„Alls ekki verið nóg gert“ Snorri Másson skrifar 10. september 2022 21:28 Forsætisráðherra segir alls ekki hafa verið gert nóg í að styðja við íslenskukennslu fyrir útlendinga hér á landi. Stjórnvöld og atvinnulíf geti gert betur og fólk eigi að geta sótt íslenskunám á vinnutíma án hás kostnaðar. Prófessor emeritus vill að íslenskukennsla verði sett í kjarasamninga. Erlendu starfsfólki á Íslandi fjölgar stöðugt, þau gætu verið orðin helmingur vinnuaflsins hérna eftir 30 ár, en það er að margra mati alltof algengt að þau tileinki sér ekki tungumálið. Það eru margar ástæður fyrir því, ein þeirra er slakt aðgengi að íslenskunámi. Lina Hallberg tannlæknir sagði nýlega við fréttastofu að það bráðvantaði betri bækur og fleiri námskeið. Eiríkur Rögnvaldsson prófessor hefur kallað eftir stórátaki og því að íslenskunám á vinnutíma verði hluti af kröfugerð verkalýðsfélaganna í kjaraviðræðum. Forsætisráðherra segir ýmislegt hafa verið gert fyrir tungumálið, en ekki nóg á þessu sviði. „Það hefur hins vegar alls ekki verið nóg gert í því að styðja við íslenskukennslu fyrir útlendinga. Þar geta bæði stjórnvöld en líka atvinnulífið allt gert betur,“ segir Katrín Jakobsdóttir í samtali við fréttastofu. Fjallað var ítarlega um stöðu íslenskukennslu fyrir útlendinga í Íslandi í dag nýverið og útlendingar teknir tali sem hafa lært málið: Fólk á að geta lært íslensku á vinnutíma Katrín segir skipta gríðarlegu miklu hvernig staðið er að þessum málum - ekki síst að því þegar lagt er mat á það hvernig er raunverulega tekið á móti fólki hérna. „Ég held í öllu falli að við þurfum að stuðla að því að fólk geti sótt sér nám í íslensku, þannig að það geti gert það á vinnutíma, þannig að það þurfi ekki að greiða háar fjárhæðir fyrir slíkt nám, og að við hugum að því að vinnustaðir séu íslenskuvænir,“ segir Katrín. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.Vísir/Vilhelm Að undanförnu hefur einnig farið fjallað um notkun enskunnar á veitingastöðum og kaffihúsum. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hvatti þar til þess að fyrirtæki reyndu að styrkja íslenska tungu frekar en veikja hana. Ármann Jakobsson formaður Íslenskrar málnefndar gekk svo langt í viðtali við Ríkisútvarpið að kalla eftir því að heimild yrði gefin til að beita fyrirtæki sektum fyrir brot gegn tungumálinu. Spurð hvort hún sé sammála bróður sínum, segir Katrín: „Nú veit ég ekki hvað hann var nákvæmlega að tala um með sektarheimildir en ég held að ráðherra íslenskumála verði bara að skoða það með formanni málnefndarinnar.“ Skóla - og menntamál Innflytjendamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenska á tækniöld Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Erlendu starfsfólki á Íslandi fjölgar stöðugt, þau gætu verið orðin helmingur vinnuaflsins hérna eftir 30 ár, en það er að margra mati alltof algengt að þau tileinki sér ekki tungumálið. Það eru margar ástæður fyrir því, ein þeirra er slakt aðgengi að íslenskunámi. Lina Hallberg tannlæknir sagði nýlega við fréttastofu að það bráðvantaði betri bækur og fleiri námskeið. Eiríkur Rögnvaldsson prófessor hefur kallað eftir stórátaki og því að íslenskunám á vinnutíma verði hluti af kröfugerð verkalýðsfélaganna í kjaraviðræðum. Forsætisráðherra segir ýmislegt hafa verið gert fyrir tungumálið, en ekki nóg á þessu sviði. „Það hefur hins vegar alls ekki verið nóg gert í því að styðja við íslenskukennslu fyrir útlendinga. Þar geta bæði stjórnvöld en líka atvinnulífið allt gert betur,“ segir Katrín Jakobsdóttir í samtali við fréttastofu. Fjallað var ítarlega um stöðu íslenskukennslu fyrir útlendinga í Íslandi í dag nýverið og útlendingar teknir tali sem hafa lært málið: Fólk á að geta lært íslensku á vinnutíma Katrín segir skipta gríðarlegu miklu hvernig staðið er að þessum málum - ekki síst að því þegar lagt er mat á það hvernig er raunverulega tekið á móti fólki hérna. „Ég held í öllu falli að við þurfum að stuðla að því að fólk geti sótt sér nám í íslensku, þannig að það geti gert það á vinnutíma, þannig að það þurfi ekki að greiða háar fjárhæðir fyrir slíkt nám, og að við hugum að því að vinnustaðir séu íslenskuvænir,“ segir Katrín. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.Vísir/Vilhelm Að undanförnu hefur einnig farið fjallað um notkun enskunnar á veitingastöðum og kaffihúsum. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hvatti þar til þess að fyrirtæki reyndu að styrkja íslenska tungu frekar en veikja hana. Ármann Jakobsson formaður Íslenskrar málnefndar gekk svo langt í viðtali við Ríkisútvarpið að kalla eftir því að heimild yrði gefin til að beita fyrirtæki sektum fyrir brot gegn tungumálinu. Spurð hvort hún sé sammála bróður sínum, segir Katrín: „Nú veit ég ekki hvað hann var nákvæmlega að tala um með sektarheimildir en ég held að ráðherra íslenskumála verði bara að skoða það með formanni málnefndarinnar.“
Skóla - og menntamál Innflytjendamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenska á tækniöld Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira