Kynntur sem nýr ökumaður Alpine en mun aka fyrir McLaren Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. september 2022 23:00 Oscar Piastri mun aka fyrir McLaren, en ekki Alpine eins og liðið hafði kynnt. Clive Mason/Getty Images Ástralski ökumaðurinn Oscar Piastri mun aka fyrir McLaren á næsta tímabili í Formúlu 1, þrátt fyrir að hafa verið kynntur sem nýr ökumaður Alpine-liðsins fyrr í sumar. Hann kemur í stað Daniel Ricciardo sem yfirgefu McLaren-liðið eftir tímabilið. Fyrr í sumar fór af stað vægast sagt furðuleg atburðarrás sem hófst á því að fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel tilkynnti að yfirstandanda tímabil yrði hans seinasta á ferlinum. Í kjölfarið var tvöfaldi heimsmeistarinn Fernando Alonso kynntur sem eftirmaður Vettels, en brottför Alonso frá Alpine þýddi að laust sæti var í liðinu á næsta tímabili. Alpine nýtti því tækifærið og kynnti eftirmann Alonso til sögunnar: Oscar Piastri, 21 árs varaökumann liðsins og ríkjandi heimsmeistara í Formúlu 2. Vandamálið var hins vegar að Piastri hafði ekki hugmynd um að hann ætti að taka við sætinu og þar sem ekki hafi verið talað við hann áður en tilkynningin var send út ákvað hann að hann myndi ekki keyra fyrir liðið. Alpine-liðið vildi meina að samkvæmt samningi Piastri við liði bæri honum skylda að taka sætið. Piastri og hans fólk benti þó á að sú klásúla í samningi hans hafi runnið út þremur dögum áður en tilkynningin var send út. Samninganefnd Formúlunnar (e. Contract Recognition Board, CRB) hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að Piastri og hans fólk hafi haft rétt fyrir sér og því sé honum frjálst að semja við önnur lið. „Eini samningurinn sem við tökum gildan er samningurinn milli McLaren og Piastri sem undirritaður var þann 4. júlí árið 2022. Piastri getur því keyrt fyrir McLaren tímabilin 2023 og 2024,“ sagði í yfirlýsingu CRB. Þessu furðulega máli er þar með lokið og mun Oscar Piastri taka sæti Daniel Ricciardo í McLaren-liðinu á næsta tímabili, en Alpine leitar enn að eftirmanni Alonso. Akstursíþróttir Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Fyrr í sumar fór af stað vægast sagt furðuleg atburðarrás sem hófst á því að fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel tilkynnti að yfirstandanda tímabil yrði hans seinasta á ferlinum. Í kjölfarið var tvöfaldi heimsmeistarinn Fernando Alonso kynntur sem eftirmaður Vettels, en brottför Alonso frá Alpine þýddi að laust sæti var í liðinu á næsta tímabili. Alpine nýtti því tækifærið og kynnti eftirmann Alonso til sögunnar: Oscar Piastri, 21 árs varaökumann liðsins og ríkjandi heimsmeistara í Formúlu 2. Vandamálið var hins vegar að Piastri hafði ekki hugmynd um að hann ætti að taka við sætinu og þar sem ekki hafi verið talað við hann áður en tilkynningin var send út ákvað hann að hann myndi ekki keyra fyrir liðið. Alpine-liðið vildi meina að samkvæmt samningi Piastri við liði bæri honum skylda að taka sætið. Piastri og hans fólk benti þó á að sú klásúla í samningi hans hafi runnið út þremur dögum áður en tilkynningin var send út. Samninganefnd Formúlunnar (e. Contract Recognition Board, CRB) hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að Piastri og hans fólk hafi haft rétt fyrir sér og því sé honum frjálst að semja við önnur lið. „Eini samningurinn sem við tökum gildan er samningurinn milli McLaren og Piastri sem undirritaður var þann 4. júlí árið 2022. Piastri getur því keyrt fyrir McLaren tímabilin 2023 og 2024,“ sagði í yfirlýsingu CRB. Þessu furðulega máli er þar með lokið og mun Oscar Piastri taka sæti Daniel Ricciardo í McLaren-liðinu á næsta tímabili, en Alpine leitar enn að eftirmanni Alonso.
Akstursíþróttir Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira