Innlent

Arnór Heiðar nýr forseti UJ

Bjarki Sigurðsson skrifar
Ragna Sigurðardóttir, fráfarandi forseti UJ og Arnór Heiðar Benónýsson, nýr forseti UJ.
Ragna Sigurðardóttir, fráfarandi forseti UJ og Arnór Heiðar Benónýsson, nýr forseti UJ.

Arnór Heiðar Benónýsson var í dag kjörinn forseti Ungs jafnaðarfólks á landsþingi samtakanna og tekur við embættinu af Rögnu Sigurðardóttur. Á þinginu var einnig kjörið í bæði framkvæmdastjórn og miðstjórn samtakanna.

Í framkvæmdastjórn flokksins voru kjörin Aldís Mjöll Geirsdóttir, Arnór Heiðar, Ármann Leifsson, Gunnar Örn Stephensen, Jóhannes Óli Sveinsson, Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir, Sigurjóna Hauksdóttir og Soffía Svanhvít Árnadóttir en hún er fulltrúi framhaldsskóla nema í stjórninni.

Þá voru Alexandra Ýr van Erven, Arna Dís Heiðarsdóttir, Brynjar Bragi Einarsson, Elva María Birgisdóttir, Gréta Dögg Þórisdóttir, Ingiríður Halldórsdóttir, Magnús Orri Aðalsteinsson, Ólafur Kjaran Árnason, Ragna Sigurðardóttir, Ragnheiður Huldu Örnudóttir Dagsdóttir, Sigurður Vopni Vatnsdal og Stein Olav Romslo kjörin í miðstjórn samtakanna.

Stjórnmálaályktun UJ var samþykkt á landsþinginu en meðal aðgerða sem samtökin vilja ráðast í eru mótvægisaðgerðir fyrir ungt og tekjulægra fólk og sköpun plássa fyrir iðnnema.

Nýja framkvæmdastjórnin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×