Þjófurinn sá að sér og skilaði Lars Bjarki Sigurðsson skrifar 29. ágúst 2022 21:26 Óhætt er að segja að Lars sé orðinn vinsælasti pílubangsi landsins eftir ævintýri sitt. Með honum á myndinni Ísak Örn Hákonarson, starfsmaður Bullseye og góðvinur Lars. Bangsanum Lars var skilað aftur til síns heima á pílustaðnum Bullseye í dag. Lars hafði þó farið í ágætis svaðilför síðan honum var rænt en fyrir vikið er hann orðin skærari stjarna en hann var. Í gær var greint frá því að bangsanum Lars hafi verið stolið af pílustaðnum Bullseye við Snorrabraut á laugardagskvöld. Bangsinn er nefndur í höfuðið á fastakúnna staðarins og var í miklu uppáhaldi hjá starfsmönnum. Einhver hafði misst sig í gleðinni og gripið Lars með sér er hann yfirgaf staðinn. Lars er stóð og stæðilegur en þjófnum tókst samt sem áður að lauma honum fram hjá starfsfólki og dyravörðum staðarins. Í kjölfar þess að auglýst var eftir Lars fékk Skorri Höskuldsson, rekstrarstjóri staðarins, fjölda ábendinga um hvar Lars væri niðurkominn. Í einni ábendingu kom fram að strákur hafi birt mynd af Lars á Instagram umrætt kvöld. „Eitthvað nafn sem fylgdi því þannig ég hafði samband við lögreglumann sem er í landsliðinu í pílu og fastakúnni á Bullseye. Ég bað hann um að fara í málið en sagði að ef að Lars myndi skila sér yrðu engir eftirmálar. Hann fór í málið,“ segir Skorri í samtali við fréttastofu. Þegar Skorri var nýmættur til vinnu í dag var hann staddur á efri hæð húsnæðisins. Þá heyrði hann einhvern opna dyrnar af staðnum snögglega. „Þannig ég gekk niður stigann og þar beið Lars eftir mér. Viðkomandi hefur séð að sér og skilað Lars,“ segir Skorri. Lars beið spenntur eftir því að komast aftur í sófann sinn þegar hann sneri aftur heim. Lars er kampakátur með að vera kominn heim og eru miklir endurfundir í gangi á Bullseye þessa stundina. Vinsældir Lars hafa einnig aukist gríðarlega eftir að hann sneri heim úr þessu ævintýri sínu. „Ég var með hóp frá björgunarsveitinni hjá mér og það voru allir að taka mynd af sér með Lars og knúsa hann. Þannig þetta hefur spurst víða og það eru ekki bara starfsmennirnir sem eru ánægðir með að sjá hann,“ segir Skorri. Næturlíf Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Í gær var greint frá því að bangsanum Lars hafi verið stolið af pílustaðnum Bullseye við Snorrabraut á laugardagskvöld. Bangsinn er nefndur í höfuðið á fastakúnna staðarins og var í miklu uppáhaldi hjá starfsmönnum. Einhver hafði misst sig í gleðinni og gripið Lars með sér er hann yfirgaf staðinn. Lars er stóð og stæðilegur en þjófnum tókst samt sem áður að lauma honum fram hjá starfsfólki og dyravörðum staðarins. Í kjölfar þess að auglýst var eftir Lars fékk Skorri Höskuldsson, rekstrarstjóri staðarins, fjölda ábendinga um hvar Lars væri niðurkominn. Í einni ábendingu kom fram að strákur hafi birt mynd af Lars á Instagram umrætt kvöld. „Eitthvað nafn sem fylgdi því þannig ég hafði samband við lögreglumann sem er í landsliðinu í pílu og fastakúnni á Bullseye. Ég bað hann um að fara í málið en sagði að ef að Lars myndi skila sér yrðu engir eftirmálar. Hann fór í málið,“ segir Skorri í samtali við fréttastofu. Þegar Skorri var nýmættur til vinnu í dag var hann staddur á efri hæð húsnæðisins. Þá heyrði hann einhvern opna dyrnar af staðnum snögglega. „Þannig ég gekk niður stigann og þar beið Lars eftir mér. Viðkomandi hefur séð að sér og skilað Lars,“ segir Skorri. Lars beið spenntur eftir því að komast aftur í sófann sinn þegar hann sneri aftur heim. Lars er kampakátur með að vera kominn heim og eru miklir endurfundir í gangi á Bullseye þessa stundina. Vinsældir Lars hafa einnig aukist gríðarlega eftir að hann sneri heim úr þessu ævintýri sínu. „Ég var með hóp frá björgunarsveitinni hjá mér og það voru allir að taka mynd af sér með Lars og knúsa hann. Þannig þetta hefur spurst víða og það eru ekki bara starfsmennirnir sem eru ánægðir með að sjá hann,“ segir Skorri.
Næturlíf Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira