Fór út af vegna höfuðmeiðsla eftir að hafa nýlega jafnað sig á heilahristingi Valur Páll Eiríksson skrifar 29. ágúst 2022 09:31 Óttar Bjarni fylgir sjúkraþjálfaranum Davíð Erni Aðalsteinssyni af velli í gær. Vísir/Diego Það ætlar ekki af miðverðinum Óttari Bjarna Guðmundssyni að ganga eftir endurkomu hans í Breiðholtið. Hann fór meiddur af velli í leik Breiðabliks og Leiknis í Bestu deild karla í gærkvöld. Óttar Bjarni sneri aftur á heimahagana í Breiðholtið frá ÍA í haust en áður hafði hann einnig leikið með Stjörnunni. Hann byrjaði sinn fyrsta leik í deildinni gegn KA á Dalvík þann 20. apríl en fór meiddur af velli eftir aðeins 20 mínútna leik. Hann fékk þar heilahristing og var frá í tæpa fjóra mánuði þar sem hann sneri ekki aftur á völlinn fyrr en í leik Leiknis við Fram þann 15. ágúst síðastliðinn, hvar hann spilaði fyrri hálfleikinn með Leikni. Óttar Bjarni og Dagur Austmann skalla saman í gærkvöld.Vísir/Diego Honum tókst þá að spila allar 90 mínúturnar í fræknum 4-3 sigri Leiknis á KR síðasta mánudag en eftir aðeins rúmlega 20 mínútna leik í gær skallaði hann saman við liðsfélaga sinn, Dag Austmann Hilmarsson, og þurfti að fara af velli vegna þeirra meiðsla. Óvíst er hversu mikið bakslag höggið reynist vera í endurhæfingu Óttars eftir heilahristinginn í vor, en einnig má vera að um varúðarráðstöfun hafi verið að ræða. Leiknismenn sendu á hann batakveðjur á samfélagsmiðlum í gær. Leiknisgoðsögnin Óttar Bjarni hefur ekki átt sjö dagana sæla á vellinum í sumar. Enn eitt bakslagið kom í Kópavogi í kvöld. Leiknisfjölskyldan óskar honum skjótan, en umfram allt, góðan bata.#StoltBreiðholts pic.twitter.com/OsOgeg4dmm— Leiknir Reykjavík FC (@LeiknirRvkFC) August 28, 2022 Leiknir Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Sjá meira
Óttar Bjarni sneri aftur á heimahagana í Breiðholtið frá ÍA í haust en áður hafði hann einnig leikið með Stjörnunni. Hann byrjaði sinn fyrsta leik í deildinni gegn KA á Dalvík þann 20. apríl en fór meiddur af velli eftir aðeins 20 mínútna leik. Hann fékk þar heilahristing og var frá í tæpa fjóra mánuði þar sem hann sneri ekki aftur á völlinn fyrr en í leik Leiknis við Fram þann 15. ágúst síðastliðinn, hvar hann spilaði fyrri hálfleikinn með Leikni. Óttar Bjarni og Dagur Austmann skalla saman í gærkvöld.Vísir/Diego Honum tókst þá að spila allar 90 mínúturnar í fræknum 4-3 sigri Leiknis á KR síðasta mánudag en eftir aðeins rúmlega 20 mínútna leik í gær skallaði hann saman við liðsfélaga sinn, Dag Austmann Hilmarsson, og þurfti að fara af velli vegna þeirra meiðsla. Óvíst er hversu mikið bakslag höggið reynist vera í endurhæfingu Óttars eftir heilahristinginn í vor, en einnig má vera að um varúðarráðstöfun hafi verið að ræða. Leiknismenn sendu á hann batakveðjur á samfélagsmiðlum í gær. Leiknisgoðsögnin Óttar Bjarni hefur ekki átt sjö dagana sæla á vellinum í sumar. Enn eitt bakslagið kom í Kópavogi í kvöld. Leiknisfjölskyldan óskar honum skjótan, en umfram allt, góðan bata.#StoltBreiðholts pic.twitter.com/OsOgeg4dmm— Leiknir Reykjavík FC (@LeiknirRvkFC) August 28, 2022
Leiknir Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Sjá meira