„Þegar þú tapar 7-1 þá ferðu ekki fyrst í að kenna dómaranum um“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. ágúst 2022 23:00 Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar Bestu markanna ræddu um erfiðan leik Aftureldingar gegn Stjörnunni. Vísir/Stöð 2 Sport „Við getum ekki farið frá þessum leik nema ræða aðeins Aftureldingu,“ sagði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Bestu markanna, í seinasta þætti eftir að Afturelding steinlá gegn Stjörnunni, 7-1. Afturelding situr í næst neðsta sæti deildarinnar og er á barmi falls og sérfræðingar þáttarins hafa áhyggjur af liðinu. „Þær byrja vel í þessum leik og Alexander [Aron Davísson, þjáfari Aftureldingar] svekkir sig aðeins á þessum dómum, sem er kannski allt í lagi að gera, en það virkar á mann stundum svona panik og læti í kringum liðið þegar illa gengur.“ Harpa Þorsteinsdóttir og Mist Rúnarsdóttir voru sérfærðingar í setti með Helenu. Harpa tók upp hanskann fyrir þjálfara liðsins, áður en hún las honum lífsreglurnar. „Ég hef gaman að Alexander og ég hef fulla trú á honum og hann er greinilega mikill peppari. Viðtöl við hann hins vegar eru mér stórt spurningamerki. Þegar þú tapar 7-1 þá ferðu ekki fyrst í að kenna dómaranum um, það er alveg klárt mál,“ sagði Harpa. „Augljóslega var hans upplegg að virka framan af, en maður sá það fljótt að það dró af og þær skora gott mark, en mér fannst Stjarnan vera með yfirhöndina allan tíman. Þetta var meira spurning um hvenær en ekki hvort og ég held að þessi vítaspyrnudómur hafi ekki verið aðalatriðið.“ „Hins vegar fannst mér varnarleikur Aftureldingar í þessum mörkum sem þær eru að fá á sig í kjölfar vítaspyrnunnar, ég myndi frekar setja spurningamerki við hann. Ég held að Stjarnan hafi bara verið of stór biti fyrir þetta lið.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin: Afturelding Bestu mörkin Afturelding Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
„Þær byrja vel í þessum leik og Alexander [Aron Davísson, þjáfari Aftureldingar] svekkir sig aðeins á þessum dómum, sem er kannski allt í lagi að gera, en það virkar á mann stundum svona panik og læti í kringum liðið þegar illa gengur.“ Harpa Þorsteinsdóttir og Mist Rúnarsdóttir voru sérfærðingar í setti með Helenu. Harpa tók upp hanskann fyrir þjálfara liðsins, áður en hún las honum lífsreglurnar. „Ég hef gaman að Alexander og ég hef fulla trú á honum og hann er greinilega mikill peppari. Viðtöl við hann hins vegar eru mér stórt spurningamerki. Þegar þú tapar 7-1 þá ferðu ekki fyrst í að kenna dómaranum um, það er alveg klárt mál,“ sagði Harpa. „Augljóslega var hans upplegg að virka framan af, en maður sá það fljótt að það dró af og þær skora gott mark, en mér fannst Stjarnan vera með yfirhöndina allan tíman. Þetta var meira spurning um hvenær en ekki hvort og ég held að þessi vítaspyrnudómur hafi ekki verið aðalatriðið.“ „Hins vegar fannst mér varnarleikur Aftureldingar í þessum mörkum sem þær eru að fá á sig í kjölfar vítaspyrnunnar, ég myndi frekar setja spurningamerki við hann. Ég held að Stjarnan hafi bara verið of stór biti fyrir þetta lið.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin: Afturelding
Bestu mörkin Afturelding Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira