Myndirnar eiga það sameiginlegt að taka til skoðunar minni, hefðir og athafnir menningarheima frumbyggja.
„Hér gefst áhorfendum tækifæri til að skoða vel ofan í bakpokana og japla á veganestinu, sem formæður og feður útbjuggu fyrir lífsins veg. Sérstakar umræður verða um þennan myndaflokk að sýningum loknum sem er verður af Cass Gardiner,“ segir í tilkynningu frá RIFF.
Svonni gegn sænska Skattinum / Svonni vs Skatteverket
Samísk kona reynir að sannfæra sænska skattinn um að hún eigi rétt á skattaafslætti vegna hundakaupa. Hundurinn Rikke er ekki gæludýr, hann er smali. Þetta er gamansöm greining á menningarárektrum og þá erfiðleika sem eru samfara því að iðka samíska menningu í Svíþjóð nútímans.

Sparkað í skýin / Kicking the Clouds
Hugleiðing um afkomendur, formæður og forfeður, með leiðsögn 50 ára hljóðupptöku af ömmu leikstjórans sem lærir Pechanga tungumálið af móður sinni.
Meydómur / La Baláhna / Maidenhood
Catalina gengst við hefðum samfélags síns þegar hún þarf að sýna fram á skírlífi og virði sitt sem konu. En líkaminn svíkur hana og hún getur ekki sannað hreinleika sinn.
Ajornavianngilatit / You'll be Okay
A mother who has dedicated her life to her child and working hard for her family goes out for a night of fun and meets someone special.
Löng röð af dömum / Long Line of Ladies
Stúlka og fólkið hennar undirbúa Ihuk henni til heiðurs. Um er að ræða athöfn, sem lá eitt sinn í dvala, og á að bjóða stúlkuna velkomna í fullorðinna manna tölu, stunduð af Karuk ættbálknum í Norður-Kaliforníu.