Óvenjumörg sjúkraflug á Reykjavíkurflugvelli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. september 2022 16:02 Tvær sjúkraflugvélar á Reykjavíkurflugvelli í morgun. Óvenjulega mikið er að gera í sjúkraflugi á Reykjavíkurflugvelli í þessari viku. Rekstrarstjóri flugþjónustu á vellinum man ekki eftir öðru eins. Flugvélar sem sinna sjúkraflugi innanlands lenda reglulega á vellinum. Flugfélagið Mýflug flaug 827 sinnum með sjúklinga árið 2021 sem var töluverð fjölgun á milli ára. En það eru ekki bara innlendir aðilar sem fljúga með sjúklinga. Hákon Einarsson, rekstrarstjóri ACE FBO, segir mikið að gera í sjúkraflutningum þessa vikuna hvað varðar flug erlendis frá. „Ég held það séu sex það sem af er þessari viku,“ segir Hákon. Um væri að ræða líffæraflutninga þar sem líffæri eru flutt úr nýlátnum einstaklingi til að nýtast öðrum. Auk þess væri nokkuð um að erlendir ferðamenn væru fluttir úr landi eftir að hafa slasað sig hér á landi. „Svo eru tvö börn sem þurftu að fara út í mjög mikilvægar aðgerðir erlendis.“ Hann rekur ekki minni til þess að hafa séð svona margar flugvélar á nokkrum dögum. „Yfir allt árið eru þetta kannski fimm vélar í mánuði,“ segir Hákon. Fjöldi einkaflugvéla á flugvellinum undanfarin ár, sérstaklega yfir sumartímann, hefur vakið mikla athygli. Mikil fjölgun hefur orðið í komum einkaflugvéla samhliða fjölgun ferðamanna almennt. Hákon segir gott að hafa í huga að það séu fleiri en ríkir erlendir glaumgosar sem nýti Reykjavíkurflugvöllinn. Nálægð flugvallarins við Landspítalann skipti miklu máli. „Hann er mikilvægur fyrir erlent sjúkraflug og skiptir máli að hafa sjúkrahúsið í bakgarðinum.“ Sjúkraflugið er mest megnis til Norðurlandanna og þá helst til Gautaborgar í Svíþjóð. Reykjavíkurflugvöllur Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira
Flugvélar sem sinna sjúkraflugi innanlands lenda reglulega á vellinum. Flugfélagið Mýflug flaug 827 sinnum með sjúklinga árið 2021 sem var töluverð fjölgun á milli ára. En það eru ekki bara innlendir aðilar sem fljúga með sjúklinga. Hákon Einarsson, rekstrarstjóri ACE FBO, segir mikið að gera í sjúkraflutningum þessa vikuna hvað varðar flug erlendis frá. „Ég held það séu sex það sem af er þessari viku,“ segir Hákon. Um væri að ræða líffæraflutninga þar sem líffæri eru flutt úr nýlátnum einstaklingi til að nýtast öðrum. Auk þess væri nokkuð um að erlendir ferðamenn væru fluttir úr landi eftir að hafa slasað sig hér á landi. „Svo eru tvö börn sem þurftu að fara út í mjög mikilvægar aðgerðir erlendis.“ Hann rekur ekki minni til þess að hafa séð svona margar flugvélar á nokkrum dögum. „Yfir allt árið eru þetta kannski fimm vélar í mánuði,“ segir Hákon. Fjöldi einkaflugvéla á flugvellinum undanfarin ár, sérstaklega yfir sumartímann, hefur vakið mikla athygli. Mikil fjölgun hefur orðið í komum einkaflugvéla samhliða fjölgun ferðamanna almennt. Hákon segir gott að hafa í huga að það séu fleiri en ríkir erlendir glaumgosar sem nýti Reykjavíkurflugvöllinn. Nálægð flugvallarins við Landspítalann skipti miklu máli. „Hann er mikilvægur fyrir erlent sjúkraflug og skiptir máli að hafa sjúkrahúsið í bakgarðinum.“ Sjúkraflugið er mest megnis til Norðurlandanna og þá helst til Gautaborgar í Svíþjóð.
Reykjavíkurflugvöllur Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira