„Sumt fólk dæmir fatlað fólk svo mikið því það heldur að það geti ekki gert neitt eins vel og þau“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 31. ágúst 2022 19:30 Lára Þorsteinsdóttir ræddi málefni fatlaðra í þættinum Spjallið með Góðvild. Mission framleiðsla Einhverf kona sem fékk á dögunum langþráð samþykki frá Háskóla Íslands til að sækja nám í sagnfræði segir að samfélagið þurfi að treysta fólki með fötlun. Lára Þorsteinsdóttir vakti athygli á takmörkuðu framboði náms fyrir fólk með fötlun hjá Háskóla Íslands í Spjallinu með Góðvild í fyrra. Þar sagði hún að það væri ósanngjarnt að henni og öðrum fötluðum stæði bara starfstengt diplómunám til boða. „Fyrir bókaorm eins og mig sem hefur brennandi áhuga á sagnfræði og fékk tíu í sagnfræði í menntaskóla, þá hefði ég til dæmis svo gjarnan viljað sækja líka tíma í sagnfræðideildinni,“ sagði Lára í Spjalli með Góðvild í fyrra. Þessi draumur Láru rættist á dögunum þegar hún fékk langþráð símtal frá háskólanum þar sem henni var tilkynnt að hún gæti loksins hafið nám í sagnfræði. „Sá sem hringdi sagði mér að það væri búið að fá allt í gegn og að ég kæmist í einn áfanga þar.“ Fyrsti skóladagurinn var á mánudaginn og segir Lára spennandi að vera loksins byrjuð í háskóla. „Ég er að læra hvernig sagnfræðin varð til og þetta er undirbúningskúrs sem ég er í.“ Hún segir mikilvægt að hrósa skólanum fyrir að bjóða henni loksins skólavist og vonast til að fleiri fái að stunda draumanámið. Lára segir að samfélagið þurfi að treysta fólki með fötlun enda hafi sá hópur margt til brunns að bera. „Sumt fólk dæmir fatlað fólk svo mikið því það heldur að það geti ekki gert neitt eins vel og þau. Fólk ætti aldrei að dæma fatlað fólk út af því að það er öðruvísi.“ Lára vinnur á Te og kaffi meðfram skóla en þegar hún hefur lokið háskólanámi langar hana að gera ýmislegt. „Mig langar að vinna með fötluðum börnum eða dýrum eða auðvitað líka sagnfræði.“ Málefni fatlaðs fólks Skóla - og menntamál Háskólar Tengdar fréttir Ósanngjarnt að þetta sé eina námið sem stendur fötluðum til boða Lára Þorsteinsdóttir, 22 ára kona með einhverfu, gagnrýnir framboð á námi við Háskóla Íslands fyrir fatlað fólk og segir það mjög takmarkað. Fatlaðir eigi rétt á menntun eins og aðrir og því þurfi að bæta úr þessu. 15. júní 2021 07:00 Til skoðunar að auka framboð náms fyrir fatlaða í HÍ Rektor Háskóla Íslands segir til skoðunar að auka námsframboð í skólanum fyrir fólk með fötlun. Einhverf kona segir ósanngjarnt að henni standi bara starfstengt diplómanám til boða. 23. júní 2021 13:20 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Fleiri fréttir Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Sjá meira
Lára Þorsteinsdóttir vakti athygli á takmörkuðu framboði náms fyrir fólk með fötlun hjá Háskóla Íslands í Spjallinu með Góðvild í fyrra. Þar sagði hún að það væri ósanngjarnt að henni og öðrum fötluðum stæði bara starfstengt diplómunám til boða. „Fyrir bókaorm eins og mig sem hefur brennandi áhuga á sagnfræði og fékk tíu í sagnfræði í menntaskóla, þá hefði ég til dæmis svo gjarnan viljað sækja líka tíma í sagnfræðideildinni,“ sagði Lára í Spjalli með Góðvild í fyrra. Þessi draumur Láru rættist á dögunum þegar hún fékk langþráð símtal frá háskólanum þar sem henni var tilkynnt að hún gæti loksins hafið nám í sagnfræði. „Sá sem hringdi sagði mér að það væri búið að fá allt í gegn og að ég kæmist í einn áfanga þar.“ Fyrsti skóladagurinn var á mánudaginn og segir Lára spennandi að vera loksins byrjuð í háskóla. „Ég er að læra hvernig sagnfræðin varð til og þetta er undirbúningskúrs sem ég er í.“ Hún segir mikilvægt að hrósa skólanum fyrir að bjóða henni loksins skólavist og vonast til að fleiri fái að stunda draumanámið. Lára segir að samfélagið þurfi að treysta fólki með fötlun enda hafi sá hópur margt til brunns að bera. „Sumt fólk dæmir fatlað fólk svo mikið því það heldur að það geti ekki gert neitt eins vel og þau. Fólk ætti aldrei að dæma fatlað fólk út af því að það er öðruvísi.“ Lára vinnur á Te og kaffi meðfram skóla en þegar hún hefur lokið háskólanámi langar hana að gera ýmislegt. „Mig langar að vinna með fötluðum börnum eða dýrum eða auðvitað líka sagnfræði.“
Málefni fatlaðs fólks Skóla - og menntamál Háskólar Tengdar fréttir Ósanngjarnt að þetta sé eina námið sem stendur fötluðum til boða Lára Þorsteinsdóttir, 22 ára kona með einhverfu, gagnrýnir framboð á námi við Háskóla Íslands fyrir fatlað fólk og segir það mjög takmarkað. Fatlaðir eigi rétt á menntun eins og aðrir og því þurfi að bæta úr þessu. 15. júní 2021 07:00 Til skoðunar að auka framboð náms fyrir fatlaða í HÍ Rektor Háskóla Íslands segir til skoðunar að auka námsframboð í skólanum fyrir fólk með fötlun. Einhverf kona segir ósanngjarnt að henni standi bara starfstengt diplómanám til boða. 23. júní 2021 13:20 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Fleiri fréttir Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Sjá meira
Ósanngjarnt að þetta sé eina námið sem stendur fötluðum til boða Lára Þorsteinsdóttir, 22 ára kona með einhverfu, gagnrýnir framboð á námi við Háskóla Íslands fyrir fatlað fólk og segir það mjög takmarkað. Fatlaðir eigi rétt á menntun eins og aðrir og því þurfi að bæta úr þessu. 15. júní 2021 07:00
Til skoðunar að auka framboð náms fyrir fatlaða í HÍ Rektor Háskóla Íslands segir til skoðunar að auka námsframboð í skólanum fyrir fólk með fötlun. Einhverf kona segir ósanngjarnt að henni standi bara starfstengt diplómanám til boða. 23. júní 2021 13:20