Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.

Skipun þjóðminjavarðar, geðheilbrigðismál, dýravelferð, eldsneytisverð og leiðtogakjör breska Íhaldsflokksins verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.

Varaformaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis og nefndarmaður Vinstri grænna segir að ákveðið hafi verið að kalla eftir upplýsingum frá forsætisráðuneytinu um skipun í embætti hins opinbera. Hún segir eðilegt að menningarmálaráðherra rökstyðji ákvörðun sína um skipan þjóðminjavarðar en ekki hafi verið sérstaklega rætt um það mál í nefndinni.

Deildarstjóri á bráðageðdeild Landspítalans segir að húsnæðið sé óviðunandi og garðurinn óaðgengilegur og fátæklegur. Þetta vinni oft og tíðum gegn meðferð skjólstæðinganna og því sé brýn þörf fyrir úrbætur þegar í stað. Starfsfólk geðdeildarinnar kallar þá eftir skýrara regluverki - ekki sé boðlegt að starfa í lagalegu tómarúmi.

Bóndi sem sakaður hefur verið um illa meðferð hrossa í Borgarfirði var sýknaður af dýraníð fyrir tæpum áratug. Matvælastofnun segir ákvarðanir í dýravelferðarmálum geta verið mjög íþyngjandi og því sé nauðsynlegt að stíga varlega til jarðar en stofnunin hefur verið gagnrýnd fyrir viðbrögð sín í málinu.

Gríðarlegt óréttlæti felst í þvi að eldsneytisverð sé umtalsvert hærra á landsbyggðinni heldur en á höfuðborgarsvæðinu að sögn formanns Verkalýðsfélags Akraness. Hann skorar á olíufélögin að sýna landsbyggðinni virðingu og bjóða sambærileg kjör alls staðar.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×