inn í þetta, þetta var annar leikurinn hans og hann kom bara rétt fyrir fyrsta leikinn,“ segir Árni Þórður. Alltaf byrjar McKennie Eðli málsins samkvæmt gekk illa hjá Juventus að byggja upp sóknir þar sem miðjumenn liðsins voru úr takti. „Það var enginn að tengja einhvern veginn, bæði út frá miðjunni og á köntunum. Þetta var sjokkerandi hjá Juventus,“ segir Þorgeir. Björn Már Ólafsson tók undir og bendir á að Juventus hafi ekkert fundið framherjann Dusan Vlahovic í fyrri hálfleik leiksins. „Já, var ekki talað um að Vlahovic hafi átt þrjár snertingar í fyrri hálfleik? Og þar af var eitt upphafsspark leiksins. Hann var mjög sýnilega ósáttur og var að láta menn heyra það hægri, vinstri,“ segir Björn Már. Það er þá ofar skilningi Björns hvað Bandaríkjamaðurinn Weston McKennie, sem kom til Juventus frá Schalke síðasta sumar, fái marga sénsa í liðinu. „Enn einn leikurinn og enn eitt tímabilið sem Weston McKennie byrjar. Það er einhvern veginn alveg sama hvað þeir selja marga leikmenn eða kaupa, að jafnvel ef þeir selja McKennie myndi hann samt einhvern veginn byrja hjá þeim. Hann byrjar alltaf, en mér finnst þetta ekki alveg nógu solid og þeir virðast vera að bíða eftir þessum eina sóknarmanni í viðbót. Það vantaði ekkert gríðarmikið upp á en það að missa Di María var erfitt fyrir þá,“ segir Björn Már. Fleira kom fram í umræðunni um þá svarthvítu auk þess sem allir leikir umferðarinnar í ítalska boltanum voru krufðir til mergjar. Þáttinn má nálgast í spilaranum að ofan og á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Ítalski boltinn heldur áfram um næstu helgi og að venju verða allir leikirnir í beinni á rásum Stöðvar 2 Sport. Tveir stórleikir verða á dagskrá þar sem Lazio mætir Inter á laugardagskvöld og þá mætast Juventus og Roma á sunnudagseftirmiðdag.
Ítalski boltinn Punktur og basta Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Sjá meira