Næsta sólarhringinn verður suðaustan 5-13 m/s og skýjað sunnan- og vestantil, en sums staðar lítilsháttar væta. Annars hæg breytileg átt og áfram bjartviðri. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast fyrir norðan.
Veðurhorfur næstu daga:
Á þriðjudag:
Suðaustan 10-18 m/s og rigning, hvassast úti við sjóinn, en bjartviðri norðaustanlands. Hlýtt í veðri, allt að 21 stigum fyrir norðan. Hægari suðvestátt og úrkomuminna vestantil undir kvöld og fer að kólna.
Á miðvikudag:
Suðlæg átt, 8-15 m/s og rigning, en þurrt að kalla á Norðausturlandi. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast fyrir austan.
Á fimmtudag:
Breytilegar áttir og dálítil rigning á austanverðu landinu, en annars úrkomulítið. Hiti 8 til 14 stig.
Á föstudag:
Norðaustlæg átt og skýjað með köflum, en smá væta syðst. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast syðra.
Á laugardag:
Útlit fyrir allhvassa suðvestanátt með vætu norðvestantil, en annars hægari og þurrviðri. Fremur hlýtt í veðri.