Þakkar fyrir ógleymanlegan stuðning eftir útreiðina í Víkinni Valur Páll Eiríksson skrifar 8. september 2022 10:30 Sigurður Heiðar var ánægður með stuðninginn í 9-0 tapi gærkvöldsins. Vísir/Hulda Margrét Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis í Reykjavík, setti inn færslu á samfélagsmiðilinn Twitter í morgun eftir 9-0 tap liðs hans fyrir Íslands- og bikarmeisturum Víkings í Bestu deild karla í gærkvöld. Hann þakkar fyrir stuðning úr stúkunni við svo erfiðar aðstæður. Leiknir sá aldrei til sólar í leik gærkvöldsins en Daniel Djuric skoraði lokamark Víkinga þegar stundarfjórðungur var enn til leiksloka. Stærð tapsins er jöfnun á meti úr efstu deild en Víkingur var á meðal liða sem átti fyrra met, með 10-1 tapi fyrir ÍA árið 1993. Í viðtali eftir leik sagðist Sigurður stoltur af sínu liði og að stærri lið en Leiknir hefðu tapað svo stórt í efstu deild. Jafnframt komst hann ekki hjá því að finnast svo stórt tap sárt og það sviði. Stuðningsmenn Leiknis í Víkinni í gærkvöld létu ekki deigan síga þrátt fyrir agalega stöðu liðs þeirra á vellinum og sungu stuðningssöngva til leiksloka. Sigurður segir að hann muni aldrei gleyma því. „Mun aldrei gleyma stuðningnum í stúkunni í gær fram að lokaflauti. Leiknishjartað er stórt en það stækkaði um helming í gær. Takk #ghettoboys og allt Leiknisfólk. Við munum gefa allt sem við eigum það sem eftir er. Markmiðið er skýrt.“ segir Sigurður Heiðar á Twitter. Mun aldrei gleyma stuðningnum í stúkunni í gær fram að lokaflauti. Leiknishjartað er stórt en það stækkaði um helming í gær.Takk #ghettoboys111 og allt Leiknisfólk. Við munum gefa allt sem við eigum það sem eftir er. Markmiðið er skýrt.#stoltbreiðholts#fotboltinet pic.twitter.com/hfEG5j1IZ7— Sigurður Höskuldsson (@SHoskulds) September 8, 2022 Markatala Leiknis varð töluvert slakari í samanburði við liðin sem Breiðhyltingar berjast við um fallið en alls eru sjö umferðir eftir af deildinni. Tvær í hefðbundinni deildarkeppni og svo fimm leikir við hin fimm liðin sem enda í neðri helmingi deildarinnar. Leiknir er með 14 stig á botni deildarinnar, einu stigi frá ÍA sem er sæti ofar og tveimur frá FH sem er í neðsta örugga sætinu með 16 stig. ÍBV er með 19 stig í níunda sæti. Leiknir er eftir tap gærkvöldsins með 30 mörk í mínus, samanborið við 23 mörk Skagamanna í mínus og tólf mörk FH-inga. Besta deild karla Leiknir Reykjavík Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira
Leiknir sá aldrei til sólar í leik gærkvöldsins en Daniel Djuric skoraði lokamark Víkinga þegar stundarfjórðungur var enn til leiksloka. Stærð tapsins er jöfnun á meti úr efstu deild en Víkingur var á meðal liða sem átti fyrra met, með 10-1 tapi fyrir ÍA árið 1993. Í viðtali eftir leik sagðist Sigurður stoltur af sínu liði og að stærri lið en Leiknir hefðu tapað svo stórt í efstu deild. Jafnframt komst hann ekki hjá því að finnast svo stórt tap sárt og það sviði. Stuðningsmenn Leiknis í Víkinni í gærkvöld létu ekki deigan síga þrátt fyrir agalega stöðu liðs þeirra á vellinum og sungu stuðningssöngva til leiksloka. Sigurður segir að hann muni aldrei gleyma því. „Mun aldrei gleyma stuðningnum í stúkunni í gær fram að lokaflauti. Leiknishjartað er stórt en það stækkaði um helming í gær. Takk #ghettoboys og allt Leiknisfólk. Við munum gefa allt sem við eigum það sem eftir er. Markmiðið er skýrt.“ segir Sigurður Heiðar á Twitter. Mun aldrei gleyma stuðningnum í stúkunni í gær fram að lokaflauti. Leiknishjartað er stórt en það stækkaði um helming í gær.Takk #ghettoboys111 og allt Leiknisfólk. Við munum gefa allt sem við eigum það sem eftir er. Markmiðið er skýrt.#stoltbreiðholts#fotboltinet pic.twitter.com/hfEG5j1IZ7— Sigurður Höskuldsson (@SHoskulds) September 8, 2022 Markatala Leiknis varð töluvert slakari í samanburði við liðin sem Breiðhyltingar berjast við um fallið en alls eru sjö umferðir eftir af deildinni. Tvær í hefðbundinni deildarkeppni og svo fimm leikir við hin fimm liðin sem enda í neðri helmingi deildarinnar. Leiknir er með 14 stig á botni deildarinnar, einu stigi frá ÍA sem er sæti ofar og tveimur frá FH sem er í neðsta örugga sætinu með 16 stig. ÍBV er með 19 stig í níunda sæti. Leiknir er eftir tap gærkvöldsins með 30 mörk í mínus, samanborið við 23 mörk Skagamanna í mínus og tólf mörk FH-inga.
Besta deild karla Leiknir Reykjavík Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira