Hefur þú upplifað andlegt framhjáhald? Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 10. september 2022 07:38 Orðasambandið andlegt framhjáhald hefur oft verið notað yfir svik í sambandi sem fela ekki í sér innileg líkamleg samskipti eða kynlíf. Getty Einn koss á næturklúbbi í hita leiksins eða leynileg, innileg samskipti og engin líkamleg snerting. Í hefðbundum ástarsamböndum eru bæði atvikin svik við maka en hvað flokkast sem framhjáhald og hvernig skilgreinum við það? Hvað er framhjáhald? Svik og brostið traust er líklega það sem kemur upp í huga flestra þegar framhjáhald ber á góma. Það getur þó verið mikill stigsmunur á framhjáhöldum, ef svo má segja, og misjafnt milli fólks og para hvert alvarleikastig svikanna er. Hin klassíska skilgreining á framhjáhaldi er þegar líkamleg nánd eða kynferðisleg nánd á í hlut, eins og koss eða kynlíf. En hvað með orðin, leynimakkið og allar tilfinningarnar? Þegar fólk hefur ekki tekið skrefið líkamlega en er jafnvel í innilegum, tilfinningalegum samskiptum við aðila utan sambandsins án vitundar maka. Er það þá ekki framhjáhald? Framhjáhald ekki alltaf endir ástarsambanda Hugtakið andlegt framhjáhald hefur oft á tíðum verið notað yfir svik af þessu tagi og talið ekki síður alvarlegt eða skaðlegt. Þó svo að sum sambönd endi þegar upp komi um svikin þá þarf það ekki alltaf að vera raunin. Aðstæðurnar eru misjafnar hverju sinni og ef vilji er til staðar hjá báðum aðilum að vinna úr málunum, jafnvel með aðstoð fagaðila, ætti að vera hægt að byggja aftur upp traustið og sambandið. Spurning vikunnar er að þessu sinni kynjaskipt og er fólk beðið um að svara þeirri könnun sem við á. Spurt er um upplifun fólks á andlegu framhjáhaldi sem getur bæði verið aðili sem tekur þátt í svikunum eða sá aðili sem er svikinn. Hefur þú upplifað andlegt framhjáhald? Konur svara hér: Karlar svara hér: Kynsegin svara hér: Umsjónarmaður Makamála mætti í Brennsluna á föstudagsmorgun þar sem rætt var um niðurstöður úr síðustu könnun Makamála og ný Spurning vikunnar kynnt til leiks. Makamál hafa síðustu tvö ár spurt lesendur Vísis nær vikulega um þeirra skoðanir og viðhorf varðandi málefni tengd ástinni, samböndum, tilfinningum og kynlífi. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast allar fyrri Spurningar vikunnar og niðurstöður hér. Spurning vikunnar Kynlíf Ástin og lífið Tengdar fréttir Segir sambönd geta orðið sterkari eftir framhjáhald „Ég hef í minni vinnu hjálpað einstaklingum sem hafa byrjað samband sitt í framhjáhaldi og þeir hafa lent í erfiðleikum hvað varðar skömmina er tengist fyrrverandi maka,“ segir Björg Vigfúsdóttir í viðtali við Vísi. 31. maí 2022 19:30 Hefur þú átt eða verið viðhald? Í kjölfarið umfjöllunar undanfarið um sambandsformið fjölástir hafa vaknað upp miklar umræður á kommentakerfum sem og kaffistofum landsins. Spurningin „Afhverju halda þau ekki bara framhjá?“ er ein þeirra sem oft kemur upp. 23. apríl 2022 06:00 „Hjónabandið okkar, eftir að við opnuðum sambandið, hefur orðið hundrað sinnum betra“ „Það er ekki óheiðarleiki að eiga fleiri en einn maka ef allir eru samþykkir og meðvitaðir um það,“ segir Tótla I. Sæmundsdóttir í viðtali við Stöð 2. Sá hópur sem kýs að vera í upplýstum ástarsamböndum við fleiri en einn aðila í einu fer stækkandi hér á landi. 10. apríl 2022 08:13 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Undir lokin var líkaminn alveg búinn að gefast upp Makamál „Besta veganestið sem við höfum fengið frá feðrum mínum“ Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál Tantranudd: Ekki kynlífsþjónusta heldur munúðarfull upplifun Makamál Þriðjungur á erfitt með að tala um kynlíf við maka sinn Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Hvað er framhjáhald? Svik og brostið traust er líklega það sem kemur upp í huga flestra þegar framhjáhald ber á góma. Það getur þó verið mikill stigsmunur á framhjáhöldum, ef svo má segja, og misjafnt milli fólks og para hvert alvarleikastig svikanna er. Hin klassíska skilgreining á framhjáhaldi er þegar líkamleg nánd eða kynferðisleg nánd á í hlut, eins og koss eða kynlíf. En hvað með orðin, leynimakkið og allar tilfinningarnar? Þegar fólk hefur ekki tekið skrefið líkamlega en er jafnvel í innilegum, tilfinningalegum samskiptum við aðila utan sambandsins án vitundar maka. Er það þá ekki framhjáhald? Framhjáhald ekki alltaf endir ástarsambanda Hugtakið andlegt framhjáhald hefur oft á tíðum verið notað yfir svik af þessu tagi og talið ekki síður alvarlegt eða skaðlegt. Þó svo að sum sambönd endi þegar upp komi um svikin þá þarf það ekki alltaf að vera raunin. Aðstæðurnar eru misjafnar hverju sinni og ef vilji er til staðar hjá báðum aðilum að vinna úr málunum, jafnvel með aðstoð fagaðila, ætti að vera hægt að byggja aftur upp traustið og sambandið. Spurning vikunnar er að þessu sinni kynjaskipt og er fólk beðið um að svara þeirri könnun sem við á. Spurt er um upplifun fólks á andlegu framhjáhaldi sem getur bæði verið aðili sem tekur þátt í svikunum eða sá aðili sem er svikinn. Hefur þú upplifað andlegt framhjáhald? Konur svara hér: Karlar svara hér: Kynsegin svara hér: Umsjónarmaður Makamála mætti í Brennsluna á föstudagsmorgun þar sem rætt var um niðurstöður úr síðustu könnun Makamála og ný Spurning vikunnar kynnt til leiks. Makamál hafa síðustu tvö ár spurt lesendur Vísis nær vikulega um þeirra skoðanir og viðhorf varðandi málefni tengd ástinni, samböndum, tilfinningum og kynlífi. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast allar fyrri Spurningar vikunnar og niðurstöður hér.
Spurning vikunnar Kynlíf Ástin og lífið Tengdar fréttir Segir sambönd geta orðið sterkari eftir framhjáhald „Ég hef í minni vinnu hjálpað einstaklingum sem hafa byrjað samband sitt í framhjáhaldi og þeir hafa lent í erfiðleikum hvað varðar skömmina er tengist fyrrverandi maka,“ segir Björg Vigfúsdóttir í viðtali við Vísi. 31. maí 2022 19:30 Hefur þú átt eða verið viðhald? Í kjölfarið umfjöllunar undanfarið um sambandsformið fjölástir hafa vaknað upp miklar umræður á kommentakerfum sem og kaffistofum landsins. Spurningin „Afhverju halda þau ekki bara framhjá?“ er ein þeirra sem oft kemur upp. 23. apríl 2022 06:00 „Hjónabandið okkar, eftir að við opnuðum sambandið, hefur orðið hundrað sinnum betra“ „Það er ekki óheiðarleiki að eiga fleiri en einn maka ef allir eru samþykkir og meðvitaðir um það,“ segir Tótla I. Sæmundsdóttir í viðtali við Stöð 2. Sá hópur sem kýs að vera í upplýstum ástarsamböndum við fleiri en einn aðila í einu fer stækkandi hér á landi. 10. apríl 2022 08:13 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Undir lokin var líkaminn alveg búinn að gefast upp Makamál „Besta veganestið sem við höfum fengið frá feðrum mínum“ Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál Tantranudd: Ekki kynlífsþjónusta heldur munúðarfull upplifun Makamál Þriðjungur á erfitt með að tala um kynlíf við maka sinn Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Segir sambönd geta orðið sterkari eftir framhjáhald „Ég hef í minni vinnu hjálpað einstaklingum sem hafa byrjað samband sitt í framhjáhaldi og þeir hafa lent í erfiðleikum hvað varðar skömmina er tengist fyrrverandi maka,“ segir Björg Vigfúsdóttir í viðtali við Vísi. 31. maí 2022 19:30
Hefur þú átt eða verið viðhald? Í kjölfarið umfjöllunar undanfarið um sambandsformið fjölástir hafa vaknað upp miklar umræður á kommentakerfum sem og kaffistofum landsins. Spurningin „Afhverju halda þau ekki bara framhjá?“ er ein þeirra sem oft kemur upp. 23. apríl 2022 06:00
„Hjónabandið okkar, eftir að við opnuðum sambandið, hefur orðið hundrað sinnum betra“ „Það er ekki óheiðarleiki að eiga fleiri en einn maka ef allir eru samþykkir og meðvitaðir um það,“ segir Tótla I. Sæmundsdóttir í viðtali við Stöð 2. Sá hópur sem kýs að vera í upplýstum ástarsamböndum við fleiri en einn aðila í einu fer stækkandi hér á landi. 10. apríl 2022 08:13