Segir það lélegt að spila með lífsviðurværi foreldra Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. ágúst 2022 13:37 Leikskólakennari kallar eftir samráði þegar teknar eru mikilvægar ákvarðanir í leikskólamálum. Vilhelm/aðsend Súsanna Ósk Gestsdóttir, deildarstjóri og leikskólakennari er ósátt með það sem hún kallar „innantóm loforð borgarstjórnar“ og segir lélegt að spila með lífsviðurværi foreldra með því að standa ekki við gefin loforð um leikskólapláss. Hún kallar eftir samráði við leikskólakennara til að finna raunverulegar lausnir á löngum biðlistum í borginni. Hópur foreldra fann sig knúinn til að mæta með börn sín í ráðhús Reykjavíkur í mótmælaskyni vegna ástandsins en eftir nokkur slík mótmæli steig meirihluti borgarstjórnar fram með tillögur til úrbóta. „Ég held bara að þau hafi allan tímann vitað og gert sér fyrir því að þau væru ekki að fara að efna þessi loforð. Þetta er bara lélegt því þú ert bara að spila með líf fólks og viðurværi fólks og það náttúrulega gengur ekki.“ Biðlistarnir séu langir en þeir hafi verið það lengi. Hún segir ekki í boði fyrir kjörna fulltrúa að fyrra sig ábyrgð með því að benda á verktaka. „Þeir sem þurfa síðan að taka ábyrgð eru leikskólastjórar og aðstoðarleikskólastjórar í Reykjavík. Þeir þurfa að svara fyrir þetta og það er ekki sanngjarnt.“ Súsanna segir að tillögur meirihlutans nái skammt enda þurfi að hugsa málið heildstætt og til framtíðar. Hún er afar ósátt við samráðsleysið. „Þetta er okkar stétt. Þetta er okkar vinna og þetta er okkar ástríða í lífinu og þess vegna er mikilvægt að þetta sé unnið með okkur og okkur sýnd lágmarksvirðing að hafa samráð um þessi mál.“ Það sé til dæmis engin lausn að hvetja skólafólk til að starfa eitt ár í senn í leikskóla. „Þeir tala af svo miklu þekkingarleysi um starfið. Það fylgir því rosalega mikil ábyrgð. Þetta er starf sem ekki hver sem er getur sinnt og þú þarft að hafa marga styrkleika til að sinna því sem ekki hver sem er býr yfir. Mér finnst bara ævinlega að það sé talað eins og þetta sé bara ekkert mál. Það lendir síðan á okkur leikskólakennurunum að þjálfa þetta fólk sem kemur inn og það er bara heilmikið sem fylgir því.“ Í grunnin séu laun leikskólakennara vandamálið. „Launin eru alltaf aðalatriðið og þau eiga líka að vera það. Það vantar heilmikla virðingu þegar litið er á starf leikskólakennara og sérstaklega frá þessu fólki; borgarfulltrúum og borgarstjórn. Þetta helst alltaf í hendur; virðing og laun og launin þurfa að hækka.“ Skóla - og menntamál Leikskólar Reykjavík Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hægfara dauði leikskólakennarans Kæri borgarstjóri (og staðgengill borgarstjóra) og borgarfulltrúar. Undanfarið hef ég horft upp á hrakfarir foreldra sem hefur verið lofað leikskólaplássum fyrir börnin sín en þurft að lifa í algjörri óvissu þegar loforð hafa ekki verið efnd. Á sama tíma heyri ég lausnir sem koma frá ykkar herbúðum, minnihluta eða meirihluta, sem eru svo ævintýralegar að mig sundlar og svimar. 22. ágúst 2022 09:01 Borgin hafi dregið foreldra á asnaeyrunum Borgin hefur dregið okkur á asnaeyrunum , segir faðir tæplega tveggja ára barns sem hefur enn ekki komist inn á leikskóla. Hann vill að foreldrar í sömu stöðu fái bætur, enda hafi margir nýtt sumarfrí næsta árs og tekið launalaust leyfi til að sjá um börnin. 15. ágúst 2022 21:00 Vilja biðlistabætur í borginni Sjálfstæðismenn vilja koma á svokölluðum biðlistabótum í Reykjavík fyrir foreldra þeirra barna sem eru eldri en 12 mánaða en hafa ekki fengið pláss á leikskóla. Bæturnar myndu hljóða upp á 200 þúsund krónur á mánuði á hvert barn. Meirihlutinn tekur ekki illa í hugmyndirnar en segir megináhersluna þá að fjölga leikskólaplássum. 15. ágúst 2022 13:30 Mest lesið Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Eldsvoði í bílskúr í Kópavogi Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Erlent Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Innlent Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Innlent Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent Fleiri fréttir Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Sjá meira
Hópur foreldra fann sig knúinn til að mæta með börn sín í ráðhús Reykjavíkur í mótmælaskyni vegna ástandsins en eftir nokkur slík mótmæli steig meirihluti borgarstjórnar fram með tillögur til úrbóta. „Ég held bara að þau hafi allan tímann vitað og gert sér fyrir því að þau væru ekki að fara að efna þessi loforð. Þetta er bara lélegt því þú ert bara að spila með líf fólks og viðurværi fólks og það náttúrulega gengur ekki.“ Biðlistarnir séu langir en þeir hafi verið það lengi. Hún segir ekki í boði fyrir kjörna fulltrúa að fyrra sig ábyrgð með því að benda á verktaka. „Þeir sem þurfa síðan að taka ábyrgð eru leikskólastjórar og aðstoðarleikskólastjórar í Reykjavík. Þeir þurfa að svara fyrir þetta og það er ekki sanngjarnt.“ Súsanna segir að tillögur meirihlutans nái skammt enda þurfi að hugsa málið heildstætt og til framtíðar. Hún er afar ósátt við samráðsleysið. „Þetta er okkar stétt. Þetta er okkar vinna og þetta er okkar ástríða í lífinu og þess vegna er mikilvægt að þetta sé unnið með okkur og okkur sýnd lágmarksvirðing að hafa samráð um þessi mál.“ Það sé til dæmis engin lausn að hvetja skólafólk til að starfa eitt ár í senn í leikskóla. „Þeir tala af svo miklu þekkingarleysi um starfið. Það fylgir því rosalega mikil ábyrgð. Þetta er starf sem ekki hver sem er getur sinnt og þú þarft að hafa marga styrkleika til að sinna því sem ekki hver sem er býr yfir. Mér finnst bara ævinlega að það sé talað eins og þetta sé bara ekkert mál. Það lendir síðan á okkur leikskólakennurunum að þjálfa þetta fólk sem kemur inn og það er bara heilmikið sem fylgir því.“ Í grunnin séu laun leikskólakennara vandamálið. „Launin eru alltaf aðalatriðið og þau eiga líka að vera það. Það vantar heilmikla virðingu þegar litið er á starf leikskólakennara og sérstaklega frá þessu fólki; borgarfulltrúum og borgarstjórn. Þetta helst alltaf í hendur; virðing og laun og launin þurfa að hækka.“
Skóla - og menntamál Leikskólar Reykjavík Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hægfara dauði leikskólakennarans Kæri borgarstjóri (og staðgengill borgarstjóra) og borgarfulltrúar. Undanfarið hef ég horft upp á hrakfarir foreldra sem hefur verið lofað leikskólaplássum fyrir börnin sín en þurft að lifa í algjörri óvissu þegar loforð hafa ekki verið efnd. Á sama tíma heyri ég lausnir sem koma frá ykkar herbúðum, minnihluta eða meirihluta, sem eru svo ævintýralegar að mig sundlar og svimar. 22. ágúst 2022 09:01 Borgin hafi dregið foreldra á asnaeyrunum Borgin hefur dregið okkur á asnaeyrunum , segir faðir tæplega tveggja ára barns sem hefur enn ekki komist inn á leikskóla. Hann vill að foreldrar í sömu stöðu fái bætur, enda hafi margir nýtt sumarfrí næsta árs og tekið launalaust leyfi til að sjá um börnin. 15. ágúst 2022 21:00 Vilja biðlistabætur í borginni Sjálfstæðismenn vilja koma á svokölluðum biðlistabótum í Reykjavík fyrir foreldra þeirra barna sem eru eldri en 12 mánaða en hafa ekki fengið pláss á leikskóla. Bæturnar myndu hljóða upp á 200 þúsund krónur á mánuði á hvert barn. Meirihlutinn tekur ekki illa í hugmyndirnar en segir megináhersluna þá að fjölga leikskólaplássum. 15. ágúst 2022 13:30 Mest lesið Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Eldsvoði í bílskúr í Kópavogi Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Erlent Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Innlent Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Innlent Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent Fleiri fréttir Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Sjá meira
Hægfara dauði leikskólakennarans Kæri borgarstjóri (og staðgengill borgarstjóra) og borgarfulltrúar. Undanfarið hef ég horft upp á hrakfarir foreldra sem hefur verið lofað leikskólaplássum fyrir börnin sín en þurft að lifa í algjörri óvissu þegar loforð hafa ekki verið efnd. Á sama tíma heyri ég lausnir sem koma frá ykkar herbúðum, minnihluta eða meirihluta, sem eru svo ævintýralegar að mig sundlar og svimar. 22. ágúst 2022 09:01
Borgin hafi dregið foreldra á asnaeyrunum Borgin hefur dregið okkur á asnaeyrunum , segir faðir tæplega tveggja ára barns sem hefur enn ekki komist inn á leikskóla. Hann vill að foreldrar í sömu stöðu fái bætur, enda hafi margir nýtt sumarfrí næsta árs og tekið launalaust leyfi til að sjá um börnin. 15. ágúst 2022 21:00
Vilja biðlistabætur í borginni Sjálfstæðismenn vilja koma á svokölluðum biðlistabótum í Reykjavík fyrir foreldra þeirra barna sem eru eldri en 12 mánaða en hafa ekki fengið pláss á leikskóla. Bæturnar myndu hljóða upp á 200 þúsund krónur á mánuði á hvert barn. Meirihlutinn tekur ekki illa í hugmyndirnar en segir megináhersluna þá að fjölga leikskólaplássum. 15. ágúst 2022 13:30