Hvetur ráðherra til að bregðast við ófremdarástandi á Vatnsnesvegi Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. ágúst 2022 16:53 Ástand Vatnsnesvegar hefur valdið íbúum á svæðinu áhyggjum í mörg ár. Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir Umboðsmaður barna hefur sent innviðaráðherra bréf þar sem hún hvetur hann til að bregðast við ófremdarástandi á Vatnsnesvegi og setja fjármagn í uppbyggingu vegarins. Ástand vegarins valdi skólabörnum sem ferðist um veginn vanlíðan og kvíða og geti ógnað öryggi þeirra. Vatnsnesvegur er 70 kílómetra malarvegur sem nær frá Hvammstanga í kringum Vatnsnes. Bágt ástand vegarins og tíð umferðarslys á veginum hafa verið mikið til umfjöllunar undanfarin ár. Sérstaklega hefur verið fjallað um áhrif vegarins á skólabörn í Húnaþingi vestra sem þurfa að ferðast eftir veginum til að komast í skólann á morgnana. Á síðasta ár greindi Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir, þáverandi sveitarstjóri Húnaþings vestra, frá því að börn kæmu oft veik í skólann á Hvammstanga eftir að hafa hrists í langan tíma í bílnum á veginum. Þá hafa foreldrar ýmissa barna greint frá því að börn þeirra vilji hreinlega ekki fara í skólann vegna vegarins sem valdi þeim kvíða og vanlíðan. Óásættanlegt að börn þurfi að leggja á sig ferðalag sem valdi vanlíðan Salvör Nordal, umboðsmaður barna, hefur núna sent Sigurði Inga Jóhannessyni, innviðaráðherra bréf vegna vegarins, bágs ástands hans og áhrifa á börn sem þurfa að ferðast eftir honum. Í bréfinu er því lýst hvernig foreldrar barna sem ferðast um veginn eru farin að íhuga að halda börnum sínum heima þar sem þau telja hann ekki öruggan og hann valdi mörgum barnanna kvíða og vanlíðan við akstur um veginn. Þá rekur hún það hvernig vegurinn er kominn á samgönguáætlun en hins vegar ekki gert ráð fyrir fjármagni til uppbyggingar hans fyrr en á árunum 2025 til 2029. Enn fremur að framkvæmdir muni fara fram að mestu á árunum 2030 til 2034. Það sé með öllu „óásættanlegt að til þess að börn fái notið jafn sjálfsagðra réttinda og menntunar að þau þurfi að leggja á sig ferðalag sem valdi þeim mikilli vanlíðan og kvíða og jafnvel ógnað öryggi þeirra.“ Þess vegna hvetur umboðsmaður ráðherra til að bregðast við „því ófremdarástandi sem myndast hefur á Vatnsnesvegi“ og standa við fyrirheit um „uppbyggingu öruggra og barnvænna samgönguinnviða um land allt“. Samgöngur Börn og uppeldi Húnaþing vestra Réttindi barna Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Börn veikjast við að hristast í skólabíl um Vatnsnesveg Sveitarstjóri Húnaþings vestra segir að skólabörn komi oft veik í skólann á Hvammstanga eftir að hafa hrists í langan tíma í skólabíl, sem keyra Vatnsveginn, sem er nánast ófær vegna lélegs ástands og margra hola. Hópfjármögnunum á Karolinafund er nú hafin fyrir endurbótum á veginum en ætlunin er að safna þar hundrað milljónum króna. 27. nóvember 2021 13:15 Holóttur vegur veldur börnum kvíða og uppköstum Sum börn á Vatnsnesi þurfa að ferðast um áttatíu kílómetra á dag eftir veginum. Dæmi er um að þau hafi ælt af hristingnum. Íbúi segir þau sýna einkenni þess að vilja ekki fara í skóla vegna þess. 13. október 2018 15:15 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Vatnsnesvegur er 70 kílómetra malarvegur sem nær frá Hvammstanga í kringum Vatnsnes. Bágt ástand vegarins og tíð umferðarslys á veginum hafa verið mikið til umfjöllunar undanfarin ár. Sérstaklega hefur verið fjallað um áhrif vegarins á skólabörn í Húnaþingi vestra sem þurfa að ferðast eftir veginum til að komast í skólann á morgnana. Á síðasta ár greindi Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir, þáverandi sveitarstjóri Húnaþings vestra, frá því að börn kæmu oft veik í skólann á Hvammstanga eftir að hafa hrists í langan tíma í bílnum á veginum. Þá hafa foreldrar ýmissa barna greint frá því að börn þeirra vilji hreinlega ekki fara í skólann vegna vegarins sem valdi þeim kvíða og vanlíðan. Óásættanlegt að börn þurfi að leggja á sig ferðalag sem valdi vanlíðan Salvör Nordal, umboðsmaður barna, hefur núna sent Sigurði Inga Jóhannessyni, innviðaráðherra bréf vegna vegarins, bágs ástands hans og áhrifa á börn sem þurfa að ferðast eftir honum. Í bréfinu er því lýst hvernig foreldrar barna sem ferðast um veginn eru farin að íhuga að halda börnum sínum heima þar sem þau telja hann ekki öruggan og hann valdi mörgum barnanna kvíða og vanlíðan við akstur um veginn. Þá rekur hún það hvernig vegurinn er kominn á samgönguáætlun en hins vegar ekki gert ráð fyrir fjármagni til uppbyggingar hans fyrr en á árunum 2025 til 2029. Enn fremur að framkvæmdir muni fara fram að mestu á árunum 2030 til 2034. Það sé með öllu „óásættanlegt að til þess að börn fái notið jafn sjálfsagðra réttinda og menntunar að þau þurfi að leggja á sig ferðalag sem valdi þeim mikilli vanlíðan og kvíða og jafnvel ógnað öryggi þeirra.“ Þess vegna hvetur umboðsmaður ráðherra til að bregðast við „því ófremdarástandi sem myndast hefur á Vatnsnesvegi“ og standa við fyrirheit um „uppbyggingu öruggra og barnvænna samgönguinnviða um land allt“.
Samgöngur Börn og uppeldi Húnaþing vestra Réttindi barna Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Börn veikjast við að hristast í skólabíl um Vatnsnesveg Sveitarstjóri Húnaþings vestra segir að skólabörn komi oft veik í skólann á Hvammstanga eftir að hafa hrists í langan tíma í skólabíl, sem keyra Vatnsveginn, sem er nánast ófær vegna lélegs ástands og margra hola. Hópfjármögnunum á Karolinafund er nú hafin fyrir endurbótum á veginum en ætlunin er að safna þar hundrað milljónum króna. 27. nóvember 2021 13:15 Holóttur vegur veldur börnum kvíða og uppköstum Sum börn á Vatnsnesi þurfa að ferðast um áttatíu kílómetra á dag eftir veginum. Dæmi er um að þau hafi ælt af hristingnum. Íbúi segir þau sýna einkenni þess að vilja ekki fara í skóla vegna þess. 13. október 2018 15:15 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Börn veikjast við að hristast í skólabíl um Vatnsnesveg Sveitarstjóri Húnaþings vestra segir að skólabörn komi oft veik í skólann á Hvammstanga eftir að hafa hrists í langan tíma í skólabíl, sem keyra Vatnsveginn, sem er nánast ófær vegna lélegs ástands og margra hola. Hópfjármögnunum á Karolinafund er nú hafin fyrir endurbótum á veginum en ætlunin er að safna þar hundrað milljónum króna. 27. nóvember 2021 13:15
Holóttur vegur veldur börnum kvíða og uppköstum Sum börn á Vatnsnesi þurfa að ferðast um áttatíu kílómetra á dag eftir veginum. Dæmi er um að þau hafi ælt af hristingnum. Íbúi segir þau sýna einkenni þess að vilja ekki fara í skóla vegna þess. 13. október 2018 15:15
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent