Hótar að hætta ef Diego Costa verður keyptur Valur Páll Eiríksson skrifar 26. ágúst 2022 12:30 Diego Costa kann að vera á leið til Spánar á ný en þá gæti þjálfaralaust lið tekið við honum. EPA-EFE/JUANJO MARTIN Andoni Iraola, þjálfari Rayo Vallecano á Spáni vill ekki sjá framherjann Diego Costa hjá félaginu. Forseti félagsins vill fá hann til liðsins en Iraola hefur hótað að hætta ef verður af skiptunum. Costa er 33 ára gamall og hefur ferill hans farið niðurávið frá því að hann yfirgaf Chelsea árið 2017. Hann hafði farið mikinn hjá Atlético Madrid og unnið spænska meistaratitilinn árið 2014 áður en hann vann tvo Englandsmeistaratitla með Chelsea, árin 2015 og 2017. Hann vældi sig burt frá félaginu og sneri aftur til Atlético en var í heldur smærra hlutverki hjá liðinu og var látinn fara á miðju tímabili, í desember 2020, en sömu leiktíð vann Atlético deildina. Eftir átta mánaða leit að liði fór hann til heimalands síns, Brasilíu, og lék með Atlético Mineiro þar sem hann lék frá ágúst í fyrra fram í janúar á þessu ári en hann hefur verið án liðs síðan. Nú hefur Raúl Martín Presa, umdeildur eigandi Rayo Vallecano í spænsku úrvalsdeildinni, náð samkomulagi við Costa um að spila með liðinu í vetur. Costa var áður hjá liðinu á láni leiktíðina 2011-12 þar sem hann skoraði tíu mörk í 16 deildarleikjum. Sagan segir að Presa sé erfiður í samskiptum og hafi tekið þónokkrar furðulegar ákvarðanir undanfarin ár. Til að mynda neitar hann að hafa miða á leiki liðsins til sölu á netinu og myndast því miklar raðir í miðasölu félagsins fyrir hvern leik. Hann hafði ekkert samráð við Andoni Iraola, þjálfara liðsins, um kaupin á Costa en þjálfarinn er sagður æfur yfir því þar sem hann hefur engan áhuga á því að fá hann til liðs við félagið og vill heldur fá annan framherja. Hann hefur hótað að segja upp og má vel vera að kaupin á Costa verði kornið sem fylli mæli Iraola sem hefur látið margt yfir sig ganga. Iraola er fyrrum landsliðsmaður Spánar og spilaði yfir 400 leiki fyrir Athletic Bilbao í spænsku úrvalsdeildinni. Hann kom Rayo upp í úrvalsdeildina í fyrstu tilraun og stýrði liðinu í 12. sæti í efstu deild á síðustu leiktíð, auk þess sem liðið komst í undanúrslit spænsku bikarkeppninnar. Spænski boltinn Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Fleiri fréttir Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Sjá meira
Costa er 33 ára gamall og hefur ferill hans farið niðurávið frá því að hann yfirgaf Chelsea árið 2017. Hann hafði farið mikinn hjá Atlético Madrid og unnið spænska meistaratitilinn árið 2014 áður en hann vann tvo Englandsmeistaratitla með Chelsea, árin 2015 og 2017. Hann vældi sig burt frá félaginu og sneri aftur til Atlético en var í heldur smærra hlutverki hjá liðinu og var látinn fara á miðju tímabili, í desember 2020, en sömu leiktíð vann Atlético deildina. Eftir átta mánaða leit að liði fór hann til heimalands síns, Brasilíu, og lék með Atlético Mineiro þar sem hann lék frá ágúst í fyrra fram í janúar á þessu ári en hann hefur verið án liðs síðan. Nú hefur Raúl Martín Presa, umdeildur eigandi Rayo Vallecano í spænsku úrvalsdeildinni, náð samkomulagi við Costa um að spila með liðinu í vetur. Costa var áður hjá liðinu á láni leiktíðina 2011-12 þar sem hann skoraði tíu mörk í 16 deildarleikjum. Sagan segir að Presa sé erfiður í samskiptum og hafi tekið þónokkrar furðulegar ákvarðanir undanfarin ár. Til að mynda neitar hann að hafa miða á leiki liðsins til sölu á netinu og myndast því miklar raðir í miðasölu félagsins fyrir hvern leik. Hann hafði ekkert samráð við Andoni Iraola, þjálfara liðsins, um kaupin á Costa en þjálfarinn er sagður æfur yfir því þar sem hann hefur engan áhuga á því að fá hann til liðs við félagið og vill heldur fá annan framherja. Hann hefur hótað að segja upp og má vel vera að kaupin á Costa verði kornið sem fylli mæli Iraola sem hefur látið margt yfir sig ganga. Iraola er fyrrum landsliðsmaður Spánar og spilaði yfir 400 leiki fyrir Athletic Bilbao í spænsku úrvalsdeildinni. Hann kom Rayo upp í úrvalsdeildina í fyrstu tilraun og stýrði liðinu í 12. sæti í efstu deild á síðustu leiktíð, auk þess sem liðið komst í undanúrslit spænsku bikarkeppninnar.
Spænski boltinn Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Fleiri fréttir Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Sjá meira