Bjargaði lífi stuðningsmanns Atli Arason skrifar 11. september 2022 10:31 Markvörður Cadiz, Jeremías Conan Ledesma, með mikilvægasta grip tímabilsins. Twitter Leikur Cadiz og Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni í gær var stöðvaður í tæpan klukkutíma þegar stuðningsmaður Cadiz féll í yfirlið. Á 82. mínútu, í stöðunni 0-2 fyrir Barcelona, var leikurinn stöðvaður þegar dómaratríó leiksins fékk að vita að eldri stuðningsmaður á vellinum hafi fallið meðvitundarlaus til jarðar. Cadiz goalkeeper Jeremías Conan Ledesma is heroic for rushing a medical kit to the stands after a fan suffered a health emergency 🙏🏻(via @ESPNDeportes)pic.twitter.com/TmoMjPMqJL— SI Soccer (@si_soccer) September 10, 2022 Flestir stóðu og fylgdust ráðalausir með nema markvörður Cadiz, Jeremías Conan Ledesma, sem tók sprett í átt að sjúkrateymi Barcelona, fékk hjartastuðtæki og kastaði því upp í stúku til viðbragðsaðila. Ledesma virtist áhyggjufullur og það var Ronald Araujo, varnarmaður Barcelona, einnig. Araujo kraup niður á hné og bað æðri mátt um aðstoð, enda strax ljóst að um alvarlegt atvik væri að ræða. 🥺 Ronald Araújo seen praying for the fan who's fighting for his life in the stands during Cadiz vs. Barcelona. pic.twitter.com/iR5JjUuKUf— Select FCB (@SelectFCB) September 10, 2022 José Mari, leikmaður Cadiz, aðstoðaði einnig með því að hlaupa upp í stúku með sjúkrabörur til að koma stuðningsmanninum af vellinum og í sjúkrabíl sem fyrst. Dómari leiksins skipaði leikmönnum svo að halda aftur til búningsherbergja á meðan hugað væri að stuðningsmanninum. Leiknum var svo haldið áfram tæpri klukkustund eftir að hafa verið stöðvaður þegar að forseti Cadiz, Manuel Vizcanio, tilkynnti að endurlífgunartilraunir gengu eftir og að ástand stuðningsmannsins væri stöðugt. Ljóst þykir að án skjótra viðbragða leikmanna Cadiz hefði niðurstaðan mögulega verið önnur. Eru þeir hampaðir á samfélagsmiðlum sem hetjur. Barcelona skoraði tvisvar í viðbót eftir að leikurinn hófst aftur og vann að lokum 4-0 sigur. Scary moments in Cádiz as there is a medical emergency in the standsImpressive response by the Cádiz players, Ledesma running over with a defilibrator and then José Mari helping to get a stretcher over.Hopefully the quick response by everyone will make sure this ends well https://t.co/IVCj0iQL4C— Alexandra Jonson (@AlexandraJonson) September 10, 2022 Spænski boltinn Tengdar fréttir Börsungar ekki í neinum vandræðum með botnliðið Stórskotalið Barcelona átti ekki í teljandi erfiðleikum með botnlið Cadiz þegar liðin áttust við í Cadiz í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. 10. september 2022 19:25 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Sjá meira
Á 82. mínútu, í stöðunni 0-2 fyrir Barcelona, var leikurinn stöðvaður þegar dómaratríó leiksins fékk að vita að eldri stuðningsmaður á vellinum hafi fallið meðvitundarlaus til jarðar. Cadiz goalkeeper Jeremías Conan Ledesma is heroic for rushing a medical kit to the stands after a fan suffered a health emergency 🙏🏻(via @ESPNDeportes)pic.twitter.com/TmoMjPMqJL— SI Soccer (@si_soccer) September 10, 2022 Flestir stóðu og fylgdust ráðalausir með nema markvörður Cadiz, Jeremías Conan Ledesma, sem tók sprett í átt að sjúkrateymi Barcelona, fékk hjartastuðtæki og kastaði því upp í stúku til viðbragðsaðila. Ledesma virtist áhyggjufullur og það var Ronald Araujo, varnarmaður Barcelona, einnig. Araujo kraup niður á hné og bað æðri mátt um aðstoð, enda strax ljóst að um alvarlegt atvik væri að ræða. 🥺 Ronald Araújo seen praying for the fan who's fighting for his life in the stands during Cadiz vs. Barcelona. pic.twitter.com/iR5JjUuKUf— Select FCB (@SelectFCB) September 10, 2022 José Mari, leikmaður Cadiz, aðstoðaði einnig með því að hlaupa upp í stúku með sjúkrabörur til að koma stuðningsmanninum af vellinum og í sjúkrabíl sem fyrst. Dómari leiksins skipaði leikmönnum svo að halda aftur til búningsherbergja á meðan hugað væri að stuðningsmanninum. Leiknum var svo haldið áfram tæpri klukkustund eftir að hafa verið stöðvaður þegar að forseti Cadiz, Manuel Vizcanio, tilkynnti að endurlífgunartilraunir gengu eftir og að ástand stuðningsmannsins væri stöðugt. Ljóst þykir að án skjótra viðbragða leikmanna Cadiz hefði niðurstaðan mögulega verið önnur. Eru þeir hampaðir á samfélagsmiðlum sem hetjur. Barcelona skoraði tvisvar í viðbót eftir að leikurinn hófst aftur og vann að lokum 4-0 sigur. Scary moments in Cádiz as there is a medical emergency in the standsImpressive response by the Cádiz players, Ledesma running over with a defilibrator and then José Mari helping to get a stretcher over.Hopefully the quick response by everyone will make sure this ends well https://t.co/IVCj0iQL4C— Alexandra Jonson (@AlexandraJonson) September 10, 2022
Spænski boltinn Tengdar fréttir Börsungar ekki í neinum vandræðum með botnliðið Stórskotalið Barcelona átti ekki í teljandi erfiðleikum með botnlið Cadiz þegar liðin áttust við í Cadiz í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. 10. september 2022 19:25 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Sjá meira
Börsungar ekki í neinum vandræðum með botnliðið Stórskotalið Barcelona átti ekki í teljandi erfiðleikum með botnlið Cadiz þegar liðin áttust við í Cadiz í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. 10. september 2022 19:25