Dáður á Vesturlöndum en fyrirlitinn heima fyrir Heimir Már Pétursson skrifar 31. ágúst 2022 11:55 Mikhail Gorbachev og Ronald Reagan við upphaf leiðtogafundarins í Höfða 11. október 1986. AP/Scott Stewart Mikhail Gorbachev síðasti leiðtogi Sovétríkjanna sem lést í dag níutíu og eins árs að aldri var dáður á Vesturlöndum fyrir þátt hans í lokum kalda stríðsins en fyrirlitinn heima fyrir vegna hruns Sovétríkjanna og versnandi hag almennings. Mikhail Gorbachev reyndi að breyta skipulagi Sovétríkjanna með opnun á málfrelsi og slökun á miðstýrðum áætlanabúskap í efnahagsmálum.AP/Boris Yurchenko Mikhail Gorbachev var sjötti aðalritari sovéska Kommúnistaflokksins og sjöundi og síðasti leiðtogi Sovétríkjanna. Þegar hann tók við völdum hinn 5. mars 1985 hafi efnahagur Sovétríkjanna verið staðnaður í langan tíma og ríkið var í raun gjaldþrota eftir áratuga vígbúnaðarkapphlaup við Bandaríkin og NATO-ríkin. Gorbachev var þetta full ljóst og því lagði hann áherslu á að stöðva vígbúnaðarkapphlaupið. Þar var við ramman reip að draga því fjórum árum áður hafði Ronald Regan tekið við sem forseti Bandaríkjanna og hann rak harða stefnu gagnvart Sovétríkjunum sem hann kallaði Heimsveldi hins illa í ræðu árið 1983. Reagan og Gorbachev varð að lokum vel til vina og entist sú vinátta til dauðadags Reagans.AP/Boris Yurchenko Þetta sama ár kynnti Reagan til sögunnar SDI varnarkerfið, sem var áætlun um eldflaugavarnir í geimnum sem gæti grandað nær öllum langdrægum kjarnorkueldflaugum Sovétríkjanna og var kallað stjörnustríðsáætlunin í daglegu tali. Þótt færustu vísindamenn teldu þessar hugmyndir óraunhæfar hélt Reagan þeim til streitu og Sovétmenn óttuðust kostnaðinn við að færa vígbúnaðarkapphlaupið á nýtt og dýrarar stig í geimnum. Þetta voru aðstæðurnar þegar þeir Mikhail Gorbachev og Ronald Regan komu óvænt saman til leiðtogafundar í Höfða í Reykjavík dagana 11. til 12. október 1986. Þar komust þeir mjög nálægt því að semja um útrýmingu allra kjarnorkuvopna ríkja sinna en samkomulag strandaði á stjörnustríðsáætlun Reagans. Eftir valdaránstilraunina í ágúst 1991 niðurlægði Boris Yeltsin forseti Rússlands Mikhail Gorbachev forseta Sovétríkjanna með því að skipa honum að lesa yfirlýsingu sem Yeltsin hafði látið útbúa á aukafundi rússneska þingsins.AP/Boris Yurchenko Þótt leiðtogafundurinn hafi fyrst í stað verið talinn árangurslaus, eru allir helstu sérfræðingar í málefnum kalda stríðsins sammála um að á fundinum hafi ísinn verið brotinn og grunnur lagður að umfangsmiklum afvopnunarsamningum sem ríkin náðu síðar. Gorbachev kom aftur til Reykjavíkur árið 2006 þegar þess var minnst að tuttugu ár voru liðin frá leiðtogafundinum. Tilraunir Gorbachevs til umbóta í Sovétríkjunum undir slagorðunum Glasnost, eða opnun með slökun á ritskoðun og höftum á málfrelsi, og Perestroika, með losun verðlagshafta og markaðsumbótum, gengu mjög illa heima fyrir. Þrátt fyrir aukið málfrelsi hélt efnahagurinn áfram að versna. Stefna hans varð hins vegar til að berja andstöðuöflum í mörgum austur Evrópuríkjum kjark í brjóst. Fram að því að Mikhail Gorbachev varð leiðtogi Sovétríkjanna höfðu eiginkonur leiðtoga ríkisins nánast verið ósýnilegar. Raisa eiginkona Gorbachevs var hins vegar áberandi í opinberu lífi aðalritarans og forsetans og kom meðal annars með honum á leiðtogafundinn í Reykjavík.AP//Laurent Rebours Eftir misheppnaða valdaránstilraun harðlínumanna í Kommúnistaflokknum þar sem Gorbachev og Raisu eiginkonu hans var haldið í gíslingu í nokkra daga í sumarhúsi leiðtogans í ágúst 1991, dvínuðu völd hans hratt. Hvert sovétlýðveldið af öðru lýsti yfir sjálfstæði sínu og Sovétríkin leystust upp í 15 ríki. Á jóladag 1991 var Sovéski fáninn dreginn niður í Kreml í hinsta sinn og sá rússneski dregninn að húni. Nokkrum mínútum áður hafði Gorbachev sagt af sér sem forseti Sovétríkjanna í sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar. Þar með var draumur hans um samband sjálfstæðra lýðvelda með manneskjulegum kommúnisma var liðinn undir lok. Rússland Andlát Míkhaíl Gorbatsjov Sovétríkin Kalda stríðið Ronald Reagan Leiðtogafundurinn í Höfða Tengdar fréttir Míkhaíl Gorbatsjov er látinn Míkhaíl Gorbatsjov, síðasti leiðtogi Sovétríkjanna, er látinn 91 árs að aldri. Gorbatsjov hafði verið að glíma við veikindi í langan tíma og lést á spítala í Moskvuborg í dag. 30. ágúst 2022 20:46 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Sjá meira
Mikhail Gorbachev reyndi að breyta skipulagi Sovétríkjanna með opnun á málfrelsi og slökun á miðstýrðum áætlanabúskap í efnahagsmálum.AP/Boris Yurchenko Mikhail Gorbachev var sjötti aðalritari sovéska Kommúnistaflokksins og sjöundi og síðasti leiðtogi Sovétríkjanna. Þegar hann tók við völdum hinn 5. mars 1985 hafi efnahagur Sovétríkjanna verið staðnaður í langan tíma og ríkið var í raun gjaldþrota eftir áratuga vígbúnaðarkapphlaup við Bandaríkin og NATO-ríkin. Gorbachev var þetta full ljóst og því lagði hann áherslu á að stöðva vígbúnaðarkapphlaupið. Þar var við ramman reip að draga því fjórum árum áður hafði Ronald Regan tekið við sem forseti Bandaríkjanna og hann rak harða stefnu gagnvart Sovétríkjunum sem hann kallaði Heimsveldi hins illa í ræðu árið 1983. Reagan og Gorbachev varð að lokum vel til vina og entist sú vinátta til dauðadags Reagans.AP/Boris Yurchenko Þetta sama ár kynnti Reagan til sögunnar SDI varnarkerfið, sem var áætlun um eldflaugavarnir í geimnum sem gæti grandað nær öllum langdrægum kjarnorkueldflaugum Sovétríkjanna og var kallað stjörnustríðsáætlunin í daglegu tali. Þótt færustu vísindamenn teldu þessar hugmyndir óraunhæfar hélt Reagan þeim til streitu og Sovétmenn óttuðust kostnaðinn við að færa vígbúnaðarkapphlaupið á nýtt og dýrarar stig í geimnum. Þetta voru aðstæðurnar þegar þeir Mikhail Gorbachev og Ronald Regan komu óvænt saman til leiðtogafundar í Höfða í Reykjavík dagana 11. til 12. október 1986. Þar komust þeir mjög nálægt því að semja um útrýmingu allra kjarnorkuvopna ríkja sinna en samkomulag strandaði á stjörnustríðsáætlun Reagans. Eftir valdaránstilraunina í ágúst 1991 niðurlægði Boris Yeltsin forseti Rússlands Mikhail Gorbachev forseta Sovétríkjanna með því að skipa honum að lesa yfirlýsingu sem Yeltsin hafði látið útbúa á aukafundi rússneska þingsins.AP/Boris Yurchenko Þótt leiðtogafundurinn hafi fyrst í stað verið talinn árangurslaus, eru allir helstu sérfræðingar í málefnum kalda stríðsins sammála um að á fundinum hafi ísinn verið brotinn og grunnur lagður að umfangsmiklum afvopnunarsamningum sem ríkin náðu síðar. Gorbachev kom aftur til Reykjavíkur árið 2006 þegar þess var minnst að tuttugu ár voru liðin frá leiðtogafundinum. Tilraunir Gorbachevs til umbóta í Sovétríkjunum undir slagorðunum Glasnost, eða opnun með slökun á ritskoðun og höftum á málfrelsi, og Perestroika, með losun verðlagshafta og markaðsumbótum, gengu mjög illa heima fyrir. Þrátt fyrir aukið málfrelsi hélt efnahagurinn áfram að versna. Stefna hans varð hins vegar til að berja andstöðuöflum í mörgum austur Evrópuríkjum kjark í brjóst. Fram að því að Mikhail Gorbachev varð leiðtogi Sovétríkjanna höfðu eiginkonur leiðtoga ríkisins nánast verið ósýnilegar. Raisa eiginkona Gorbachevs var hins vegar áberandi í opinberu lífi aðalritarans og forsetans og kom meðal annars með honum á leiðtogafundinn í Reykjavík.AP//Laurent Rebours Eftir misheppnaða valdaránstilraun harðlínumanna í Kommúnistaflokknum þar sem Gorbachev og Raisu eiginkonu hans var haldið í gíslingu í nokkra daga í sumarhúsi leiðtogans í ágúst 1991, dvínuðu völd hans hratt. Hvert sovétlýðveldið af öðru lýsti yfir sjálfstæði sínu og Sovétríkin leystust upp í 15 ríki. Á jóladag 1991 var Sovéski fáninn dreginn niður í Kreml í hinsta sinn og sá rússneski dregninn að húni. Nokkrum mínútum áður hafði Gorbachev sagt af sér sem forseti Sovétríkjanna í sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar. Þar með var draumur hans um samband sjálfstæðra lýðvelda með manneskjulegum kommúnisma var liðinn undir lok.
Rússland Andlát Míkhaíl Gorbatsjov Sovétríkin Kalda stríðið Ronald Reagan Leiðtogafundurinn í Höfða Tengdar fréttir Míkhaíl Gorbatsjov er látinn Míkhaíl Gorbatsjov, síðasti leiðtogi Sovétríkjanna, er látinn 91 árs að aldri. Gorbatsjov hafði verið að glíma við veikindi í langan tíma og lést á spítala í Moskvuborg í dag. 30. ágúst 2022 20:46 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Sjá meira
Míkhaíl Gorbatsjov er látinn Míkhaíl Gorbatsjov, síðasti leiðtogi Sovétríkjanna, er látinn 91 árs að aldri. Gorbatsjov hafði verið að glíma við veikindi í langan tíma og lést á spítala í Moskvuborg í dag. 30. ágúst 2022 20:46