Segir Ricciardo óþekkjanlegan Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. ágúst 2022 16:01 Daniel Ricciardo og Christian Horner á góðri stundu. Mark Thompson/Getty Images Christian Horner, liðsstjóri Red Bull í Formúlu 1, segir fyrrum ökumann liðsins, Daniel Ricciardo, nær óþekkjanlegan á brautinni. McLaren og Ricciardo komust að samkomulagi nýverið um að rifta samningi hans eftir tímabilið. Óvíst er hvort Ricciardo verði áfram í Formúlu 1 á næsta keppnistímabili Hinn 33 ára gamli Ricciardo keyrði fyrir Red Bull frá 2014 til 2018. Stóð hann sig með prýði en eftir að Max Verstappen tók yfir sviðsljósið hjá liðinu ákvað Ricciardo að færa sig um set. Fyrst til Renault og svo til McLaren. BREAKING: Daniel Ricciardo will leave McLaren at the end of the 2022 season#F1 pic.twitter.com/4T48cDiFN8— Formula 1 (@F1) August 24, 2022 Horner hefur þó ekki gleymt Ástralanum og man eftir hans stóra brosi, gleðinni sem honum fylgdi og árangri í Formúlu 1. Eitthvað sem virðist vanta hjá Ricciardo nú. „Þetta er mjög sorglegt. Ég hef talað örlítið við Daniel en ég veit svo sem ekki nákvæmlega hvað er í gangi,“ sagði Horner en sem stendur er Ricciardo 51 stigi á eftir samherja sínum Lando Norris hjá McLaren. „Ég þekki hann ekki, þetta er ekki sami ökumaður og var hjá okkur. Hann er einn af þeim bestu á brautinni, hann er með hæfileikana. Sjálfstraustið hans virðist einfaldlega horfið. Við erum vön að sjá hann upp á palli með sitt stóra bros að gera eitthvað fyndið. Við sjáum ekkert slíkt lengur,“ bætti Horner við. „Ég vona að hann fái tækifæri til að vera áfram í Formúlu 1 þar sem ég tel íþróttina betur setta með hann meðal ökumanna heldur en ekki,“ sagði Horner að endingu um málið. Ricciardo hefur verið orðaður við Alpine [áður Renault], Haas og Williams en sem stendur verður hann ekki meðal ökumanna Formúlu 1 á næstu leiktíð. Eitthvað þarf að breytast og það hratt hjá þessum áður glaðlyndi ökumanni. Akstursíþróttir Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ Körfubolti „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Körfubolti „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ Körfubolti Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli Körfubolti „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Handbolti Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir og hitað upp fyrir úrslitakeppnina Sport Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Handbolti Fleiri fréttir Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Hinn 33 ára gamli Ricciardo keyrði fyrir Red Bull frá 2014 til 2018. Stóð hann sig með prýði en eftir að Max Verstappen tók yfir sviðsljósið hjá liðinu ákvað Ricciardo að færa sig um set. Fyrst til Renault og svo til McLaren. BREAKING: Daniel Ricciardo will leave McLaren at the end of the 2022 season#F1 pic.twitter.com/4T48cDiFN8— Formula 1 (@F1) August 24, 2022 Horner hefur þó ekki gleymt Ástralanum og man eftir hans stóra brosi, gleðinni sem honum fylgdi og árangri í Formúlu 1. Eitthvað sem virðist vanta hjá Ricciardo nú. „Þetta er mjög sorglegt. Ég hef talað örlítið við Daniel en ég veit svo sem ekki nákvæmlega hvað er í gangi,“ sagði Horner en sem stendur er Ricciardo 51 stigi á eftir samherja sínum Lando Norris hjá McLaren. „Ég þekki hann ekki, þetta er ekki sami ökumaður og var hjá okkur. Hann er einn af þeim bestu á brautinni, hann er með hæfileikana. Sjálfstraustið hans virðist einfaldlega horfið. Við erum vön að sjá hann upp á palli með sitt stóra bros að gera eitthvað fyndið. Við sjáum ekkert slíkt lengur,“ bætti Horner við. „Ég vona að hann fái tækifæri til að vera áfram í Formúlu 1 þar sem ég tel íþróttina betur setta með hann meðal ökumanna heldur en ekki,“ sagði Horner að endingu um málið. Ricciardo hefur verið orðaður við Alpine [áður Renault], Haas og Williams en sem stendur verður hann ekki meðal ökumanna Formúlu 1 á næstu leiktíð. Eitthvað þarf að breytast og það hratt hjá þessum áður glaðlyndi ökumanni.
Akstursíþróttir Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ Körfubolti „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Körfubolti „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ Körfubolti Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli Körfubolti „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Handbolti Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir og hitað upp fyrir úrslitakeppnina Sport Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Handbolti Fleiri fréttir Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira