Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að sunnan- og vestanlands sé nú skýjað að mestu og sums staðar rigni dálítið, en þegar líður á daginn ættu að koma göt í skýjahuluna og eitthvað að sjást til sólar. Sunnanlands ætti hiti að ná um sextán gráðum.
„Áðurnefndri lægð fylgir einnig norðanátt og má búast við strekkingi eða allhvössum vindi á austanverðu landinu sem getur verið varasamur vindur fyrir ökutæki sem eru viðkvæmust fyrir vindi, t.d. hjólhýsi eða húsbíla. Það er svalt í rigningunni fyrir norðan- og austan, en allt að 16-17 stiga hita syðst á landinu.
Á morgun er útlit fyrir léttskýjað og sólríkt veður sunnan- og vestanlands og norðan gola eða kaldi á þeim slóðum. Norðaustantil á landinu verður ákveðnari vindur og rignir fram eftir degi, þó í mun minna mæli en í dag.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag: Norðan 5-10 m/s sunnan- og vestanlands og léttskýjað. Hiti 12 til 17 stig, hlýjast syðst á landinu. Norðvestan 8-15 og rigning fram eftir degi um landið norðaustanvert, hiti þar 5 til 9 stig.
Á laugardag: Hæg breytileg átt og víða þurrt og bjart veður. Hiti 10 til 16 stig yfir daginn.
Á sunnudag: Suðlæg eða breytileg átt 3-8. Skýjað sunnan- og vestantil á landinu og sums staðar dálítil væta. Bjartviðri á Norður- og Austurlandi. Hiti breytist lítið.
Á mánudag: Suðaustan 5-13 m/s og súld eða dálítil rigning, en bjartviðri á norðanverðu landinu. Hiti 12 til 19 stig, hlýjast fyrir norðan.
Á þriðjudag og miðvikudag: Suðlæg átt og vætusamt, en lengst af þurrt og bjart á Norður- og Austurlandi og hlýtt þar.