„Vorum bara yfirburðarlið á vellinum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. september 2022 20:13 Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska landsliðsins. Vísir/Hulda Margrét Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var að vonum kátur eftir öruggan 6-0 sigur liðsins gegn Hvíta-Rússlandi í kvöld. Hann gekk svo langt að segja að leikurinn hafi nánast gengið fullkomlega upp. „Jú ég held það. Heilt yfir var þetta bara mjög góður leikur hjá okkur og við vorum bara yfirburðarlið á vellinum,“ sagði Þorsteinn í leikslok. „Við spiluðum flottan, kröftugan og aggresívan leik og sköpuðum fullt af færum og skoruðum flott mörk þannig ég er bara sáttur.“ Sara Björk Gunnarsdóttir kom íslenska liðinu í forystu þegar um stundarfjórðungur var liðinn af leiknum og tvöfaldaði forystuna síðan tveimur mínútum síðar. Þorsteinn segir að það hafi verið hluti af leikplaninu að byrja af krafti. „Við töluðum um það að við þyrftum að fara inn í leikinn þannig að þeim myndi aldrei líða vel í byrjun. Mér fannst við gera það og þær fengu aldrei andrými til að líða vel á boltanum og það heppnaðist bara vel.“ Þorsteinn gaf ungum stelpum sénsinn í kvöld og hin 18 ára gamla Amanda Andradóttir nýtti tækifærið vel úti á vinstri kanti. „Hún spilaði vel og skapaði og gerði í raun og veru það sem ég var að vonast að hún myndi gera. Það var spilað í kringum hana og hún fékk leiðir í sóknarleiknum og opnanir og gerði það bara vel þannig ég er virkilega sáttur við hennar framlag.“ Þá var Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir í vinstri bakverði í kvöld og vinstri vængur liðsins því samtals undir 40 ára að aldri. „Munda er náttúrulega ekki að spila sína fyrstu landsleiki en hún kom bara vel inn í þetta og gerði þetta vel. Þær unnu vel saman og náðu að tengja við aðra og voru bara að skapa og halda spilinu gangandi. Eins og ég segi þá fengu Hvít-Rússar aldrei tækifæri til að ná andrými á móti okkur og partur af því var að þær voru að halda boltanum vel á vængnum.“ Eins og flestir vita mætir íslenska liðið Hollendingum í hreinum úrslitaleik um beint sæti á HM næstkomandi þriðjudag. Þrátt fyrir að mikill geturmunur sé á Hvít-Rússum og Hollendingum þá segir Þorsteinn að leikurinn í kvöld gefi liðinu, og ungu leikmönnunum, mikið fyrir úrslitaleikinn. „Mér sýndist það allavega í þessum leik að við ætlum okkur eitthvað meira en þetta. Það var bara markmiðið með þessum leik að vinna hann og gera það sannfærandi og af krafti. Við þurftum að spila vel í dag til að taka gott veganesti til Hollands og vera fyrir ofan Hollendinga þegar við mætum þangað. Við þurfum að gera virkilega vel til að vinna Holland.“ Að lokum var Þorsteinn Spurður út í dómgæsluna í leiknum, en margir klóruðu sér í hausnum þegar mark Amöndu Andradóttur var dæmt af vegna rangstöðu í fyrri hálfleik. Þorsteinn vildi þó ekki tjá sig um þau mál. „Svona er þetta bara,“ sagði Þorsteinn að lokum. Klippa: Þorsteinn Halldórsson eftir leik Íslands og Hvíta-Rússlands Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Hvíta-Rússland 6-0 | Komnar skrefi nær HM eftir stórsigur Ísland steig stórt skref í átt að því að komast á HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn með 6-0 stórsigri á Hvíta-Rússlandi í kvöld. 2. september 2022 19:50 Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik - Shamrock Rovers | Kemur fyrsti sigurinn? Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Sjá meira
„Jú ég held það. Heilt yfir var þetta bara mjög góður leikur hjá okkur og við vorum bara yfirburðarlið á vellinum,“ sagði Þorsteinn í leikslok. „Við spiluðum flottan, kröftugan og aggresívan leik og sköpuðum fullt af færum og skoruðum flott mörk þannig ég er bara sáttur.“ Sara Björk Gunnarsdóttir kom íslenska liðinu í forystu þegar um stundarfjórðungur var liðinn af leiknum og tvöfaldaði forystuna síðan tveimur mínútum síðar. Þorsteinn segir að það hafi verið hluti af leikplaninu að byrja af krafti. „Við töluðum um það að við þyrftum að fara inn í leikinn þannig að þeim myndi aldrei líða vel í byrjun. Mér fannst við gera það og þær fengu aldrei andrými til að líða vel á boltanum og það heppnaðist bara vel.“ Þorsteinn gaf ungum stelpum sénsinn í kvöld og hin 18 ára gamla Amanda Andradóttir nýtti tækifærið vel úti á vinstri kanti. „Hún spilaði vel og skapaði og gerði í raun og veru það sem ég var að vonast að hún myndi gera. Það var spilað í kringum hana og hún fékk leiðir í sóknarleiknum og opnanir og gerði það bara vel þannig ég er virkilega sáttur við hennar framlag.“ Þá var Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir í vinstri bakverði í kvöld og vinstri vængur liðsins því samtals undir 40 ára að aldri. „Munda er náttúrulega ekki að spila sína fyrstu landsleiki en hún kom bara vel inn í þetta og gerði þetta vel. Þær unnu vel saman og náðu að tengja við aðra og voru bara að skapa og halda spilinu gangandi. Eins og ég segi þá fengu Hvít-Rússar aldrei tækifæri til að ná andrými á móti okkur og partur af því var að þær voru að halda boltanum vel á vængnum.“ Eins og flestir vita mætir íslenska liðið Hollendingum í hreinum úrslitaleik um beint sæti á HM næstkomandi þriðjudag. Þrátt fyrir að mikill geturmunur sé á Hvít-Rússum og Hollendingum þá segir Þorsteinn að leikurinn í kvöld gefi liðinu, og ungu leikmönnunum, mikið fyrir úrslitaleikinn. „Mér sýndist það allavega í þessum leik að við ætlum okkur eitthvað meira en þetta. Það var bara markmiðið með þessum leik að vinna hann og gera það sannfærandi og af krafti. Við þurftum að spila vel í dag til að taka gott veganesti til Hollands og vera fyrir ofan Hollendinga þegar við mætum þangað. Við þurfum að gera virkilega vel til að vinna Holland.“ Að lokum var Þorsteinn Spurður út í dómgæsluna í leiknum, en margir klóruðu sér í hausnum þegar mark Amöndu Andradóttur var dæmt af vegna rangstöðu í fyrri hálfleik. Þorsteinn vildi þó ekki tjá sig um þau mál. „Svona er þetta bara,“ sagði Þorsteinn að lokum. Klippa: Þorsteinn Halldórsson eftir leik Íslands og Hvíta-Rússlands
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Hvíta-Rússland 6-0 | Komnar skrefi nær HM eftir stórsigur Ísland steig stórt skref í átt að því að komast á HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn með 6-0 stórsigri á Hvíta-Rússlandi í kvöld. 2. september 2022 19:50 Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik - Shamrock Rovers | Kemur fyrsti sigurinn? Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Hvíta-Rússland 6-0 | Komnar skrefi nær HM eftir stórsigur Ísland steig stórt skref í átt að því að komast á HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn með 6-0 stórsigri á Hvíta-Rússlandi í kvöld. 2. september 2022 19:50