Rígurinn milli Mourinho og Sarri lífgar upp á Rómarborg Valur Páll Eiríksson skrifar 29. ágúst 2022 15:00 Sarri og Mourinho háðu hildi í ensku úrvalsdeildinni þegar sá fyrrnefndi stýrði Chelsea og Mourinho var í brúnni hjá Manchester United. Jordan Mansfield/Aitor Alcalde/Getty Lazio vann góðan sigur á Inter í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta á föstudagskvöld. Leikurinn var í til umræðu í hlaðvarpinu Punktur og basta og þá virðast þjálfarar Rómarliðanna Lazio og Roma halda hvor öðrum á tánum. Stórleikir voru á dagskrá í Seríu A á Ítalíu um liðna helgi og nóg var um að ræða í Punkti og basta, hlaðvarpi sem sérhæfir sig í deild þeirra bestu á Ítalíu. Maurizio Sarri og hans menn í Lazio unnu afar góðan 3-1 sigur á Inter á föstudagskvöldið. „Þetta eru sjokkerandi úrslit,“ segir þáttastjórnandinn Þorgeir Logason. „Sarri setti inn Pedro og Luis Alberto sem að breyttu leiknum,“ bætir hann við. „Lazio-menn fengu færin allan fyrri hálfleikinn og hefðu getað verið 3-1 yfir í hálfleik. Illa upplagður leikur hjá Inter, Lukaku fær mikla gagnrýni frá pressunni. Hann einhvern veginn ekki í formi, ekki í standi. Hann var bara langt frá mönnum og uppspilið gekk illa,“ segir Björn Már Ólafsson. „Sóknarlínan hjá Lazio er ótrúlega fljót þannig að þeir refsa hratt og þessi mörk hjá Lazio er allt bara virkilega vel gert. Sendingarnar hjá Milinkovic-Savic með bæði hægri og vinstri, hraðinn hjá Felipe Anderson og Manuel Lazzari, hægri bakverðinum, sem er alveg ævintýralegar fljótur, einn fljótasti maðurinn í deildinni. Þeir bara refsuðu þeim, Lazio,“ bætti hann við. Klippa: Mörkin úr leik Lazio og Inter Taktískur sigur Sarri og gagnslaus Gagliardini Aðspurður hvað vanti upp á hjá Inter liðinu segir Árni Þórður Randversson: „Ég myndi að það væri breiddin hjá þeim, þeir þurfa að fá fleiri leikmenn þarna inn, þegar Lukaku er slappur, [Niccolo] Barella og [Marcelo] Brozovic kannski ekki heldur á sínum degi, þá vantar einhvern veginn kryddið af bekknum til að skora fleiri mörk. Ég held að það hafi verið vandamálið hjá þeim. En svo er eins og Björn Már var að tala um, er Inzaghi nógu góður stjóri? Er þetta ekki sigur fyrir Sarri, hann yfirþjálfaði (e. outcoachaði) hann bara,“ „Svo var þarna einn maður sem var kannski lýsandi dæmi um hversu mikla yfirhönd Sarri hafði á Inzaghi í þessum leik, fannst mér, að hann einhvern veginn gerði breytingar þegar þurfti á meðan Inter hélt [Roberto] Gagliardini inn á í 75 mínútur sem var gjörsamlega gagnslaus,“ segir Þorgeir og Björn Már tekur undir. „Hann er eins og flugmóðurskip á miðjunni, hann er svo svifaseinn, lengi að snúa sér. Hann hentar kannski í ákveðna tegund af leikjum, hann er stór og sterkur og fínn skallamaður en hann var hræðilegur þarna í þessum leik og hann bara léleg kaup hjá Inter á sínum tíma,“ segir Björn og bætir við: „Þessar skiptingar hjá Sarri breyttu leiknum, það segir sig sjálft þegar báðir varamennirnir skora glæsileg mörk,“ Rígurinn gírar bæði lið í Rómarborg „Ég held líka með tilkomu Mourinho til Roma og upplyftingu Roma-liðsins þá hlýtur Lazio einmitt að reyna að fylgja þeim og halda svolítið uppi stemningunni og þetta beef á milli Sarri og Mourinho ég held að það ýti undir velgengni Lazio,“ segir Árni. Björn bendir á að árangur liðanna eigi til að haldast að vissu leyti í hendur: „Síðast þegar Lazio varð meistari þá varð Roma meistari árið eftir því þeir fóru bara að kaupa það sem var í boði, [Gabriel] Batistuta og svona. Þegar annað liðið gerir eitthvað þá svarar hitt oftast,“ Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Ítalski boltinn Punktur og basta Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Fleiri fréttir Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Sjá meira
Stórleikir voru á dagskrá í Seríu A á Ítalíu um liðna helgi og nóg var um að ræða í Punkti og basta, hlaðvarpi sem sérhæfir sig í deild þeirra bestu á Ítalíu. Maurizio Sarri og hans menn í Lazio unnu afar góðan 3-1 sigur á Inter á föstudagskvöldið. „Þetta eru sjokkerandi úrslit,“ segir þáttastjórnandinn Þorgeir Logason. „Sarri setti inn Pedro og Luis Alberto sem að breyttu leiknum,“ bætir hann við. „Lazio-menn fengu færin allan fyrri hálfleikinn og hefðu getað verið 3-1 yfir í hálfleik. Illa upplagður leikur hjá Inter, Lukaku fær mikla gagnrýni frá pressunni. Hann einhvern veginn ekki í formi, ekki í standi. Hann var bara langt frá mönnum og uppspilið gekk illa,“ segir Björn Már Ólafsson. „Sóknarlínan hjá Lazio er ótrúlega fljót þannig að þeir refsa hratt og þessi mörk hjá Lazio er allt bara virkilega vel gert. Sendingarnar hjá Milinkovic-Savic með bæði hægri og vinstri, hraðinn hjá Felipe Anderson og Manuel Lazzari, hægri bakverðinum, sem er alveg ævintýralegar fljótur, einn fljótasti maðurinn í deildinni. Þeir bara refsuðu þeim, Lazio,“ bætti hann við. Klippa: Mörkin úr leik Lazio og Inter Taktískur sigur Sarri og gagnslaus Gagliardini Aðspurður hvað vanti upp á hjá Inter liðinu segir Árni Þórður Randversson: „Ég myndi að það væri breiddin hjá þeim, þeir þurfa að fá fleiri leikmenn þarna inn, þegar Lukaku er slappur, [Niccolo] Barella og [Marcelo] Brozovic kannski ekki heldur á sínum degi, þá vantar einhvern veginn kryddið af bekknum til að skora fleiri mörk. Ég held að það hafi verið vandamálið hjá þeim. En svo er eins og Björn Már var að tala um, er Inzaghi nógu góður stjóri? Er þetta ekki sigur fyrir Sarri, hann yfirþjálfaði (e. outcoachaði) hann bara,“ „Svo var þarna einn maður sem var kannski lýsandi dæmi um hversu mikla yfirhönd Sarri hafði á Inzaghi í þessum leik, fannst mér, að hann einhvern veginn gerði breytingar þegar þurfti á meðan Inter hélt [Roberto] Gagliardini inn á í 75 mínútur sem var gjörsamlega gagnslaus,“ segir Þorgeir og Björn Már tekur undir. „Hann er eins og flugmóðurskip á miðjunni, hann er svo svifaseinn, lengi að snúa sér. Hann hentar kannski í ákveðna tegund af leikjum, hann er stór og sterkur og fínn skallamaður en hann var hræðilegur þarna í þessum leik og hann bara léleg kaup hjá Inter á sínum tíma,“ segir Björn og bætir við: „Þessar skiptingar hjá Sarri breyttu leiknum, það segir sig sjálft þegar báðir varamennirnir skora glæsileg mörk,“ Rígurinn gírar bæði lið í Rómarborg „Ég held líka með tilkomu Mourinho til Roma og upplyftingu Roma-liðsins þá hlýtur Lazio einmitt að reyna að fylgja þeim og halda svolítið uppi stemningunni og þetta beef á milli Sarri og Mourinho ég held að það ýti undir velgengni Lazio,“ segir Árni. Björn bendir á að árangur liðanna eigi til að haldast að vissu leyti í hendur: „Síðast þegar Lazio varð meistari þá varð Roma meistari árið eftir því þeir fóru bara að kaupa það sem var í boði, [Gabriel] Batistuta og svona. Þegar annað liðið gerir eitthvað þá svarar hitt oftast,“ Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn Punktur og basta Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Fleiri fréttir Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Sjá meira