Ná vonandi að opna við Hagamel fyrir helgi Bjarki Sigurðsson skrifar 7. september 2022 11:29 Indican mun opna við Hagamel þar sem Plútó Pizza var áður til húsa. Vísir/Kolbeinn Tumi Undirbúningur fyrir opnun indverska veitingastaðarins Indican við Hagamel er á lokametrunum. Eigandinn vonast eftir því að geta opnað fyrir helgi og hlakkar til að bætast við í Vesturbæjarflóruna. Útibú veitingastaðarins Indican í Mathöll Höfða lokaði í mars síðastliðnum og fór eigandi staðarins strax í leit að nýju húsnæði. Hann segir bás þeirra í mathöllinni ekki hafa hentað nægilega vel. „Sú mathöll var ekki alveg að gera það sem við vonuðumst eftir þannig við ákváðum að leggja þann stað niður og planið var alltaf að finna aðra staðsetningu. Þetta er vörumerki og matur sem á helling inni. Maturinn er góður en staðsetningin hentaði ekki,“ segir Valgeir Gunnlaugsson, eigandi Indican, í samtali við fréttastofu. Ná vonandi að opna fyrir helgi Undirbúningur fyrir opnunina er á lokametrunum en einungis á eftir að fara yfir leyfismál með borginni. Valgeir vonast þó til þess að allt náist fyrir helgi þó erfitt sé að segja til hvenær allt dettur í gegn. Hann segist hlakka til að geta þjónustað Vesturbæinga, en eitt af því sem heillaði hann mest við Hagamel var hversu lítið úrval væri af þjónustu í hverfinu. „Það er ekkert miðað við hvað þetta er stórt svæði og mikið af fólki sem býr þarna í kring. Það er ekki úr miklu að velja og okkur fannst heillandi að verða að hverfisstað, geta þjónustað Vesturbæinga, Seltirninga og þá sem búa í nágrenninu vel,“ segir Valgeir. Nýir réttir á matseðlinum Búið er að breyta merki staðarins en þrátt fyrir einhverjar breytingar verður matseðill staðarins nánast sá sami, nema með fleiri réttum. Ný staðsetning opnar á fjölda möguleika fyrir Indican og því megi kalla opnunina nýtt upphaf. „Það er pláss fyrir þennan mat á markaðnum á Íslandi og við sjáum tækifæri í því í framtíðinni en til að byrja með erum við bara að einbeita okkur að þessum stað. Okkur langar að fara að þjónusta fyrirtæki og hópa, við náum því léttilega á þessari staðsetningu þar sem við erum með svo flott bakeldhús. Það eru hinir og þessir möguleikar sem opnast við þennan flutning. Við erum farin að geta gert hluti sem við gátum ekki gert áður,“ segir Valgeir. Reykjavík Matur Veitingastaðir Tengdar fréttir Plútó Pizzu lokað eftir tæplega tveggja ára rekstur Pítserían Plútó Pizza við Hagamel lokaði í dag eftir tæplega tveggja ára starfsemi. Fyrrum eigandi staðarins segist vera að snúa sér að öðru og því hafi hann selt reksturinn. Nýr eigandi hyggst breyta starfseminni. 18. júní 2022 22:03 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Sjá meira
Útibú veitingastaðarins Indican í Mathöll Höfða lokaði í mars síðastliðnum og fór eigandi staðarins strax í leit að nýju húsnæði. Hann segir bás þeirra í mathöllinni ekki hafa hentað nægilega vel. „Sú mathöll var ekki alveg að gera það sem við vonuðumst eftir þannig við ákváðum að leggja þann stað niður og planið var alltaf að finna aðra staðsetningu. Þetta er vörumerki og matur sem á helling inni. Maturinn er góður en staðsetningin hentaði ekki,“ segir Valgeir Gunnlaugsson, eigandi Indican, í samtali við fréttastofu. Ná vonandi að opna fyrir helgi Undirbúningur fyrir opnunina er á lokametrunum en einungis á eftir að fara yfir leyfismál með borginni. Valgeir vonast þó til þess að allt náist fyrir helgi þó erfitt sé að segja til hvenær allt dettur í gegn. Hann segist hlakka til að geta þjónustað Vesturbæinga, en eitt af því sem heillaði hann mest við Hagamel var hversu lítið úrval væri af þjónustu í hverfinu. „Það er ekkert miðað við hvað þetta er stórt svæði og mikið af fólki sem býr þarna í kring. Það er ekki úr miklu að velja og okkur fannst heillandi að verða að hverfisstað, geta þjónustað Vesturbæinga, Seltirninga og þá sem búa í nágrenninu vel,“ segir Valgeir. Nýir réttir á matseðlinum Búið er að breyta merki staðarins en þrátt fyrir einhverjar breytingar verður matseðill staðarins nánast sá sami, nema með fleiri réttum. Ný staðsetning opnar á fjölda möguleika fyrir Indican og því megi kalla opnunina nýtt upphaf. „Það er pláss fyrir þennan mat á markaðnum á Íslandi og við sjáum tækifæri í því í framtíðinni en til að byrja með erum við bara að einbeita okkur að þessum stað. Okkur langar að fara að þjónusta fyrirtæki og hópa, við náum því léttilega á þessari staðsetningu þar sem við erum með svo flott bakeldhús. Það eru hinir og þessir möguleikar sem opnast við þennan flutning. Við erum farin að geta gert hluti sem við gátum ekki gert áður,“ segir Valgeir.
Reykjavík Matur Veitingastaðir Tengdar fréttir Plútó Pizzu lokað eftir tæplega tveggja ára rekstur Pítserían Plútó Pizza við Hagamel lokaði í dag eftir tæplega tveggja ára starfsemi. Fyrrum eigandi staðarins segist vera að snúa sér að öðru og því hafi hann selt reksturinn. Nýr eigandi hyggst breyta starfseminni. 18. júní 2022 22:03 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Sjá meira
Plútó Pizzu lokað eftir tæplega tveggja ára rekstur Pítserían Plútó Pizza við Hagamel lokaði í dag eftir tæplega tveggja ára starfsemi. Fyrrum eigandi staðarins segist vera að snúa sér að öðru og því hafi hann selt reksturinn. Nýr eigandi hyggst breyta starfseminni. 18. júní 2022 22:03