„Færð það sem að þú gefur í þetta“ Árni Konráð Árnason skrifar 28. ágúst 2022 22:30 Óskar Hrafn Þorvaldsson. Vísir/Vilhelm Breiðablik eru með 9 stiga forskot á toppnum er þeir unnu sannfærandi 4-0 sigur á Leiknismönnum í 18. umferð Bestu deildarinnar í kvöld. „Þetta var öflug frammistaða, það sem að þurfti til. Þessi deild er þannig að þú færð það sem að þú gefur í þetta og ég var ánægður með liðið mitt í dag“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, í viðtali við Vísi eftir leik. Breiðablik hefur verið afar heppið með meiðsli í sumar þrátt fyrir mikið leikjaálag og eiga leik strax á miðvikudag gegn Víking Reykjavík í bikarnum. „Hann [hópurinn] lítur bara mjög vel út. Ég get lofað því að ég verði með átján manna skýrslu og ég held að standið sé bara ljómandi gott. Ég held að það séu allir heilir, nema einhverjir í lok leiksins hafi meiðst. Ég er svo sem ekki búinn að fá neitt um það, en standið er bara ljómandi gott“ Gísli Eyjólfsson komst loks á blað eftir að hafa verið að glíma við markaþurrð í sumar. Gísli var hæstánægður með að hafa loks skorað er ég talaði við hann eftir leik og spurði hvort að skot sitt í slánna á 7. mínútu hafi ekki verið inni. „Það er bara frábært að hann sé að skora, hann skoraði í bikarnum á móti Skaganum, en Gísli þarf ekki að skora fyrir okkur til þess að vera einn af okkar bestu mönnum og einn af bestu leikmönnum deildarinnar. Hann er búinn að vera frábær í sumar og búinn að þroskast gríðarlega sem leikmaður, sem karakter er hann leiðtogi í liðinu,“ sagði Óskar og hélt áfram. „Fyrir mann eins og hann sem að hefur skorað mikið í gegnum tíðina þá er dýrmætt að skora, það er gott fyrir sálina – það nærir sálina. En fyrir mér eru öll návígin, tæklingarnar og pressurnar sem að hann fer í. Boltarnir og mennirnir sem að hann eltir uppi eru mikið mikilvægari fyrir liðið, fyrir mig og fyrir hann en hvort að hann skori eða ekki, en það er alltaf gott að skora.“ Blikar eru með 9 stiga forskot á toppnum og er ansi góðar líkur á að titillinn endi í Kópavogi. „Nei, við erum langt frá því að vera með níu putta á bikarnum. Við erum mögulega með hálfan putta á bikarnum, ég held að það sé allt of mikið eftir til þess að fara að tala um það. Við eigum erfiðan bikarleik á miðvikudaginn og síðan eru þrír leikir eftir í þessari venjulegu deildarkeppni. Við getum ekki annað en tekið einn leik í einu, auðvitað lítur þetta ágætlega út í dag, en við vitum það að það hefur aldrei gefið neitt,“ sagði Óskar. Óskar sagði að endingu að það væru óvissu tímar framundan, október mánuður, sem að hefur ekki verið spilaður hingað til en segir þó ef að Blikar haldi áfram að stíga á bensíngjöfina án þess að fara af henni að þá verður niðurstaðan góð í lok móts. Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Fleiri fréttir Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Sjá meira
„Þetta var öflug frammistaða, það sem að þurfti til. Þessi deild er þannig að þú færð það sem að þú gefur í þetta og ég var ánægður með liðið mitt í dag“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, í viðtali við Vísi eftir leik. Breiðablik hefur verið afar heppið með meiðsli í sumar þrátt fyrir mikið leikjaálag og eiga leik strax á miðvikudag gegn Víking Reykjavík í bikarnum. „Hann [hópurinn] lítur bara mjög vel út. Ég get lofað því að ég verði með átján manna skýrslu og ég held að standið sé bara ljómandi gott. Ég held að það séu allir heilir, nema einhverjir í lok leiksins hafi meiðst. Ég er svo sem ekki búinn að fá neitt um það, en standið er bara ljómandi gott“ Gísli Eyjólfsson komst loks á blað eftir að hafa verið að glíma við markaþurrð í sumar. Gísli var hæstánægður með að hafa loks skorað er ég talaði við hann eftir leik og spurði hvort að skot sitt í slánna á 7. mínútu hafi ekki verið inni. „Það er bara frábært að hann sé að skora, hann skoraði í bikarnum á móti Skaganum, en Gísli þarf ekki að skora fyrir okkur til þess að vera einn af okkar bestu mönnum og einn af bestu leikmönnum deildarinnar. Hann er búinn að vera frábær í sumar og búinn að þroskast gríðarlega sem leikmaður, sem karakter er hann leiðtogi í liðinu,“ sagði Óskar og hélt áfram. „Fyrir mann eins og hann sem að hefur skorað mikið í gegnum tíðina þá er dýrmætt að skora, það er gott fyrir sálina – það nærir sálina. En fyrir mér eru öll návígin, tæklingarnar og pressurnar sem að hann fer í. Boltarnir og mennirnir sem að hann eltir uppi eru mikið mikilvægari fyrir liðið, fyrir mig og fyrir hann en hvort að hann skori eða ekki, en það er alltaf gott að skora.“ Blikar eru með 9 stiga forskot á toppnum og er ansi góðar líkur á að titillinn endi í Kópavogi. „Nei, við erum langt frá því að vera með níu putta á bikarnum. Við erum mögulega með hálfan putta á bikarnum, ég held að það sé allt of mikið eftir til þess að fara að tala um það. Við eigum erfiðan bikarleik á miðvikudaginn og síðan eru þrír leikir eftir í þessari venjulegu deildarkeppni. Við getum ekki annað en tekið einn leik í einu, auðvitað lítur þetta ágætlega út í dag, en við vitum það að það hefur aldrei gefið neitt,“ sagði Óskar. Óskar sagði að endingu að það væru óvissu tímar framundan, október mánuður, sem að hefur ekki verið spilaður hingað til en segir þó ef að Blikar haldi áfram að stíga á bensíngjöfina án þess að fara af henni að þá verður niðurstaðan góð í lok móts.
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Fleiri fréttir Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Sjá meira