Lasse Petry og Patrick Pedersen verða báðir í banni í leiknum, en þeir félagar náðu sér báðir í gult spjald er Valsmenn gerðu 1-1 jefntefli gegn Fram í gær.
Patrick Pedersen fékk að líta gula spjaldið undir lok fyrri hálfleiks áður en hann var tekinn af velli fyrir einmitt Lasse Petry sem fékk svo gult spjald undir lok leiks. Þeir hafa nú báðir fengið fjögur gul spjöld í sumar og verða því í banni í næsta leik Vals sem er gegn Breiðablik næstkomandi mánudag.
Þá verða Íslandsmeistarar Víkings án þeirra Erlings Agnarssonar og Pablo Punyed er liðið tekur á móti ÍBV næstkomandi sunnudag í mikilvægum leik fyrir bæði lið. Pablo og Erlingur eru báðir að taka út bann fyrir fjölda áminninga, en Víkingur þarf á sigri að halda til að missa topplið Breiðabliks ekki of langt frá sér, en Eyjamenn geta svo gott sem slitið sig frá fallbaráttunni með sigri.