„Þetta var bara á milli okkar“ Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2022 20:58 Sara Björk Gunnarsdóttir fagnar fyrra marki sínu sem var hennar fyrsta mark í leik síðan snemma árs 2021. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Það er eiginlega of langt síðan ég hef skorað og það var frábær tilfinning að sjá boltann í netinu, og það sérstaklega hérna heima á Laugardalsvellinum,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði, sem skoraði fyrstu tvö mörk Íslands í 6-0 sigrinum gegn Hvíta-Rússlandi í kvöld. Sara skoraði síðast mörk í keppnisleik snemma árs 2021 og fimm ár eru síðan að hún skoraði síðast mark á Laugardalsvelli. Hún hafði því ærna ástæðu til að fagna í kvöld, sem hún gerði en hljóp svo rakleitt til Sifjar Atladóttur sem var á varamannabekk Íslands. „Ég veit ekki hvað kemur yfir mig. Ég fagna bara einhvern veginn þegar ég skora. En það var alla vega góð tilfinning og mikil gleði,“ sagði Sara sem vildi ekki segja fjölmiðlamönnum neitt um það af hverju nákvæmlega hún fór til Sifjar. Gefur hún svona góð ráð varðandi vítaspyrnur, eins og þá sem Sara skoraði fyrsta mark leiksins úr? „Það er spurning. Þetta var bara á milli okkar. Ég ætla ekki að útskýra það nánar. Þið þurfið ekki að vita allt,“ sagði Sara og brosti en viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Klippa: Sara Björk eftir sigurinn á Hvíta-Rússlandi „Skynsamlegt að taka mig út af“ Söru var skipt af velli þegar ljóst var að Ísland færi með sigur af hólmi, á 63. mínútu, fyrir Selmu Sól Magnúsdóttur sem skoraði svo sjötta mark Íslands í leiknum. „Það var þægilegt að geta skorað svona snemma og tekið yfir leikinn frá byrjun, og fara inn í hálfleik með gott sjálfstraust og 2-0 yfir. Í seinni hálfleik völtuðum við yfir þær og gáfum þeim aldrei séns á að koma sér inn í leikinn Ég hefði getað spilað lengur en það var kannski skynsamlegt að taka mig út af. Leikmennirnir sem komu inn á komu líka inn af krafti, við héldum áfram að skapa færi og það gekk vel. En auðvitað vill maður alltaf spila alla leiki,“ sagði Sara. „Eins og þær hefðu spilað þarna í mörg ár“ Hún var hrifin af frammistöðu Áslaugar Mundu Gunnlaugsdóttur og Amöndu Andradóttur sem stóðu sig frábærlega á vinstri kantinum. Amanda er 18 ára og Munda 21 árs. „Þær stóðu sig frábærlega. Það var eins og þær hefðu spilað þarna í mörg ár. Það er ekki að sjá að þær hafi ekki spilað mikið saman. Þær eru frábærir leikmenn og frábært að sjá þær blómstra,“ sagði Sara sem var ósátt við að mark Amöndu í fyrri hálfleik fengi ekki að standa. Rangstaða virtist dæmd á Söru en það virtist kolrangur dómur: „Já, þetta var svolítið pirrandi. Ég hefði viljað sjá þetta vera gilt mark hjá Amöndu, eins og þetta var, en það er ekki hægt að kvarta alltaf í dómaranum.“ Íslenska landsliðið heldur nú til Hollands á sunnudagsmorgun og spilar þar úrslitaleik við heimakonur um öruggt sæti á HM, á þriðjudagskvöld. Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Tengdar fréttir „Getum loksins farið að einbeita okkur að þessum leik á þriðjudaginn“ Glódís Perla Viggósdóttir gat leyft sér að brosa eftir öruggan 6-0 sigur Íslands gegn Hvíta-Rússlandi í kvöld. Glódís skoraði fjóra mark Íslands og segir leikinn gott veganesti í leikinn gegn Hollendingum. 2. september 2022 20:41 „Ekki í þessu landsliði fyrir eitthvað þannig“ „Við skoruðum sex góð mörk og héldum hreinu, og gáfum þeim aldrei séns. Við getum verið stolt af þessari frammistöðu,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir sem skoraði tvö marka Íslands í 6-0 sigrinum gegn Hvíta-Rússlandi í kvöld. 2. september 2022 20:40 Einkunnir Íslands: Dagný Brynjars maður leiksins á miðjunni Ísland valtaði yfir Hvíta-Rússland, 6-0, í undankeppni HM2023 í kvöld. Hér er hægt að sjá einkunnir íslensku leikmannanna í leiknum þar sem Dagný Brynjarsdóttir var valin maður leiksins. 2. september 2022 19:45 Twitter um landsleikinn: „Þvílík kona“ Íslenska kvennalandsliðið vann í kvöld lið Hvít-Rússa á Laugardalsvelli, 6-0. Íslenska þjóðin hefur verið dugleg að tjá sig um leikinn á Twitter og nokkur tweet má sjá hér að neðan. 2. september 2022 19:27 Umfjöllun: Ísland - Hvíta-Rússland 6-0 | Komnar skrefi nær HM eftir stórsigur Ísland steig stórt skref í átt að því að komast á HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn með 6-0 stórsigri á Hvíta-Rússlandi í kvöld. 2. september 2022 19:50 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Sara skoraði síðast mörk í keppnisleik snemma árs 2021 og fimm ár eru síðan að hún skoraði síðast mark á Laugardalsvelli. Hún hafði því ærna ástæðu til að fagna í kvöld, sem hún gerði en hljóp svo rakleitt til Sifjar Atladóttur sem var á varamannabekk Íslands. „Ég veit ekki hvað kemur yfir mig. Ég fagna bara einhvern veginn þegar ég skora. En það var alla vega góð tilfinning og mikil gleði,“ sagði Sara sem vildi ekki segja fjölmiðlamönnum neitt um það af hverju nákvæmlega hún fór til Sifjar. Gefur hún svona góð ráð varðandi vítaspyrnur, eins og þá sem Sara skoraði fyrsta mark leiksins úr? „Það er spurning. Þetta var bara á milli okkar. Ég ætla ekki að útskýra það nánar. Þið þurfið ekki að vita allt,“ sagði Sara og brosti en viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Klippa: Sara Björk eftir sigurinn á Hvíta-Rússlandi „Skynsamlegt að taka mig út af“ Söru var skipt af velli þegar ljóst var að Ísland færi með sigur af hólmi, á 63. mínútu, fyrir Selmu Sól Magnúsdóttur sem skoraði svo sjötta mark Íslands í leiknum. „Það var þægilegt að geta skorað svona snemma og tekið yfir leikinn frá byrjun, og fara inn í hálfleik með gott sjálfstraust og 2-0 yfir. Í seinni hálfleik völtuðum við yfir þær og gáfum þeim aldrei séns á að koma sér inn í leikinn Ég hefði getað spilað lengur en það var kannski skynsamlegt að taka mig út af. Leikmennirnir sem komu inn á komu líka inn af krafti, við héldum áfram að skapa færi og það gekk vel. En auðvitað vill maður alltaf spila alla leiki,“ sagði Sara. „Eins og þær hefðu spilað þarna í mörg ár“ Hún var hrifin af frammistöðu Áslaugar Mundu Gunnlaugsdóttur og Amöndu Andradóttur sem stóðu sig frábærlega á vinstri kantinum. Amanda er 18 ára og Munda 21 árs. „Þær stóðu sig frábærlega. Það var eins og þær hefðu spilað þarna í mörg ár. Það er ekki að sjá að þær hafi ekki spilað mikið saman. Þær eru frábærir leikmenn og frábært að sjá þær blómstra,“ sagði Sara sem var ósátt við að mark Amöndu í fyrri hálfleik fengi ekki að standa. Rangstaða virtist dæmd á Söru en það virtist kolrangur dómur: „Já, þetta var svolítið pirrandi. Ég hefði viljað sjá þetta vera gilt mark hjá Amöndu, eins og þetta var, en það er ekki hægt að kvarta alltaf í dómaranum.“ Íslenska landsliðið heldur nú til Hollands á sunnudagsmorgun og spilar þar úrslitaleik við heimakonur um öruggt sæti á HM, á þriðjudagskvöld.
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Tengdar fréttir „Getum loksins farið að einbeita okkur að þessum leik á þriðjudaginn“ Glódís Perla Viggósdóttir gat leyft sér að brosa eftir öruggan 6-0 sigur Íslands gegn Hvíta-Rússlandi í kvöld. Glódís skoraði fjóra mark Íslands og segir leikinn gott veganesti í leikinn gegn Hollendingum. 2. september 2022 20:41 „Ekki í þessu landsliði fyrir eitthvað þannig“ „Við skoruðum sex góð mörk og héldum hreinu, og gáfum þeim aldrei séns. Við getum verið stolt af þessari frammistöðu,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir sem skoraði tvö marka Íslands í 6-0 sigrinum gegn Hvíta-Rússlandi í kvöld. 2. september 2022 20:40 Einkunnir Íslands: Dagný Brynjars maður leiksins á miðjunni Ísland valtaði yfir Hvíta-Rússland, 6-0, í undankeppni HM2023 í kvöld. Hér er hægt að sjá einkunnir íslensku leikmannanna í leiknum þar sem Dagný Brynjarsdóttir var valin maður leiksins. 2. september 2022 19:45 Twitter um landsleikinn: „Þvílík kona“ Íslenska kvennalandsliðið vann í kvöld lið Hvít-Rússa á Laugardalsvelli, 6-0. Íslenska þjóðin hefur verið dugleg að tjá sig um leikinn á Twitter og nokkur tweet má sjá hér að neðan. 2. september 2022 19:27 Umfjöllun: Ísland - Hvíta-Rússland 6-0 | Komnar skrefi nær HM eftir stórsigur Ísland steig stórt skref í átt að því að komast á HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn með 6-0 stórsigri á Hvíta-Rússlandi í kvöld. 2. september 2022 19:50 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
„Getum loksins farið að einbeita okkur að þessum leik á þriðjudaginn“ Glódís Perla Viggósdóttir gat leyft sér að brosa eftir öruggan 6-0 sigur Íslands gegn Hvíta-Rússlandi í kvöld. Glódís skoraði fjóra mark Íslands og segir leikinn gott veganesti í leikinn gegn Hollendingum. 2. september 2022 20:41
„Ekki í þessu landsliði fyrir eitthvað þannig“ „Við skoruðum sex góð mörk og héldum hreinu, og gáfum þeim aldrei séns. Við getum verið stolt af þessari frammistöðu,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir sem skoraði tvö marka Íslands í 6-0 sigrinum gegn Hvíta-Rússlandi í kvöld. 2. september 2022 20:40
Einkunnir Íslands: Dagný Brynjars maður leiksins á miðjunni Ísland valtaði yfir Hvíta-Rússland, 6-0, í undankeppni HM2023 í kvöld. Hér er hægt að sjá einkunnir íslensku leikmannanna í leiknum þar sem Dagný Brynjarsdóttir var valin maður leiksins. 2. september 2022 19:45
Twitter um landsleikinn: „Þvílík kona“ Íslenska kvennalandsliðið vann í kvöld lið Hvít-Rússa á Laugardalsvelli, 6-0. Íslenska þjóðin hefur verið dugleg að tjá sig um leikinn á Twitter og nokkur tweet má sjá hér að neðan. 2. september 2022 19:27
Umfjöllun: Ísland - Hvíta-Rússland 6-0 | Komnar skrefi nær HM eftir stórsigur Ísland steig stórt skref í átt að því að komast á HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn með 6-0 stórsigri á Hvíta-Rússlandi í kvöld. 2. september 2022 19:50
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti