Stikla fyrir nýja „Knives Out“ ráðgátu: Benoit Blanc er mættur aftur Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 9. september 2022 23:56 Daniel Craig á frumsýningu fyrstu Knives out myndarinnar árið 2019. Getty/Axelle/Bauer-Griffin Ný stikla hefur litið dagsins ljós vegna nýju „Knives Out“ kvikmyndarinnar. Myndin er í leikstjórn Rian Johnson. Aðdáendur kvikmyndarinnar „Knives Out“ geta tekið gleði sína á ný því framhaldsmyndin „Glass onion: A Knives Out Mystery“ mun birtast á Netflix 23. desember næstkomandi. Í fyrri „Knives Out“ kvikmyndinni gerir einkaspæjarinn Benoit Blanc tilraun til þess að varpa ljósi á dularfullan dauðdaga rithöfundarins Harlan Thrombey. Þegar Blanc mætir á svæðið er sérkennileg og marglaga fjölskylda Thrombey í sárum en Blanc grunar þau um. Nýja myndin gerist á grískri eyju en milljarðamæringurinn Miles Bron býður sínum nánustu í frí á einkaeyju sinni. Eins og svo oft áður er ekki allt sem sýnist og andlát setur strik í reikninginn. Daniel Craig fór með hlutverk Benoit Blanc í myndinni árið 2019 og mun nú endurtaka leikinn. Meðal leikara í „Glass onion: A Knives Out Mystery“ eru Ethan Hawke, Kathryn Hahn, Edward Norton, Kate Hudson og Dave Bautista ásamt fleirum. Hér að neðan má sjá stiklu nýju myndarinnar. Hollywood Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Aðdáendur kvikmyndarinnar „Knives Out“ geta tekið gleði sína á ný því framhaldsmyndin „Glass onion: A Knives Out Mystery“ mun birtast á Netflix 23. desember næstkomandi. Í fyrri „Knives Out“ kvikmyndinni gerir einkaspæjarinn Benoit Blanc tilraun til þess að varpa ljósi á dularfullan dauðdaga rithöfundarins Harlan Thrombey. Þegar Blanc mætir á svæðið er sérkennileg og marglaga fjölskylda Thrombey í sárum en Blanc grunar þau um. Nýja myndin gerist á grískri eyju en milljarðamæringurinn Miles Bron býður sínum nánustu í frí á einkaeyju sinni. Eins og svo oft áður er ekki allt sem sýnist og andlát setur strik í reikninginn. Daniel Craig fór með hlutverk Benoit Blanc í myndinni árið 2019 og mun nú endurtaka leikinn. Meðal leikara í „Glass onion: A Knives Out Mystery“ eru Ethan Hawke, Kathryn Hahn, Edward Norton, Kate Hudson og Dave Bautista ásamt fleirum. Hér að neðan má sjá stiklu nýju myndarinnar.
Hollywood Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein