Reynolds gagnrýnir streymisbann og segir liðið verða af umtalsverðum tekjum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. ágúst 2022 19:01 Ryan Reynolds er annar eigenda Wrexham. Matt Lewis - The FA/The FA via Getty Images Hollywood-stjarnan Ryan Reynolds, annar eigenda enska utandeildarliðsins Wrexham, hefur gagnrýnt streymisbannið sem í gildi er fyrir lið í neðri deildum Englands og segir það verða til þess að félögin missi af umtalsverðum tekjum. Reynolds segir ákvörðunina að banna félögum í utandeildum Englands að sýna leiki sína í gegnum streymi, hvort sem það er innan- eða utanlands, vera „algjörlega fáránlega“. Hann telur að deildin sé með þessu að neita félögum um tækifæri til að afla sér aukinna tekna, ásamt því að stækka aðdáendahópa sína. Reynolds keypti Wrexham árið 2021 ásamt leikaranum og vini sínum, Rob McElhenny. Það er hins vegar BT Sport sem á sýningarréttin á utandeildum Englands, en stöðin hefur átt réttin frá árinu 2013. Núverandi samningur BT Sport um sýningarréttinn gildir til ársins 2024. Reynolds lét óánægju sína um málið í ljós á samfélagsmiðlum sínum þar sem hann gagnrýnir þá ákvörðun að banna félögum að senda út beint streymi frá leikjum sínum. After months of maximum effort, the decision (through inaction of the @Vanarama National League) to not allow domestic/international streaming of matches of Wrexham and the other clubs in the league is truly baffling. CC @btsport. Pls RT!!! 1/4— Ryan Reynolds (@VancityReynolds) August 29, 2022 „Eftir marga mánuði af mikilli vinnu er ákvörðunin (þökk sé aðgerðarleysi Vanarama National League) að banna streymi frá leikjum Wrexham og annarra liða í deildinni algjörlega fáránleg,“ ritaði Reynolds á Twitter-síðu sína. „Hún sviptir öll liðin í deildinni því tækifæri að stækka aðdáendahópa sína á sama tíma og tekjur deildarinnar sem væri öllum til hagsbóta.“ Vanarama, helsti styrktaraðili utandeildanna, svaraði Reynolds á samfélagsmiðlum sínum þar sem fyrirtækið sagðist vera hlynnt því að liðin fengju að sýna frá leikjum sínum, svo lengi sem öll lið myndu hagnast á því og það væri það sem öll liðin vildu. Enski boltinn Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Sjá meira
Reynolds segir ákvörðunina að banna félögum í utandeildum Englands að sýna leiki sína í gegnum streymi, hvort sem það er innan- eða utanlands, vera „algjörlega fáránlega“. Hann telur að deildin sé með þessu að neita félögum um tækifæri til að afla sér aukinna tekna, ásamt því að stækka aðdáendahópa sína. Reynolds keypti Wrexham árið 2021 ásamt leikaranum og vini sínum, Rob McElhenny. Það er hins vegar BT Sport sem á sýningarréttin á utandeildum Englands, en stöðin hefur átt réttin frá árinu 2013. Núverandi samningur BT Sport um sýningarréttinn gildir til ársins 2024. Reynolds lét óánægju sína um málið í ljós á samfélagsmiðlum sínum þar sem hann gagnrýnir þá ákvörðun að banna félögum að senda út beint streymi frá leikjum sínum. After months of maximum effort, the decision (through inaction of the @Vanarama National League) to not allow domestic/international streaming of matches of Wrexham and the other clubs in the league is truly baffling. CC @btsport. Pls RT!!! 1/4— Ryan Reynolds (@VancityReynolds) August 29, 2022 „Eftir marga mánuði af mikilli vinnu er ákvörðunin (þökk sé aðgerðarleysi Vanarama National League) að banna streymi frá leikjum Wrexham og annarra liða í deildinni algjörlega fáránleg,“ ritaði Reynolds á Twitter-síðu sína. „Hún sviptir öll liðin í deildinni því tækifæri að stækka aðdáendahópa sína á sama tíma og tekjur deildarinnar sem væri öllum til hagsbóta.“ Vanarama, helsti styrktaraðili utandeildanna, svaraði Reynolds á samfélagsmiðlum sínum þar sem fyrirtækið sagðist vera hlynnt því að liðin fengju að sýna frá leikjum sínum, svo lengi sem öll lið myndu hagnast á því og það væri það sem öll liðin vildu.
Enski boltinn Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Sjá meira