Íslendingur grunaður um hrottafengna nauðgun í Svíþjóð Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. ágúst 2022 12:11 Lögreglan í Svíþjóð rannsakar nú brot mannsins sem eru talin mjög gróf. vísir/epa Karlmaður var handtekinn í Svíþjóð á laugardag, grunaður um hrottafengna nauðgun, í kjölfar þess að vegfarandi tilkynnti um alblóðuga konu á svölum íbúðar í Skärholmen í úthverfi Stokkhólms. Sænski fréttamiðillin Expressen greindi fyrst frá málinu en heimildir Ríkisútvarpsins herma að maðurinn sem var handtekinn sé Íslendingur. Hann hafi alist upp í Svíþjóð þrátt fyrir að vera með íslenskan ríkisborgararétt og hafi tvisvar áður verið dæmdur í Svíþjóð fyrir nauðgun, árið 2009 og árið 2017. Í báðum dómum hafi verið svipaðar lýsingar á grófu kynferðisofbeldi. Hann hafi hins vegar fremur lítil tengsl við Ísland. Nú er hann grunaður um að hafa brennt konu með sígarettum, traðkað á hálsi hennar og nauðgað henni yfir þriggja daga tímabil. Hann var handtekinn eftir ábendingu frá vegfaranda á laugardag. Eins og áður segir elti lögreglan hann uppi eftir flóttatilraun en saksóknari segir brot hans sérlega hrottafengin. „Hann er handtekinn fyrir mjög alvarlega líkamsárás og nauðgun. Hann er grunaður um þessi brot núna en við sjáum hvert rannsóknin leiðir okkur,“ er haft eftir Kajsa Hultqvist, saksóknara í Svíþjóð sem hefur umsjón með málinu. Hún segir brotaþola ekki enn hafa gefið skýrslu en ljóst sé að hún hafi orðið fyrir alvarlegu ofbeldi en heimildir Expressen herma að maðurinn hafi haldið konunni nauðugri í um þrjá daga. Saksóknari staðfesti einnig að maðurinn hafi áður verið handtekinn fyrir sambærileg brot. Svíþjóð Kynferðisofbeldi Íslendingar erlendis Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira
Sænski fréttamiðillin Expressen greindi fyrst frá málinu en heimildir Ríkisútvarpsins herma að maðurinn sem var handtekinn sé Íslendingur. Hann hafi alist upp í Svíþjóð þrátt fyrir að vera með íslenskan ríkisborgararétt og hafi tvisvar áður verið dæmdur í Svíþjóð fyrir nauðgun, árið 2009 og árið 2017. Í báðum dómum hafi verið svipaðar lýsingar á grófu kynferðisofbeldi. Hann hafi hins vegar fremur lítil tengsl við Ísland. Nú er hann grunaður um að hafa brennt konu með sígarettum, traðkað á hálsi hennar og nauðgað henni yfir þriggja daga tímabil. Hann var handtekinn eftir ábendingu frá vegfaranda á laugardag. Eins og áður segir elti lögreglan hann uppi eftir flóttatilraun en saksóknari segir brot hans sérlega hrottafengin. „Hann er handtekinn fyrir mjög alvarlega líkamsárás og nauðgun. Hann er grunaður um þessi brot núna en við sjáum hvert rannsóknin leiðir okkur,“ er haft eftir Kajsa Hultqvist, saksóknara í Svíþjóð sem hefur umsjón með málinu. Hún segir brotaþola ekki enn hafa gefið skýrslu en ljóst sé að hún hafi orðið fyrir alvarlegu ofbeldi en heimildir Expressen herma að maðurinn hafi haldið konunni nauðugri í um þrjá daga. Saksóknari staðfesti einnig að maðurinn hafi áður verið handtekinn fyrir sambærileg brot.
Svíþjóð Kynferðisofbeldi Íslendingar erlendis Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira