„Þeir lögðust allavega ekki „í bónda““ Jakob Bjarnar skrifar 29. ágúst 2022 14:59 Einar telur þjóðháttafræðinginn Árna Böðvarsson alveg úti á túni með það að ekki megi kenna landsnámsmenn við víkinga. Svo mikið sé víst að ekki lögðust þeir „í bónda“. vísir/einar/vilhelm Einar Kárason rithöfundur, sem hefur skrifað þekktan sagnabálk sem byggir á atburðum sem gerast á Sturlungaöld, telur fráleitt að ekki megi kenna landnámsmenn við víkinga. Eins og lesendur Vísir þekkja vel þá telur Árni Björnsson þjóðháttafræðingur það kjánalega söguskoðun að Íslendingar séu afkomendur víkinga. Landnámsmenn voru ekki víkingar, þeir komu ekki hingað nema fáeinir uppgjafamenn aldraðir. „Víkingar voru aldrei annað en óaldarflokkar, rétt eins og glæpagengi nú á dögum. Ofbeldið hefur alltaf haft vissan sjarma yfir sér. Maður hefur gaman af því að lesa glæpasögur og menn geta gert þetta að gamni sínu að skálda upp víkingasögur,“ segir Árni í samtali við fréttastofu. En hann telur sviðsetta víkingaviðureign á Menningarnótt til þess fallna að ala á þessari ranghugmynd og raunar vítavert að opinberar stofnanir skuli taka þátt í slíkri skrumskælingu. Árni var í viðtali um þetta efni í Íslandi í dag nýverið og fór nánar yfir það hvernig þetta allt er í pottinn búið. En Árni sleppur ekki svo glatt með þetta. Einar Kárason rithöfundur, sem hefur lagst í rannsóknir og pælingar á Sturlungaöldinni, gefur ekki mikið fyrir þessi sjónarmið sem þjóðháttarfræðingurinn setur fram. „Furðuleg þessi þráhyggja um að ekki megi kenna landnámsmenn við víkinga,“ segir Einar á Facebook-síðu sinni. Hann segir jú að upphaflega hafi orðið kannski verið notað um ránsmenn og ribbalda sem sögur segja suma landnámsmenn vissulega hafa verið, en það hafi fyrir löngu yfirfærst á alla útrásina frá Skandinavíu sem heimurinn kallar víkingaöld og náði hámarki á árunum í kringum landnám Íslands. „Með víkingaskipum. Menn segja þetta bara hafa verið bændur, en þegar bændur bregða búi og sigla á haf út til að nema ókunn lönd þá eru þeir orðnir eitthvað annað en það. Og þeir lögðust allavega ekki "í bónda",“ segir Einar. Menning Íslensk fræði Bókmenntir Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Upplifir að þau hafi verið lögð í gildru Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Upplifir að þau hafi verið lögð í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Sjá meira
Eins og lesendur Vísir þekkja vel þá telur Árni Björnsson þjóðháttafræðingur það kjánalega söguskoðun að Íslendingar séu afkomendur víkinga. Landnámsmenn voru ekki víkingar, þeir komu ekki hingað nema fáeinir uppgjafamenn aldraðir. „Víkingar voru aldrei annað en óaldarflokkar, rétt eins og glæpagengi nú á dögum. Ofbeldið hefur alltaf haft vissan sjarma yfir sér. Maður hefur gaman af því að lesa glæpasögur og menn geta gert þetta að gamni sínu að skálda upp víkingasögur,“ segir Árni í samtali við fréttastofu. En hann telur sviðsetta víkingaviðureign á Menningarnótt til þess fallna að ala á þessari ranghugmynd og raunar vítavert að opinberar stofnanir skuli taka þátt í slíkri skrumskælingu. Árni var í viðtali um þetta efni í Íslandi í dag nýverið og fór nánar yfir það hvernig þetta allt er í pottinn búið. En Árni sleppur ekki svo glatt með þetta. Einar Kárason rithöfundur, sem hefur lagst í rannsóknir og pælingar á Sturlungaöldinni, gefur ekki mikið fyrir þessi sjónarmið sem þjóðháttarfræðingurinn setur fram. „Furðuleg þessi þráhyggja um að ekki megi kenna landnámsmenn við víkinga,“ segir Einar á Facebook-síðu sinni. Hann segir jú að upphaflega hafi orðið kannski verið notað um ránsmenn og ribbalda sem sögur segja suma landnámsmenn vissulega hafa verið, en það hafi fyrir löngu yfirfærst á alla útrásina frá Skandinavíu sem heimurinn kallar víkingaöld og náði hámarki á árunum í kringum landnám Íslands. „Með víkingaskipum. Menn segja þetta bara hafa verið bændur, en þegar bændur bregða búi og sigla á haf út til að nema ókunn lönd þá eru þeir orðnir eitthvað annað en það. Og þeir lögðust allavega ekki "í bónda",“ segir Einar.
Menning Íslensk fræði Bókmenntir Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Upplifir að þau hafi verið lögð í gildru Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Upplifir að þau hafi verið lögð í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Sjá meira