„Ég veit ekki nákvæmlega hvernig honum tókst að gera þetta“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. september 2022 13:39 Stangveiðimaður við veiðar í íslenskri á með veiðistöng um fjórum til fimm sinnum styttri en þá sem spænski veiðimaðurinn rak í háspennulínuna í gær. Getty Yfirleiðsögumaður í Eystri-Rangá segir að spænskur veiðimaður hafi líklega sloppið ágætlega miðað við aðstæður þegar löng veiðistöng hans rakst í háspennulínu. Karlmaðurinn, sem er vanur veiðimaður, er með brunasár víða á líkamanum. Um er að ræða spænskan karlmann á sextugsaldri sem komið hefur áður til Íslands til veiða. Gunnar Guðjónsson, yfirleiðsögumaður sem hefur umsjón með veiði í ánni, leggur áherslu á að stöngin sjálf hafi rekist í raflínuna. Ekki að línan sem veiðimaðurinn kastaði hafi farið í línuna. „Hann fær rafstuð í gegnum stöngina og inn í líkamann,“ segir Gunnar. Um er að ræða veiðistöng af tegundinni Telescopic sem geta orðið allt að tíu metra langar. Gunnar segir stangirnar mjög óalgengar og ekki í vopnabúri íslenskra veiðimanna. „Ég veit að menn hafa kastað línu eða spún í raflínur, en þá gerist ekki neitt. Það er efnið í stönginni sjálfri sem leiðir mjög vel.“ Karlmaðurinn er hluti af fimmtán manna hóp spænskra veiðimanna sem margir hverjir hafa komið til Íslands til veiða áður. Sumir árum saman og sá reynslumesti kom fyrst fyrir tuttugu árum. „Ég veit ekki nákvæmlega hvernig honum tókst að gera þetta,“ segir Gunnar. Það hafi verið veiðimanninum til einhvers happs að veiðifélagi hans var læknir. Þá sé tiltölulega stutt á Hvolsvöll þangað sem honum var ekið í flýti. „Hann fékk bestu mögulegu meðhöndlun.“ Staðan á manninum er að sögn Gunnars góð eftir atvikum. Hópurinn sé enn við veiðar í Eystri-Rangá og láti slysið ekki á sig fá. Hópurinn sé á leið úr landi á morgun eða hinn. Varðandi öryggi á svæðinu segir Gunnar að hafa verði auga með veiðimönnum með langar standir. Þó telur hann að til standi að fjarlægja háspennulínurnar og leggja þær í jörð. Stangveiði Orkumál Rangárþing eystra Tengdar fréttir Fékk raflost við veiðar í Eystri-Rangá Veiðimaður brann víðsvegar um líkamann þegar veiðistöng hans lenti á háspennulínu í Eystri-Rangá í dag. Maðurinn var með meðvitund er hann var fluttur á sjúkrahús. 6. september 2022 13:57 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Um er að ræða spænskan karlmann á sextugsaldri sem komið hefur áður til Íslands til veiða. Gunnar Guðjónsson, yfirleiðsögumaður sem hefur umsjón með veiði í ánni, leggur áherslu á að stöngin sjálf hafi rekist í raflínuna. Ekki að línan sem veiðimaðurinn kastaði hafi farið í línuna. „Hann fær rafstuð í gegnum stöngina og inn í líkamann,“ segir Gunnar. Um er að ræða veiðistöng af tegundinni Telescopic sem geta orðið allt að tíu metra langar. Gunnar segir stangirnar mjög óalgengar og ekki í vopnabúri íslenskra veiðimanna. „Ég veit að menn hafa kastað línu eða spún í raflínur, en þá gerist ekki neitt. Það er efnið í stönginni sjálfri sem leiðir mjög vel.“ Karlmaðurinn er hluti af fimmtán manna hóp spænskra veiðimanna sem margir hverjir hafa komið til Íslands til veiða áður. Sumir árum saman og sá reynslumesti kom fyrst fyrir tuttugu árum. „Ég veit ekki nákvæmlega hvernig honum tókst að gera þetta,“ segir Gunnar. Það hafi verið veiðimanninum til einhvers happs að veiðifélagi hans var læknir. Þá sé tiltölulega stutt á Hvolsvöll þangað sem honum var ekið í flýti. „Hann fékk bestu mögulegu meðhöndlun.“ Staðan á manninum er að sögn Gunnars góð eftir atvikum. Hópurinn sé enn við veiðar í Eystri-Rangá og láti slysið ekki á sig fá. Hópurinn sé á leið úr landi á morgun eða hinn. Varðandi öryggi á svæðinu segir Gunnar að hafa verði auga með veiðimönnum með langar standir. Þó telur hann að til standi að fjarlægja háspennulínurnar og leggja þær í jörð.
Stangveiði Orkumál Rangárþing eystra Tengdar fréttir Fékk raflost við veiðar í Eystri-Rangá Veiðimaður brann víðsvegar um líkamann þegar veiðistöng hans lenti á háspennulínu í Eystri-Rangá í dag. Maðurinn var með meðvitund er hann var fluttur á sjúkrahús. 6. september 2022 13:57 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Fékk raflost við veiðar í Eystri-Rangá Veiðimaður brann víðsvegar um líkamann þegar veiðistöng hans lenti á háspennulínu í Eystri-Rangá í dag. Maðurinn var með meðvitund er hann var fluttur á sjúkrahús. 6. september 2022 13:57