Sýknaður af ákæru fyrir að nauðga unglingsstúlku Árni Sæberg skrifar 3. september 2022 12:27 Maðurinn var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Ungur karlmaður var á dögunum sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins eftir að hafa verið ákærður fyrir að nauðga stúlku á unglingsaldri. Minnisleysi stúlkunnar var helsta ástæða sýknunnar. Samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur var maðurinn ákærður fyrir nauðgun með því að hafa á þáverandi heimili sínu haft samræði við stúlkuna án hennar samþykkis hennar og notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar og svefndrunga. Af háttseminni hafi stúlkan hlotið sogbletti á kinn og hálsi og bitfar á vinstra læri. Fyrir hönd stúlkunnar var gerð einkaréttarkrafa um miskabætur upp á fjórar milljónir króna. Í apríl þessa árs var aðild að einkaréttarkröfunni breytt eftir að hún náði átján ára aldri. Meint brot átti sér stað í febrúar árið 2019 og því má leiða að því líkur að stúlkan hafi verið fimmtán ára gömul þegar það var framið. Man ekki eftir að hafa tekið kókaín Stúlkan bar fyrir dómi að hún hefði farið ásamt manninum og vini hans í heimahús þar sem þau neyttu áfengis og fóru í heitan pott saman. Stúlkan sagðist hafa verið nokkuð ölvuð þó hún vissi ekki hversu mikils áfengis hún hefði neytt. Mennirnir tveir báru fyrir dómi að stúlkan hafi verið undir áhrifum en þó ekki drukkin. Þá greindist kókaín í þvagi stúlkunnar á neyðarmóttöku daginn eftir meinta nauðgun. Hún kvaðst ekki muna til þess að hafa neytt eiturlyfja. Kókaín greindist ekki í blóði hennar og því var ekki talið sannað að hún hefði neytt þess umrætt kvöld. Sérfræðingur bar fyrir dómi að kókaín greinist lengur í þvagi en blóði. Breytti framburði sínum fyrir dómi Lífsýni úr manninum greindist bæði í leggöngum og endaþarmi stúlkunnar en þrátt fyrir það neitaði hann að hafa haft samræði við hana þegar hann var yfirheyrður af lögreglu. Hann breytti frásögn sinni fyrir dómi og kvað þau hafa sofið saman að undirlagi stúlkunnar umrætt kvöld. Hann sagðist hafa verið hræddur og liðið eins og brotið væri á sér þegar hann var yfirheyrður af lögreglu og því hafi hann ekki sagt satt og rétt frá við yfirheyrslu. Vildi ekki kæra Sem áður segir var stúlkan undir lögaldri þegar meint nauðgun átti sér stað og því var það ekki á hennar forræði að kæra málið. Móðir hennar bar fyrir dómi að stúlkan hafi beðið sig að kæra atvikið ekki. Þá sagði maðurinn fyrir dómi að þau hefðu verið í samskiptum eftir atvikið og jafnvel eftir að hann var ákærður. Stúlkan sagði mannin hafa beðið hana að falla frá málinu og að hún hefði spurt móður sína hvort það væri hægt. Mundi lítið eftir atvikinu Stúlkan kvaðst hafa vaknað heima hjá manninum í peysu einum klæða og með óljósa tilfinningu um að eitthvað hefði gerst. Hún bar ekki um brot gegn sér fyrir dómi og bar fyrir sig minnisleysi. Hún kvaðst hafa verið „búin að loka á þessa hluti.“ Ákærði neitaði alfarið sök í málinu en í niðurstöðukafla dómsins segir að það sem einkum geri líklegt að brot hafi verið framin sé misvísandi framburður mannsins sjálfs. Þó hafi ekkert annað legið fyrir í gögnum málsins eða framburði vitna sem hrekti framburði hans fyrir dómi. Þá segir að ekki hafi verið sannað að stúlkan hafi verið undir svo miklum áhrifum áfengis eða fíkniefna að maðurinn hefði getað nýtt sér ástand hennar. Af framangreindu taldi dómari að ekki yrði sannað svo hafið sé yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hafi gerst sekur um þá háttsemi sem hann var ákærður fyrir. Hann var því sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins sem og einkaréttarkröfunni. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa í heild sinni hér. Kynferðisofbeldi Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur var maðurinn ákærður fyrir nauðgun með því að hafa á þáverandi heimili sínu haft samræði við stúlkuna án hennar samþykkis hennar og notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar og svefndrunga. Af háttseminni hafi stúlkan hlotið sogbletti á kinn og hálsi og bitfar á vinstra læri. Fyrir hönd stúlkunnar var gerð einkaréttarkrafa um miskabætur upp á fjórar milljónir króna. Í apríl þessa árs var aðild að einkaréttarkröfunni breytt eftir að hún náði átján ára aldri. Meint brot átti sér stað í febrúar árið 2019 og því má leiða að því líkur að stúlkan hafi verið fimmtán ára gömul þegar það var framið. Man ekki eftir að hafa tekið kókaín Stúlkan bar fyrir dómi að hún hefði farið ásamt manninum og vini hans í heimahús þar sem þau neyttu áfengis og fóru í heitan pott saman. Stúlkan sagðist hafa verið nokkuð ölvuð þó hún vissi ekki hversu mikils áfengis hún hefði neytt. Mennirnir tveir báru fyrir dómi að stúlkan hafi verið undir áhrifum en þó ekki drukkin. Þá greindist kókaín í þvagi stúlkunnar á neyðarmóttöku daginn eftir meinta nauðgun. Hún kvaðst ekki muna til þess að hafa neytt eiturlyfja. Kókaín greindist ekki í blóði hennar og því var ekki talið sannað að hún hefði neytt þess umrætt kvöld. Sérfræðingur bar fyrir dómi að kókaín greinist lengur í þvagi en blóði. Breytti framburði sínum fyrir dómi Lífsýni úr manninum greindist bæði í leggöngum og endaþarmi stúlkunnar en þrátt fyrir það neitaði hann að hafa haft samræði við hana þegar hann var yfirheyrður af lögreglu. Hann breytti frásögn sinni fyrir dómi og kvað þau hafa sofið saman að undirlagi stúlkunnar umrætt kvöld. Hann sagðist hafa verið hræddur og liðið eins og brotið væri á sér þegar hann var yfirheyrður af lögreglu og því hafi hann ekki sagt satt og rétt frá við yfirheyrslu. Vildi ekki kæra Sem áður segir var stúlkan undir lögaldri þegar meint nauðgun átti sér stað og því var það ekki á hennar forræði að kæra málið. Móðir hennar bar fyrir dómi að stúlkan hafi beðið sig að kæra atvikið ekki. Þá sagði maðurinn fyrir dómi að þau hefðu verið í samskiptum eftir atvikið og jafnvel eftir að hann var ákærður. Stúlkan sagði mannin hafa beðið hana að falla frá málinu og að hún hefði spurt móður sína hvort það væri hægt. Mundi lítið eftir atvikinu Stúlkan kvaðst hafa vaknað heima hjá manninum í peysu einum klæða og með óljósa tilfinningu um að eitthvað hefði gerst. Hún bar ekki um brot gegn sér fyrir dómi og bar fyrir sig minnisleysi. Hún kvaðst hafa verið „búin að loka á þessa hluti.“ Ákærði neitaði alfarið sök í málinu en í niðurstöðukafla dómsins segir að það sem einkum geri líklegt að brot hafi verið framin sé misvísandi framburður mannsins sjálfs. Þó hafi ekkert annað legið fyrir í gögnum málsins eða framburði vitna sem hrekti framburði hans fyrir dómi. Þá segir að ekki hafi verið sannað að stúlkan hafi verið undir svo miklum áhrifum áfengis eða fíkniefna að maðurinn hefði getað nýtt sér ástand hennar. Af framangreindu taldi dómari að ekki yrði sannað svo hafið sé yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hafi gerst sekur um þá háttsemi sem hann var ákærður fyrir. Hann var því sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins sem og einkaréttarkröfunni. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa í heild sinni hér.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira