Gengur fram af fólki og eignast aðdáendur með svæsnasta hlaðvarpi landsins Snorri Másson skrifar 2. september 2022 08:01 Kynlífsklúbbar í Berlín, misgóð Tinder-deit og það eilífa verkefni að hætta að deita meth-hausa. Þetta eru ósköp eðlileg viðfangsefni Vigdísar Howser Harðardóttur í hlaðvarpi hennar Kallaðu mig Howser og á engan er hallað þegar fullyrt er að þar fari yfirgengilegasta hlaðvarp landsins. Hlaðvarpið hefur vakið töluverða athygli þótt ljóst sé að ekki allir geti fengið sig til að hlusta á eins vafningalausa lýsingu á róttækum lifnaðarháttum. Áheyrn er sögu ríkari - í innslaginu hér að ofan er hlýtt á brot af því besta úr hlaðvarpinu og brot af því besta af TikTok-aðgangi stjórnandans, ásamt því sem rætt er við Vigdísi sjálfa. Umfjöllun hefst á níundu mínútu. Vigdís Howser er mörgum kunn af samfélagsmiðlum og nú sífellt fleirum vegna hlaðvarps hennar, Kallaðu mig Howser.INSTAGRAM Vigdísi Howser er margt til lista lagt, fyrrverandi Reykjavíkurdóttir, TikTok-stjarna og nú er hún sest á skólabekk. Þá ætlar Vigdís að gefa út hlaðvarpsþátt reglulega með náminu. „Mig langaði bara að hafa gaman, fyrst og fremst,“ segir hún um hlaðvarpið. „Svo er þetta líka bara smá sálfræðitími fyrir mig að ræða alls konar hluti og gera fortíðina aðeins upp. Íslendingar eru svolítið feimnir. Það er mjög algengt í erlendum hlaðvörpum að fólk sé að tala um alls konar. Það sem ég er að hlusta á, það er enginn filter þar. Og mig langaði svolítið að vera bara með engan filter. Þá heyrir fólk og hugsar já, þetta er eitthvað sem ég hef gert, en það má ekki tala um það.“ Vigdís er nýflutt heim til Reykjavíkur frá Berlín og bendir á hið augljósa að hér heima er ekki eins rótgróin klúbbamenning eins og hún fékk að kynnast í Berlín. „En ég held að klúbbamenningin þarna úti snúist ekki bara um dóp og kynlíf og það, heldur líka um samheldni og samfélag. Mér finnst það vera í Berlín, að fara að dansa og ná saman á dansgólfinu,“ segir Vigdís og bætir við: „Og svo kannski bara í annað herbergi og gera það sem þú vilt gera. Það verður líka að vera frelsi fyrir því.“ Lopapeysa og nám Vigdís hefur hafið nám í nýstofnaðri kvikmyndadeild Listaháskóla Íslands. Sú deild hóf starfsemi í bráðabirgðahúsnæði við Borgartún í síðustu viku og hefur farið vel af stað. Námið er alveg nýtt hér á landi, það er í bili á bachelor-stigi, 12 nemenda hópur sem fer saman í gegnum námið, en síðan verður einnig boðið upp á meistaranám þegar fram líða stundir. View this post on Instagram A post shared by @vigdis.howser „Mig langar að leikstýra, gera handrit og ég er núna að læra að vera handritshöfundur. En maður lærir samt allt, leikstjórn, handritaskrif, framleiðslu, hljóð og svo framvegis. Svo getum við valið í hverju við sérhæfum okkur. Þetta er náttúrulega bara frábært og margir hafa beðið eftir þessu lengi. Það vantar náttúrulega mikið af fólki í bransann hér á Íslandi, þar sem erlend framleiðsla er sífellt meiri og þar vill fólk vera með íslenskt starfsfólk,“ segir Vigdís. Vigdís hefur hafið nám í nýstofnaðri kvikmyndadeild Listaháskóla Íslands.Vísir/Arnar Samfélagsmiðlar Kynlíf Ísland í dag Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Fleiri fréttir Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Sjá meira
Hlaðvarpið hefur vakið töluverða athygli þótt ljóst sé að ekki allir geti fengið sig til að hlusta á eins vafningalausa lýsingu á róttækum lifnaðarháttum. Áheyrn er sögu ríkari - í innslaginu hér að ofan er hlýtt á brot af því besta úr hlaðvarpinu og brot af því besta af TikTok-aðgangi stjórnandans, ásamt því sem rætt er við Vigdísi sjálfa. Umfjöllun hefst á níundu mínútu. Vigdís Howser er mörgum kunn af samfélagsmiðlum og nú sífellt fleirum vegna hlaðvarps hennar, Kallaðu mig Howser.INSTAGRAM Vigdísi Howser er margt til lista lagt, fyrrverandi Reykjavíkurdóttir, TikTok-stjarna og nú er hún sest á skólabekk. Þá ætlar Vigdís að gefa út hlaðvarpsþátt reglulega með náminu. „Mig langaði bara að hafa gaman, fyrst og fremst,“ segir hún um hlaðvarpið. „Svo er þetta líka bara smá sálfræðitími fyrir mig að ræða alls konar hluti og gera fortíðina aðeins upp. Íslendingar eru svolítið feimnir. Það er mjög algengt í erlendum hlaðvörpum að fólk sé að tala um alls konar. Það sem ég er að hlusta á, það er enginn filter þar. Og mig langaði svolítið að vera bara með engan filter. Þá heyrir fólk og hugsar já, þetta er eitthvað sem ég hef gert, en það má ekki tala um það.“ Vigdís er nýflutt heim til Reykjavíkur frá Berlín og bendir á hið augljósa að hér heima er ekki eins rótgróin klúbbamenning eins og hún fékk að kynnast í Berlín. „En ég held að klúbbamenningin þarna úti snúist ekki bara um dóp og kynlíf og það, heldur líka um samheldni og samfélag. Mér finnst það vera í Berlín, að fara að dansa og ná saman á dansgólfinu,“ segir Vigdís og bætir við: „Og svo kannski bara í annað herbergi og gera það sem þú vilt gera. Það verður líka að vera frelsi fyrir því.“ Lopapeysa og nám Vigdís hefur hafið nám í nýstofnaðri kvikmyndadeild Listaháskóla Íslands. Sú deild hóf starfsemi í bráðabirgðahúsnæði við Borgartún í síðustu viku og hefur farið vel af stað. Námið er alveg nýtt hér á landi, það er í bili á bachelor-stigi, 12 nemenda hópur sem fer saman í gegnum námið, en síðan verður einnig boðið upp á meistaranám þegar fram líða stundir. View this post on Instagram A post shared by @vigdis.howser „Mig langar að leikstýra, gera handrit og ég er núna að læra að vera handritshöfundur. En maður lærir samt allt, leikstjórn, handritaskrif, framleiðslu, hljóð og svo framvegis. Svo getum við valið í hverju við sérhæfum okkur. Þetta er náttúrulega bara frábært og margir hafa beðið eftir þessu lengi. Það vantar náttúrulega mikið af fólki í bransann hér á Íslandi, þar sem erlend framleiðsla er sífellt meiri og þar vill fólk vera með íslenskt starfsfólk,“ segir Vigdís. Vigdís hefur hafið nám í nýstofnaðri kvikmyndadeild Listaháskóla Íslands.Vísir/Arnar
Samfélagsmiðlar Kynlíf Ísland í dag Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Fleiri fréttir Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Sjá meira