Allt í rusli í Reykjadal Árni Sæberg skrifar 4. september 2022 22:19 Svo virðist sem gott partí hafi verið haldið í Reykjadal nýlega. Aðsend Blóðugur pappír, óhreinar nærbuxur og risastór poki fullur af dósum voru á meðal þess rusls sem finna mátti á víð og dreif í Reykjadal í dag. Áhugamanni um útivist blöskraði svo ástandið í Reykjadal í dag að hann ákvað að mynda hluta þess rusls sem hann sá þar. Sá hefur reglulega komið í Reykjadal í mörg ár en man ekki eftir því að umgengni hafi nokkurn tímann verið svo slæm sem hún er nú. Reykjadalur hefur um árabil verið geysivinsæll ferðamannastaður enda eru þar heitar laugar sem hver sem er getur baðað sig í án endurgjalds. Ekki skemmir fyrir að dalurinn er steinsnar frá höfuðborgarsvæðinu. Svo virðist sem gestum Reykjadals hafi farið aftur í umgengni undanfarið. Það er hollt og gott að stinga sér til sunds í laugunum í Reykjadal.Aðsend Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar ákvað nýverið að hefja gjaldtöku á bílastæðum á Árhólmum við gönguleiðina að Reykjadal. Þeir fjármunir sem aflað er með gjaldtökunni eru eyrnamerktir uppbyggingu á svæðinu. Svo virðist sem þeim hafi ekki verið varið í þrif eða uppsetningu ruslatunna. Það verður seint talið geðslegt að baða sig í laug ásamt þessum pappír.Aðsend Þá var kaffihús nýlega opnað í Reykjadal en þar innandyra virðist umgengni ekki vera mikið skárri. Yfirfullar ruslatunnur blasa við þeim sem nýta sér salernisaðstöðu kaffihússins. Fari menn úr nærbuxunum fyrir sundsprett, sem allir ættu að gera, þá er betra að taka þær með sér heim.Vísir Hveragerði Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Sjá meira
Áhugamanni um útivist blöskraði svo ástandið í Reykjadal í dag að hann ákvað að mynda hluta þess rusls sem hann sá þar. Sá hefur reglulega komið í Reykjadal í mörg ár en man ekki eftir því að umgengni hafi nokkurn tímann verið svo slæm sem hún er nú. Reykjadalur hefur um árabil verið geysivinsæll ferðamannastaður enda eru þar heitar laugar sem hver sem er getur baðað sig í án endurgjalds. Ekki skemmir fyrir að dalurinn er steinsnar frá höfuðborgarsvæðinu. Svo virðist sem gestum Reykjadals hafi farið aftur í umgengni undanfarið. Það er hollt og gott að stinga sér til sunds í laugunum í Reykjadal.Aðsend Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar ákvað nýverið að hefja gjaldtöku á bílastæðum á Árhólmum við gönguleiðina að Reykjadal. Þeir fjármunir sem aflað er með gjaldtökunni eru eyrnamerktir uppbyggingu á svæðinu. Svo virðist sem þeim hafi ekki verið varið í þrif eða uppsetningu ruslatunna. Það verður seint talið geðslegt að baða sig í laug ásamt þessum pappír.Aðsend Þá var kaffihús nýlega opnað í Reykjadal en þar innandyra virðist umgengni ekki vera mikið skárri. Yfirfullar ruslatunnur blasa við þeim sem nýta sér salernisaðstöðu kaffihússins. Fari menn úr nærbuxunum fyrir sundsprett, sem allir ættu að gera, þá er betra að taka þær með sér heim.Vísir
Hveragerði Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Sjá meira