Næst mæta þau Oddný Harðardóttir alþingismaður og Hilmar Þór Hilmarsson prófessor ætla að ræða Úkraínu og tengd efni. Oddný er nýkomin af fundi forsætisnefndar Norðurlandaráðs og Eystrasaltsríkjanna í Hörpu en þangað var gestum frá Rússlandi, Hvíta-Rússlandi og Úkraínu boðið.
Að hennar sögn var samstaðan alger á fundinum. Hilmar hefur verið nokkuð gagnrýninn á aðgerðir Vesturlanda í stríðinu og talið þær skila litlu nema einangrun Úkraínu.
Næst á eftir þeim mætir Ævar Rafn Halldórsson fjármálahagfræðingur, stærðfræðikennari og iðnaðarmaður sem hefur verið mjög gagnrýninn á húsnæðismarkaðinn. Ævar saknar meiri framleiðni en telur mörg okkar áform um stórkostlega uppbyggingu á næstu árum byggðar á óskhyggju umfram annað.
Í lok þáttar mæta til hans Hildur Helga Sigurðardóttir blaðamaður og Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði. Þau ætla að ræða tímamótin sem urðu við andlát Elísabetar Bretadrottningar, þá sérkennilegu ást á þjóðhöfðingjanum sem hefur tíðkast á Bretlandi og goðsögulega stærð konungsfjölskyldu sem tengir Bretland við löngu liðna heimsveldistíma.