Það er ljóst að Audi ætlar að gefa sér nægan tíma í undirbúning þar sem enn eru tæp þrjú og hálft ár þangað til bíll með vél frá Audi mun keppa í Formúlu 1.
BREAKING: Audi will join Formula 1 in 2026!#F1 pic.twitter.com/fRnPvmSwU2
— Formula 1 (@F1) August 26, 2022
Var þetta opinberað á blaðamananfundi fyrir keppni helgarinnar í F1 sem fer fram á Spa-brautinni í Belgíu. Markus Duesmann og Oliver Hoffmann, háttsettir menn innan Audi-samsteypunnar, svöruðu spurningum blaðamanna í kjölfarið.
„Akstursíþróttir eru mikilvægur hluti af okkar DNA,“ sagði Duesmann meðal annars á blaðamannafundinum.
Formúla 1 mun fara í gegnum miklar breytingar á næstu árum en planið er að gera keppnina sjálfbærari. Audi kemur inn á sama tíma og hugmyndin er að rafmagnsvæða bílana enn frekar.
That special moment at @circuitspa #Audi #F1 #Formula1 #team #news #automotive #FutureIsAnAttitude @F1 pic.twitter.com/xRPDmWPKIf
— Audi Sport (@audisport) August 26, 2022
Sem stendur stefnir ekki í að Audi verði með bíl á brautinni er tímabilið 2026 hefst en það eru háværir orðrómar um að Audi muni taka sæti Sauber-liðsins á brautinni. Það á þó allt eftir að koma í ljós.
Fréttin hefur verið uppfærð.