Matvælaráðherra borðar mikið af lambakjöti Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. september 2022 20:05 Það fór vel á með fjallkónginum og Matvælaráðherra í Skaftholtsréttum í dag. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það eru stórir réttardagar á Suðurlandi þessa dagana því réttað var í Hrunaréttum og Skafholtsréttum í dag og í Skeiðaréttum og Tungnaréttum á morgun. Matvælaráðherra, sem segist borða mikið af lambakjöti dró í dilka í Skaftholtsréttum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Hrunaréttir voru haldnar fyrir hádegi og Skaftholtsréttir eftir hádegi en Skeiða- og Tungnaréttir verða báðar fyrir hádegi á morgun. Það hefur verið mikill hiti á fjallmönnum og fé í smalamennsku síðustu daga en hitinn fór til dæmis í 17 til 18 gráður í gær. „Vænstu lömbin áttu erfitt með að labba og vænsta féð átti erfitt með að labba niður af fjalli líka. Það er alltaf eitthvað, sem gefst upp í svona miklum hita,“ segir Guðmundur Árnason fjallkóngur í Skaftholtsréttum. Um 1700 fjár voru í réttunum en fé er alltaf að fækka á bæjunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Mér finnst þetta alltaf með því allra skemmtilegasta, sem maður gerir. Þetta er það, sem markar upphaf haustsins, það eru réttirnar á Íslandi og líka bara að fólk geti komið saman eftir í rauninni tveggja ára aðskilnað,“ segir Svandís Svavarsdóttir, Matvælaráðherra, sem var í Skaftholtsréttum í dag. Ertu sveitakona? „Já, ég var mikið í sveit, sem krakki þannig að ég kannast við ýmislegt í sveitinni.“ Svandís tók sig vel út með þennan hrút.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svandís dró nokkur lömb í dilka. Hún segist hafa miklar áhyggjur af stöðu sauðfjárbænda og leggur á sama tíma áherslu á að það þurfi að huga virkilega vel að því í búvörusamningum og í allri þeirra umgjörð að afkoman sé í lagi. Hvað með sjálfan þig, borðar þú mikið af lambakjöti? „Já, já, ég geri það með öllu tilheyrandi,“ segir ráðherra hlægjandi. Vel gekk að draga í dilka.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnvöld eigi að sjá sóma sinn í að greiða allan kostnað Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Sjá meira
Hrunaréttir voru haldnar fyrir hádegi og Skaftholtsréttir eftir hádegi en Skeiða- og Tungnaréttir verða báðar fyrir hádegi á morgun. Það hefur verið mikill hiti á fjallmönnum og fé í smalamennsku síðustu daga en hitinn fór til dæmis í 17 til 18 gráður í gær. „Vænstu lömbin áttu erfitt með að labba og vænsta féð átti erfitt með að labba niður af fjalli líka. Það er alltaf eitthvað, sem gefst upp í svona miklum hita,“ segir Guðmundur Árnason fjallkóngur í Skaftholtsréttum. Um 1700 fjár voru í réttunum en fé er alltaf að fækka á bæjunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Mér finnst þetta alltaf með því allra skemmtilegasta, sem maður gerir. Þetta er það, sem markar upphaf haustsins, það eru réttirnar á Íslandi og líka bara að fólk geti komið saman eftir í rauninni tveggja ára aðskilnað,“ segir Svandís Svavarsdóttir, Matvælaráðherra, sem var í Skaftholtsréttum í dag. Ertu sveitakona? „Já, ég var mikið í sveit, sem krakki þannig að ég kannast við ýmislegt í sveitinni.“ Svandís tók sig vel út með þennan hrút.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svandís dró nokkur lömb í dilka. Hún segist hafa miklar áhyggjur af stöðu sauðfjárbænda og leggur á sama tíma áherslu á að það þurfi að huga virkilega vel að því í búvörusamningum og í allri þeirra umgjörð að afkoman sé í lagi. Hvað með sjálfan þig, borðar þú mikið af lambakjöti? „Já, já, ég geri það með öllu tilheyrandi,“ segir ráðherra hlægjandi. Vel gekk að draga í dilka.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnvöld eigi að sjá sóma sinn í að greiða allan kostnað Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Sjá meira