70-90 laxa dagar í Eystri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 9. september 2022 12:07 Eystri Rangá er næst aflahæsta á landsins og fer yfir 3.000 laxa múrinn í dag en hún stóð í 2.985 löxum í gær þegar tölur voru teknar saman. Það hafa verið að veiðast 70-90 laxar á dag í ánni sem er feykna góð veiði og að sama skapi var maðkaopnunin mjög góð en hófstilltari en í Ytri Rangá en kvóti er á fjölda laxa sem má hirða á hverri vakt og hefur það fyrirkomulag mælst vel fyrir. Haustið getur oftar en ekki verið frábær tími í ánni og það hefur sýnt sig í gegnum árin að þegar vel viðrar á veiðimenn getur september auðveldlega skilað 1.000 löxum í veiðitölurnar og október 500-600 löxum, jafnvel meira. Það er þess vegna ekkert ólíklegt að Eystri Rangá fari langleiðina í 5.000 laxa en það er víst nóg af laxi í ánni til að koma henni í þá tölu. Stangveiði Rangárþing eystra Mest lesið Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði "Afspyrnu slakt" Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði Úthlutun lokið hjá SVFR Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Ekkert að frétta úr Vífilsstaðavatni Veiði Ytri Rangá ennþá frekar róleg Veiði
Það hafa verið að veiðast 70-90 laxar á dag í ánni sem er feykna góð veiði og að sama skapi var maðkaopnunin mjög góð en hófstilltari en í Ytri Rangá en kvóti er á fjölda laxa sem má hirða á hverri vakt og hefur það fyrirkomulag mælst vel fyrir. Haustið getur oftar en ekki verið frábær tími í ánni og það hefur sýnt sig í gegnum árin að þegar vel viðrar á veiðimenn getur september auðveldlega skilað 1.000 löxum í veiðitölurnar og október 500-600 löxum, jafnvel meira. Það er þess vegna ekkert ólíklegt að Eystri Rangá fari langleiðina í 5.000 laxa en það er víst nóg af laxi í ánni til að koma henni í þá tölu.
Stangveiði Rangárþing eystra Mest lesið Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði "Afspyrnu slakt" Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði Úthlutun lokið hjá SVFR Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Ekkert að frétta úr Vífilsstaðavatni Veiði Ytri Rangá ennþá frekar róleg Veiði