Hélt sér í formi fyrir brúðkaupið og tekur slaginn fyrir áeggjan konunnar Sindri Sverrisson skrifar 25. ágúst 2022 12:01 Heimir Óli Heimisson segir það vissulega hafa verið erfitt að sætta sig við tap gegn ÍBV í undanúrslitum í vor en að hann hafi verið sáttur við þá ákvörðun að hætta í handbolta. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Ég á yndislega konu og þegar Haukarnir hringdu þá rak hún mann bara út í þetta, að taka slaginn,“ segir nýgiftur Heimir Óli Heimisson sem ætlar að koma Haukum til bjargar og spila á línunni hjá þeim í handboltanum í vetur. Heimir Óli hafði ákveðið að leggja skóna á hilluna í vor og naut þess að vera í góðu sumarfríi með fjölskyldunni, sem lauk svo með brúðkaupi þeirra Kristínar Óskar Óskarsdóttur um síðustu helgi og var veislan að sjálfsögðu á Ásvöllum. Haukar, liðið sem Heimir Óli hefur átt svo margar góðar stundir með, voru hins vegar í vandræðum fyrir veturinn eftir að tveir línumenn liðsins meiddust alvarlega. Þráinn Orri Jónsson spilar varla fyrr en á næsta ári eftir að hafa slitið krossband á EM í janúar og fyrir skömmu sleit Gunnar Dan Hlynsson einnig krossband. Rann blóðið til skyldunnar „Fyrst og fremst voru Haukarnir í veseni með þessa stöðu. Ég ætlaði auðvitað bara að vera með fjölskyldunni minni og hef gert það, og átt yndislegt sumar með þeim,“ segir Heimir. Heimir Óli hefur ákveðið að taka slaginn með Haukum í vetur og mun styrkja liðið mikið VEL GERT HEIMIR pic.twitter.com/lxeYe9pEC4— Haukar - Handbolti (@Haukarhandbolti) August 24, 2022 „Þetta er liðið mitt og þegar Haukarnir eru í bobba þá rennur manni blóðið til skyldunnar að hjálpa þeim þennan vetur. Þá verða þeir enn betur undirbúnir þegar maður segir þetta gott eftir veturinn. Síðan eru þarna bestu vinir manns margir hverjir og það er auðvitað yndislegt,“ segir Heimir sem bætir því einu ári við ferilinn: „Ég tek allt tímabilið. Vonandi kemur Þráinn tvíefldur til baka og tekur þessa stöðu eins og herforingi. Hugsunin er að strákarnir sem eru þarna til staðar verði vonandi betri en ég og taki stöðuna af mér.“ Heimir Óli Heimisson vill miðla af reynslu sinni til yngri leikmanna Hauka.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Erfitt að hafa tapað síðasta leiknum en fyllilega sáttur við ákvörðunina Heimir og félagar í Haukum hafa um langt árabil verið með eitt albesta lið landsins en þeir féllu úr leik í undanúrslitum Íslandsmótsins í vor, gegn ÍBV. En fylgdi engin eftirsjá því að leggja þá skóna á hilluna? „Ekki þannig. Ferillinn er búinn að vera yndislegur og verður það reyndar líka þó að maður lengi hann um eitt ár. Maður er búinn að prófa ýmislegt, fara endalaust af Evrópuferðum og erlendis að spila, og vinna allt með Haukunum. En ég viðurkenni að það var súrsætur endir að síðasti leikurinn skyldi vera í Vestmannaeyjum og það reyndist mér alveg erfitt að hafa tapað þeim leik. Að sama skapi var maður fyllilega sáttur við ákvörðunina,“ segir Heimir sem vonast til að aðrir leikmenn, eins og línumaðurinn ungi Sigurður Jónsson, nýti sér samkeppnina við Heimi til að eflast og styrkjast. Heimir Óli Heimisson fagnar marki í einvíginu gegn ÍBV í vor.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Úr brúðkaupsveislu á æfingu á Ásvöllum Heimir hefur fylgst með síðustu leikjum Hauka en mætir í kvöld á sína fyrstu æfingu eftir sumarfríið: „Ég var að gifta mig um helgina svo að brúðkaupið er bara búið að vera númer eitt, tvö og þrjú. Svo kláruðum við þetta með Haukunum í vikunni og ég mæti á mína fyrstu æfingu í kvöld. Maður hefur samt reynt að halda sér í formi en það var nú aðallega fyrir brúðkaupið. Ég hef ekki kastað handbolta í fjóra mánuði, en maður gleymir því ekki svo glatt um hvað handbolti snýst. Ég mæti því galvaskur upp á Ásvelli á eftir enda er maður alltaf með annan fótinn þar, og brúðkaupsveislan var einmitt þar!“ Olís-deild karla Haukar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Sjá meira
Heimir Óli hafði ákveðið að leggja skóna á hilluna í vor og naut þess að vera í góðu sumarfríi með fjölskyldunni, sem lauk svo með brúðkaupi þeirra Kristínar Óskar Óskarsdóttur um síðustu helgi og var veislan að sjálfsögðu á Ásvöllum. Haukar, liðið sem Heimir Óli hefur átt svo margar góðar stundir með, voru hins vegar í vandræðum fyrir veturinn eftir að tveir línumenn liðsins meiddust alvarlega. Þráinn Orri Jónsson spilar varla fyrr en á næsta ári eftir að hafa slitið krossband á EM í janúar og fyrir skömmu sleit Gunnar Dan Hlynsson einnig krossband. Rann blóðið til skyldunnar „Fyrst og fremst voru Haukarnir í veseni með þessa stöðu. Ég ætlaði auðvitað bara að vera með fjölskyldunni minni og hef gert það, og átt yndislegt sumar með þeim,“ segir Heimir. Heimir Óli hefur ákveðið að taka slaginn með Haukum í vetur og mun styrkja liðið mikið VEL GERT HEIMIR pic.twitter.com/lxeYe9pEC4— Haukar - Handbolti (@Haukarhandbolti) August 24, 2022 „Þetta er liðið mitt og þegar Haukarnir eru í bobba þá rennur manni blóðið til skyldunnar að hjálpa þeim þennan vetur. Þá verða þeir enn betur undirbúnir þegar maður segir þetta gott eftir veturinn. Síðan eru þarna bestu vinir manns margir hverjir og það er auðvitað yndislegt,“ segir Heimir sem bætir því einu ári við ferilinn: „Ég tek allt tímabilið. Vonandi kemur Þráinn tvíefldur til baka og tekur þessa stöðu eins og herforingi. Hugsunin er að strákarnir sem eru þarna til staðar verði vonandi betri en ég og taki stöðuna af mér.“ Heimir Óli Heimisson vill miðla af reynslu sinni til yngri leikmanna Hauka.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Erfitt að hafa tapað síðasta leiknum en fyllilega sáttur við ákvörðunina Heimir og félagar í Haukum hafa um langt árabil verið með eitt albesta lið landsins en þeir féllu úr leik í undanúrslitum Íslandsmótsins í vor, gegn ÍBV. En fylgdi engin eftirsjá því að leggja þá skóna á hilluna? „Ekki þannig. Ferillinn er búinn að vera yndislegur og verður það reyndar líka þó að maður lengi hann um eitt ár. Maður er búinn að prófa ýmislegt, fara endalaust af Evrópuferðum og erlendis að spila, og vinna allt með Haukunum. En ég viðurkenni að það var súrsætur endir að síðasti leikurinn skyldi vera í Vestmannaeyjum og það reyndist mér alveg erfitt að hafa tapað þeim leik. Að sama skapi var maður fyllilega sáttur við ákvörðunina,“ segir Heimir sem vonast til að aðrir leikmenn, eins og línumaðurinn ungi Sigurður Jónsson, nýti sér samkeppnina við Heimi til að eflast og styrkjast. Heimir Óli Heimisson fagnar marki í einvíginu gegn ÍBV í vor.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Úr brúðkaupsveislu á æfingu á Ásvöllum Heimir hefur fylgst með síðustu leikjum Hauka en mætir í kvöld á sína fyrstu æfingu eftir sumarfríið: „Ég var að gifta mig um helgina svo að brúðkaupið er bara búið að vera númer eitt, tvö og þrjú. Svo kláruðum við þetta með Haukunum í vikunni og ég mæti á mína fyrstu æfingu í kvöld. Maður hefur samt reynt að halda sér í formi en það var nú aðallega fyrir brúðkaupið. Ég hef ekki kastað handbolta í fjóra mánuði, en maður gleymir því ekki svo glatt um hvað handbolti snýst. Ég mæti því galvaskur upp á Ásvelli á eftir enda er maður alltaf með annan fótinn þar, og brúðkaupsveislan var einmitt þar!“
Olís-deild karla Haukar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Sjá meira