Birgitta miður sín og biðst afsökunar Bjarki Sigurðsson skrifar 1. september 2022 20:35 Birgitta hefur beðist afsökunar á orðalagi sínu í Íslandi í dag. Vísir Birgitta Líf hefur beðist afsökunar á orðum sem hún lét falla í Ísland í dag í vikunni. Hún hafi ekki verið að reyna að skjóta á neinn heldur einungis segja frá því hvernig LXS-þátturinn væri. Birgitta Líf Björnsdóttir, einn meðlimur LXS-hópsins, sagði í Íslandi í dag vikunni að raunveruleikaþáttur þeirra, LXS, væri „kannski svona mest alvöru raunveruleikaþættir sem hafa verið gerðir“. Ekkert í þættinum væri eftir handriti. Patrekur Jaime, raunveruleikastjarna úr þáttunum Æði, túlkaði orð Birgittu sem svo að hún væri að skjóta á þátt sinn. Hann sagði orð Birgittu vera kjaftshögg. „Við strákarnir höfum sett allt okkar líf fyrir framan myndavélina og höfum aldrei haldið á handriti eða verið með eitthvað scriptað,“ sagði Patrekur á Instagram-síðu sinni. Birgitta Líf, Sunneva Einars og Magnea Jónsdóttir, allar meðlimir LXS, voru gestir Gústa B og Páls Orra í Veislunni á FM957 og sagðist Birgitta vera miður sín þegar hún mætti. „Ég hef verið betri, ég skal alveg viðurkenna það. Maður er miður sín,“ sagði Birgitta og útskýrði hvað hún meinti. „Þarna er ég, að ég hélt, að segja hvað okkur finnst LXS vera, hvað við lögðum upp með framleiðslunni hvernig þetta ætti að vera. Aldrei að tala illa gagnvart neinum öðrum,“ sagði Birgitta. Hér fyrir neðan má hlusta á klippu úr þættinum þar sem rætt er um atvikið. Hún segist ekki muna eftir því að hafa orðað hlutina svona og biðst afsökunar á orðalaginu. Það hafa ekki átt að beinast gegn neinum öðrum. Þá þakkar hún Æði-strákunum fyrir og segir að LXS-þættirnir væru líklegast ekki til ef ekki væri fyrir Æði. „Ég skil alveg að hann geti ákveðið að taka þetta til sín og taka því svona. Þess vegna biðst ég afsökunar en þetta var ekki meint svoleiðis frá okkur. Mér finnst þetta svo leiðinlegt, ég er búin að vera miður mín og í smá sjokki,“ segir Birgitta. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan. Bíó og sjónvarp LXS Æði FM957 Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Lítill rappari á leiðinni Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Lífið Sjö rétta líbönsk veisla sem þú mátt alls ekki missa af! Lífið samstarf Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Lífið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Fleiri fréttir Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Sjá meira
Birgitta Líf Björnsdóttir, einn meðlimur LXS-hópsins, sagði í Íslandi í dag vikunni að raunveruleikaþáttur þeirra, LXS, væri „kannski svona mest alvöru raunveruleikaþættir sem hafa verið gerðir“. Ekkert í þættinum væri eftir handriti. Patrekur Jaime, raunveruleikastjarna úr þáttunum Æði, túlkaði orð Birgittu sem svo að hún væri að skjóta á þátt sinn. Hann sagði orð Birgittu vera kjaftshögg. „Við strákarnir höfum sett allt okkar líf fyrir framan myndavélina og höfum aldrei haldið á handriti eða verið með eitthvað scriptað,“ sagði Patrekur á Instagram-síðu sinni. Birgitta Líf, Sunneva Einars og Magnea Jónsdóttir, allar meðlimir LXS, voru gestir Gústa B og Páls Orra í Veislunni á FM957 og sagðist Birgitta vera miður sín þegar hún mætti. „Ég hef verið betri, ég skal alveg viðurkenna það. Maður er miður sín,“ sagði Birgitta og útskýrði hvað hún meinti. „Þarna er ég, að ég hélt, að segja hvað okkur finnst LXS vera, hvað við lögðum upp með framleiðslunni hvernig þetta ætti að vera. Aldrei að tala illa gagnvart neinum öðrum,“ sagði Birgitta. Hér fyrir neðan má hlusta á klippu úr þættinum þar sem rætt er um atvikið. Hún segist ekki muna eftir því að hafa orðað hlutina svona og biðst afsökunar á orðalaginu. Það hafa ekki átt að beinast gegn neinum öðrum. Þá þakkar hún Æði-strákunum fyrir og segir að LXS-þættirnir væru líklegast ekki til ef ekki væri fyrir Æði. „Ég skil alveg að hann geti ákveðið að taka þetta til sín og taka því svona. Þess vegna biðst ég afsökunar en þetta var ekki meint svoleiðis frá okkur. Mér finnst þetta svo leiðinlegt, ég er búin að vera miður mín og í smá sjokki,“ segir Birgitta. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan.
Bíó og sjónvarp LXS Æði FM957 Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Lítill rappari á leiðinni Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Lífið Sjö rétta líbönsk veisla sem þú mátt alls ekki missa af! Lífið samstarf Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Lífið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Fleiri fréttir Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Sjá meira
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun